Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK
1
1
Haukar
Axel Kári Vignisson '9 1-0
1-1 Brynjar Benediktsson '68
16.05.2014  -  19:15
Kórinn
1. deild karla 2014
Dómari: Jan Eric Jessen
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f) ('74)
8. Atli Valsson ('52)
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Viktor Örn Margeirsson
19. Viktor Unnar Illugason ('90)
20. Hörður Magnússon
20. Árni Arnarson
21. Andri Geir Alexandersson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
3. Axel Lárusson ('90)
5. Alexander Lúðvíksson
6. Birgir Magnússon ('74)
16. Steindór Snær Ólason
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('52)
23. Elmar Bragi Einarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('15)
Leifur Andri Leifsson ('25)
Hörður Magnússon ('41)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ætli við getum ekki skráð þetta sem sanngjörn úrslit. Haukar hugmyndasnauðir og slakir í fyrri hálfleik en allt annað að sjá til liðsins eftir hlé.
93. mín
Haukar fá hornspyrnu hér í blálokin...
92. mín
Skyndisókn hjá HK sem endaði með því að Birgir Magnússon átti ágætis tilraun en skaut framhjá.
90. mín
Inn:Axel Lárusson (HK) Út:Viktor Unnar Illugason (HK)
Axel kom inn sem varamaður í bikarleiknum gegn Víkingi Ólafsvík og skoraði.
87. mín
Inn:Marteinn Gauti Andrason (Haukar) Út:Gísli Eyjólfsson (Haukar)
Sonur Andra Marteinssonar kemur inn.
86. mín
Brynjar Benediktsson með gott skot naumlega framhjá. Fáum við sigurmark í leiknum? Brynjar átt góðan seinni hálfleik.
85. mín
HK-ingar nú aðgangsharðir! Leikurinn orðinn galopinn. Stórhættuleg sókn og Guðmundur Atli fékk boltann óvænt í dauðafæri en náði ekki skoti á markið. Virtist ekki hafa búist við boltanum.
83. mín
Haukar í langri sókn sem endaði með því að Andri Steinn Birgisson átti slakkt skot sem fór vel framhjá.
78. mín
Stórhættuleg aukaspyrna hjá HK og Andri Geir Alexandersson hársbreidd frá því að ná að skalla í boltann!
75. mín
Inn:Arnar Aðalgeirsson (Haukar) Út:Matthías Guðmundsson (Haukar)
74. mín
Inn:Birgir Magnússon (HK) Út:Leifur Andri Leifsson (HK)
73. mín
Allt annar leikur núna. Komið meira fjör og mun meiri kraftur í Haukunum.
72. mín
Hörkufæri! Guðmundur Atli Steinþórsson fékk góða sendingu frá Leifi Andra en átti að gera betur. Skotið hitti ekki á rammann.
70. mín
Aron Jóhannsson með skot í varnarmann og afturfyrir... hornspyrna. Spurning hvort mark Brynjars muni virka sem vítamínsprauta? Ekkert kom úr horninu.
68. mín MARK!
Brynjar Benediktsson (Haukar)
Stoðsending: Birgir Magnús Birgisson
Loksins gekk eitthvað upp hjá Haukum! Góð sókn og fyrirgjöf frá hægri sem hittir á kollinn á Brynjari, hann með góðan skalla sem Beitir Ólafsson gat lítið gert við.
65. mín
HK-ingar heitir þessa stundina. Davíð Magnússon með skot sem Sigmar náði að blaka frá. Er að færast aðeins meira líf í þetta.
63. mín
Fín skottilraun utan af kanti frá Herði Magnússyni og Sigmar Ingi í marki Hauka þarf að hafa sig allan við að koma þessum bolta í horn.
60. mín
Inn:Hilmar Geir Eiðsson (Haukar) Út:Zlatko Krickic (Haukar)
Zlatko að leika sinn fyrsta leik fyrir Hauka. Hann er uppalinn í herbúðum HK.
58. mín
Haukar vilja fá vítaspyrnu! Sýndist það vera Brynjar Benediktsson sem féll í teignum. Hefði verið strangt að dæma á þetta, tel Jan Eric hafa gert rétt.
56. mín
Þetta er leikur fárra marktækifæra...
52. mín
Inn:Guðmundur Atli Steinþórsson (HK) Út:Atli Valsson (HK)
Árni Arnarson færist á miðjuna og Guðmundur Atli í fremstu víglínu. Hörður Magnússon fer í holuna.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Vonandi verður leikurinn skemmtilegri eftir hlé. Fátt um fína drætti hingað til. Notum tækifærið á að við sýnum Grindavík - ÍA í samstarfi við SportTv á morgun klukkan 14.
45. mín
Smelltu hér til að horfa á leikinn í vefútsendingu í samstarfi við SportTv.is. Magnús Valur Böðvarsson sér um að lýsa leiknum.
Jón Stefán Jónsson:
Þú sem ert að lýsa á Sporttv. Jan Eric hefur dæmt þetta ágætlega. @SportTV_is . Það væri líka fínt að þú hættir að tuða yfir hverjum dóm.
45. mín
Hálfleikur - HK með eina markið í fyrri hálfleik, Haukar ekki náð að skapa sér mörg færi. Gestirnir þurfa að girða sig í brók og fara að gera eitthvað af viti.
41. mín Gult spjald: Hörður Magnússon (HK)
Braut á Gísla Eyjólfssyni. Hárrétt að lyfta gulu.
40. mín
Viktor Unnar Illugason með skot úr aukaspyrnu yfir markið. Þokkaleg tilraun.
37. mín
Brynjar Benediktsson í ágætu skotfæri en HK komst fyrir skotið. Ágætis sókn Hauka.
34. mín
"Þetta er mjög tilviljanakennt hjá báðum liðum. Ekkert útlit fyrir að við séum að fara að fá mikið fleiri mörk," segir Magnús Valur Böðvarsson sem lýsir á SportTv.is.
33. mín
Mistök í vörn HK og Matthías Guðmundsson vann boltann en gerði ekki nægilega vel. Hættulegasta tækifæri Hafnfirðinga.
28. mín
HK fékk horn. Andri Geir Alexandersson með skalla í varnarmann og afturfyrir endamörk.
26. mín
Úlfar Hrafn Pálsson með skot af löngu færi eftir aukaspyrnu en boltinn töluvert framhjá. HK-ingar hafa leikið af skynsemi og gefa fá færi á sér.
25. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Áminning fyrir mótmæli.
23. mín
Sóknir Hauka virðast vera að þyngjast en liðið í miklu basli með að skapa sér opin færi.
19. mín
"Hann er að flauta of mikið í flautuna og dæmir á smávægilega hluti," segir Magnús Valur Böðvarsson sem lýsir leiknum, finnst Jan Eric ekki bjóða upp á að leikurinn fljóti nægilega vel.
15. mín Gult spjald: Úlfar Hrafn Pálsson (Haukar)
Smá hiti í leiknum eftir harkalega tæklingu Úlfars. Jan Eric Jessen gerir rétt með því að spjalda.
15. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (HK)
Ómar Ingi Guðmundsson, HK-ingur:
Axel Kári er einfaldlega með frábæran vinstri fót! #lefty
9. mín MARK!
Axel Kári Vignisson (HK)
Þetta var ótrúlegt! Þetta byrjar ekki vel fyrir Hauka. Axel Kári með aukaspyrnu frá hægri og boltinn endaði í fjærhorni marksins án þess að nokkur kom við hann. Hrikalega illa gert hjá Haukum að ná ekki að koma í veg fyrir þetta mark.
8. mín
Matthías Guðmundsson nær að koma boltanum í netið eftir hættulega sókn Hauka en var flaggaður rangstæður. Þetta mark stendur ekki. HK-ingar skipulagðir og liggja til baka, leyfa Haukum að vera með boltann.
1. mín
Leikurinn hafinn - Ekki fjölmennt í stúkunni.
Fyrir leik
Inn:Matthías Guðmundsson (Haukar) Út:Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
Meiðsli í upphitun.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik HK og Hauka í 2. umferð 1. deildar karla.

HK-ingar hefja sumarið af krafti, unnu KV í fyrstu umferð og lögðu svo Víking Ólafsvík í bikarnum.

Sigurbjörn Hreiðarsson og félagar í Haukum hófu tímabilið á því að þeir fengu skell gegn Þrótti á heimavelli, 1-4.

Smelltu hér til að horfa á leikinn í vefútsendingu í samstarfi við SportTv.is. Magnús Valur Böðvarsson sér um að lýsa leiknum.

Af heimasíðu HK:
HK og Haukar mættust síðast í Fótbolta.net mótinu fyrir rúmu ári síðan og Haukar unnu þá öruggan sigur, 4-1. Liðin áttust síðast við í 1. deildinni sumarið 2011. Þau gerðu þá jafntefli, 1-1, á Ásvöllum þar sem Atli Valsson skoraði mark HK á lokamínútunum en Haukar unnu seinni leikinn á Kópavogsvelli, 2-0.

Þegar horft er til sögunnar er jafnræði með félögunum. Þau hafa mæst í 17 mótsleikjum og hafa unnið sjö leiki hvort en þrisvar skilið jöfn. Á seinni árum hafa Haukar hinsvegar haft betur og unnið fimm af síðustu sex viðureignum félaganna.
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Kristján Ómar Björnsson
Hilmar Rafn Emilsson ('0)
Hafþór Þrastarson
6. Úlfar Hrafn Pálsson
10. Hilmar Geir Eiðsson ('60)
16. Birgir Magnús Birgisson
19. Brynjar Benediktsson
21. Gísli Eyjólfsson ('87)
22. Aron Jóhannsson (f)
30. Andri Steinn Birgisson

Varamenn:
25. Kristinn Geir Guðmundsson (m)
5. Marteinn Gauti Andrason ('87)
11. Arnar Aðalgeirsson ('75)
11. Matthías Guðmundsson ('0) ('75)
27. Grétar Snær Gunnarsson
28. Eggert Georg Tómasson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Úlfar Hrafn Pálsson ('15)

Rauð spjöld: