Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
1
1
Þór/KA
Svava Rós Guðmundsdóttir '22 1-0
1-1 Anna Rakel Pétursdóttir '35
24.05.2016  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2016
Aðstæður: Nokkuð hvasst og haustlegt um að litast á þessum ágæta vordegi.
Dómari: Hjalti Þór Halldórsson
Áhorfendur: 311
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ásta Eir Árnadóttir ('59)
Fjolla Shala ('79)
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
7. Hildur Sif Hauksdóttir
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('59)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('79)

Liðsstjórn:
Ragna Björg Einarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skotið frá Rakel reyndist síðasta snertingin í leiknum og Hjalti Þór flautar af. 1-1 jafntefli í heldur bragðdaufum leik.

Skýrsla og viðtöl síðar í kvöld. Takk fyrir mig.
90. mín Gult spjald: Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Anna Rakel brýtur á Svövu Rós og fær réttilega að líta gula spjaldið. Blikar fá aukaspyrnu á hægri kantinum og Hallbera snýr boltanum inn í teig með vinstri fæti. Frábær sending sem dettur fyrir Rakel Hönnudóttur sem skýtur yfir.
90. mín
Ein mínúta í uppbót.
85. mín
Sandra María reynir langskot. Freistar þess að setja boltann yfir Sonný Láru sem stóð framarlega í teignum en skotið er vel framhjá.
83. mín
Tíminn er að renna út hérna. Ekki margt sem bendir til þess að við fáum sigurmark í leikinn.. En fótbolti er fótbolti og það getur allt gerst. Sjáum hvað setur.
79. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Fjolla Shala (Breiðablik)
74. mín
Inn:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA) Út:Katla Ósk Rakelardóttir (Þór/KA)
Jóhann Kristinn gerir sína fyrstu breytingu. Heiða inn fyrir Kötlu. Anna Rakel fer í vinstri bakvörðinn og Heiða inn á miðjuna.
71. mín
Fanndís tekur á rás á miðjum vallarhelmingi gestanna og lætur vaða utan teigs. Hörkuskot en það er vel yfir. Fanndís er að spila á öðru tempói en aðrir leikmenn hér í dag.
69. mín
Obbobobb! Þarna munaði engu að Fanndís slyppi í gegn eftir laglega sendingu frá Andreu. Þetta var millimetraspursmál en Fanndís er dæmd rangstæð.
64. mín
Oft ágætis pælingar í gangi hjá gestunum en sóknirnar eru of hægar og þær ná því lítið að ógna. Hraðinn er meiri hinum megin en leikmenn Breiðabliks eru stundum að flýta sér um of með úrslitasendingarnar og eiga í basli með að skapa sér opin færi.
59. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Fyrsta skiptingin í leiknum. Eldfljót Esther Rós kemur inná fyrir Ástu Eir. Esther fer upp á topp og Svava Rós út á hægri kant.
51. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu alveg við teiginn vinstra megin. Brotið var á Söndru Maríu sem var nálægt því að komast inn fyrir. Juncu sendir boltann fyrir úr spyrnunni en Sonný handsamar hann.
50. mín
Fanndís með fína skottilraun.
49. mín
Kári blæs enn kröftuglega og fólk í blaðamannastúkunni er ekki á einu máli um úr hvaða átt hann blæs. Ýmsar kenningar eru á lofti en við segjum bara að það blási í allar áttir.
47. mín
Andrea Mist byrjar seinni hálfleikinn á bjartsýnisskoti lengst utan af hægri kanti. Aldrei hætta.
46. mín
Jæja. Áfram með smjörið. Leikur er hafinn að nýju en engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Kópavoginum. Ekki mikið að frétta en bæði lið með góða færanýtingu og staðan 1-1.

Vonumst eftir meira fjöri í seinni hálfleik.
43. mín
Hættuleg hornspyrna hjá Blikum. Fanndís setur boltann á kollinn á Rakel Hönnudóttur sem skallar rétt yfir.
35. mín MARK!
Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Sandra Mayor
Anna Rakel er að jafna fyrir gestina! Hulda Ósk sendir boltann fyrir en Sonný Lára gerir sjaldséð mistök og missir fyrirgjöfina frá sér. Boltinn dettur fyrir Söndru Gutierrez sem er fljót að hugsa og leggur boltann út á Önnu Rakel sem klárar vel yfir Sonný og varnarmenn Blika. Game on!
33. mín
Þarna var Natalia Esteva heppin. Hún var alltof sein í tæklingu og fór í Fanndísi. Hjalti sleppir þessu en þetta leit ekki vel út.

26. mín
Blikar láta kné fylgja kviði og halda áfram að sækja eftir markið. Hér munar engu að Rakel nái að senda Fanndísi í gegn en Karen Nóadóttir á hörkutæklingu og á síðustu stundu.
22. mín MARK!
Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Breiðablik er komið yfir! Svava fær boltann frá Fanndísi og reynir skot sem að Aurora ver út í teig. Boltinn berst aftur til Svövu og henni bregst ekki bogalistinn í annað skiptið og kemur boltanum í netið.
19. mín
Áhorfendur eru enn að tínast á völlinn en hér fyrir framan mig situr hópur ungra iðkenda Breiðabliks og hvetur sínar konur til dáða.
15. mín
Flott sókn hjá gestunum! Hulda á hættulega fyrirgjöf frá hægri sem svífur rétt yfir kollinn á Söndru Maríu. Þarna munaði litlu.

9. mín
Álitleg sókn hjá Blikum. Fanndís sendir Ástu upp í hægra hornið en Ásta setur bolann alltof fast fyrir og hættan leið hjá.
8. mín
Liðin eru að þreifa fyrir sér þessar fyrstu mínútur. Vindurinn er aðeins að stríða leikmönnum en þetta er allt að koma og við bíðum spennt eftir fyrstu alvöru færunum.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem byrja og sækja í átt að Fífunni.

Trúi ekki öðru en að það sé skemmtilegur leikur í uppsiglingu.
Fyrir leik
Heimakonur gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 0-0 jafnteflinu við FH í síðustu umferð. Selma Sól Magnúsdóttir ökklabrotnaði í þeim leik og Fjolla Shala kemur inn í liðið fyrir hana. Þá er Ásta Eir Árnadóttir í byrjunarliðinu í stað Ingibjargar Sigurðardóttur sem situr á bekknum.

Gestirnir stilla hinsvegar upp sama byrjunarliði og í 4-0 sigrinum á ÍA.
Fyrir leik
Það styttist í þetta. Liðin hafa lokið upphitun og leggja lokahönd á undirbúning sinn í búningsherbergjunum.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur Fótbolta.net.

Á slaginu sex hefst stórleikur Breiðabliks og Þór/KA í Pepsi-deild kvenna og hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum.
Byrjunarlið:
1. Aurora Cecilia Santiago Cisneros (m)
Katla Ósk Rakelardóttir ('74)
Natalia Gomez
4. Karen Nóadóttir
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
8. Lára Einarsdóttir
14. Margrét Árnadóttir
18. Æsa Skúladóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('74)

Liðsstjórn:
Saga Líf Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Anna Rakel Pétursdóttir ('90)

Rauð spjöld: