Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
0
4
Valur
Sigrún Inga Ólafsdóttir '53 , sjálfsmark 0-1
0-2 Margrét Lára Viðarsdóttir '56
0-3 Margrét Lára Viðarsdóttir '87
0-4 Arna Sif Ásgrímsdóttir '89
09.08.2016  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild kvenna 2016
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Anna Birna Þorvarðardóttir ('74)
5. Sigrún Inga Ólafsdóttir
6. Fernanda Vieira Baptista
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
12. Gabrielle Stephanie Lira
14. Jordan O'Brien
18. Íris Ósk Valmundsdóttir
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('67)
21. Mist Þormóðsdóttir Grönvold
26. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('60)

Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
10. Stefanía Pálsdóttir ('74)
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir ('67)
22. Íris Sævarsdóttir ('60)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jordan O'Brien ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur sigrar KR, örugglega.

Það tók smá tíma að brjóta KR-liðið niður en í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning.
90. mín Gult spjald: Jordan O'Brien (KR)
Stoppaði snögga sókn.
89. mín MARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
MAAARK!

Dóra María með hornspyrnu, beint á kollinn á Örnu sem skorar af stuttu færi. Þetta var afskaplega einfalt.
87. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Vesna Elísa Smiljkovic
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Valsstúlkur klára þetta endanlega. KR-ingar voru komnir framar á völlinn og skildi eftir svæði í vörninni og það nýtti Vesna og Margrét sér ansi vel. Vesena sendi á Margréti sem kláraði vel.
86. mín
Inn:Lilja Dögg Valþórsdóttir (Valur) Út:Mist Edvardsdóttir (Valur)
Síðasta skipting leiksins. Mist búin að eiga mjög fínan leik á miðjunni.
84. mín
Hlin Eiríksdóttir á skalla í stöngina eftir fallega fyrirgjöf frá hægri. Vesena átti svo skot, mjög skömmu síðar sem fór rétt framhjá.
80. mín
Tíu mínútur eftir og er eins og bæði lið vita hvernig leikurinn fer. KR-liðið ógnar lítið og Valsstúlkur eru rólegar.
75. mín
Eins og þessi textalýsing gefur til kynna, þá hefur leikurinn aðeins dottið niður og er búið að vera mikið um skiptingar síðustu mínútur.
74. mín
Inn:Stefanía Pálsdóttir (KR) Út:Anna Birna Þorvarðardóttir (KR)
Þá eru allir útileikmenn KR í hópnum í dag búnir að fá að spila.
71. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Valur) Út:Laufey Björnsdóttir (Valur)
Laufey er búin að eiga mjög fínan leik á miðjunni.
67. mín
Inn:Jóhanna K Sigurþórsdóttir (KR) Út:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (KR)
Önnur skipting hjá KR. Þær neita að gefast upp.
66. mín
Málfríður Anna ekki lengi að koma sér í færi en hún skýtur langt framhjá úr góðri stöðu.
64. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Rúna Sif Stefánsdóttir (Valur)
Vesna er búin að vera töluvert meira áberandi á sínum kanti en Rúna í dag.
64. mín
Enn og aftur Valssókn. Nú á Margrét aftur skot af löngu færi og fer það rétt framhjá.
63. mín
Nú á Margrét Lára lúmskt skot utan teigs sem fer rétt yfir markið.
62. mín
Pála Marie skallar hornspyrnu Vesnu á markið en Ingibjörg ver mjög vel í horn. Ingibjörg er búin að vera besti leikmaður KR í leiknum.
62. mín
Vesna á fyrirgjöf sem hafnar á Rúnu Sif en skot hennar er misheppnað, fer upp í loftið og fjarri markinu.
60. mín
Inn:Íris Sævarsdóttir (KR) Út:Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (KR)
Ekki margir á bekknum hjá KR í þessum leik en Íris Sævarsdóttir er ein af þeim. Hún kemur inná fyrir Dagmar sem hefur haft hægt um sig í dag.
56. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Pála Marie Einarsdóttir
MAAAAAAAAAAAAARK!!!

Valsstúlkur eru að klára þetta í byrjun seinni. Pála Marie á langt innkast sem varnarmaður KR skallar beint á kollinn á Margréti Láru sem klárar með góðum skalla af stuttu færi.

KR-liðið er búið að berjast vel í þessum leik og er þetta þungt högg. Fótboltinn er stundum vondur við þig en ég held Valsliðinu sé bara alveg sama í þessu tilviki.
55. mín
Anna Birna er næstum búin að svara um leið en skallinn hennar úr góðu færi fer rétt framhjá.
53. mín SJÁLFSMARK!
Sigrún Inga Ólafsdóttir (KR)
MAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Fyrirgjöf frá Vesnu sem Sigrún Inga skallar í boga yfir Ingibjörgu og í bláhornið. Frábær afgreiðsla en því miður fyrir hana, í vitlaust mark.
50. mín
Elísa Viðarsdóttir á fyrstu tilraun Vals í seinni hálfleik en skot hennar af löngu færi fer yfir markið.
46. mín
KR á fyrstu tilraun seinni hálfleiks. Ásdís á skot utan teigs sem fer framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Nú byrjar KR með boltann þar sem Valur byrjaði með boltann í fyrri hálfleik.
45. mín
Markalaus fyrri hálfleikur. Leikurinn fór vel af stað en síðustu 20 mínúturnar eða svo voru frekar daprar.
44. mín
Margrét Lára leggur boltann á Vesnu sem á skot í varnarmann og framhjá. Horn.
42. mín
Elísa Viðarsdóttir á hættulega fyrirgjöf sem dettur á slánna og fer aftur fyrir.
39. mín
Margrét Lára leggur boltann á Laufey sem á skot sem Ingibjörg grípur. KR-ingar komu sér í basl þarna með því að ætla að spila boltanum úr vörninni undir mikilli pressu en þær sluppu í þetta skiptið.
37. mín
Eftir mjög góðar mínútur hjá Valsliðinu þar sem það fékk hvert færið á fætur öðru, hafa síðustu tíu mínútur eða svo verið töluvert rólegri. KR-ingar komnir meira inn í leikinn og er hann jafnari.
31. mín
Anna Birna reynir skot af mjög löngu færi en það fer mjög langt framhjá. Loksins tilraun hjá KR.
25. mín
SLÁIN!

Elísa Viðars finnur Margréti, systur sína sem er í þröngu færi en hún hamrar boltanum í þverslánna og KR-ingar ná svo að bjarga á síðustu stundu. Valsstúlkur að nálgast fyrsta markið.
22. mín
Valsliðið er hægt og rólega búið að ná meiri og meiri stjórn á leiknum og eru að skapa sér færi mjög reglulega. Þetta hlýtur að enda með marki.
20. mín
Vesna Elísa stingur boltanum á Margréti Látu sem á hörkuskot en aftur ver Ingibjörg. Ingibjörg er helsta ástæða þess að Valur er ekki yfir í þessum leik.
19. mín
Það fer enginn leikmaður út í Laufey Björnsdóttir sem tekur svo skot utan teigs en það fer vel yfir.
17. mín
Margrét Lára er komin ein í gegn en Ingibjörg gerir virkilega vel í að verja fast skot hennar. Valsstúlkur sterkari aðilinn en staðan enn markalaus.
15. mín
Vesna tekur hornspyrnu sem mér sýnist Mist skalla rétt framhjá. Fannst í eina sekúndu, eins og þessi væri að detta í hornið.
12. mín
Dóra María fær færi innan teigs en skotið hennar fer beint á Ingibjörgu sem grípur boltann. Fínasti fótboltaleikur hingað til.
10. mín
Margrét Lára reynir skot utan teigs, lyftir boltanum örlítið upp af jörðinni og tekur svo skotið á lofti en það hittir ekki rammann. Skemmtileg tilraun samt.
8. mín
Ásdís í DAUÐAFÆRI!

Pála Marie dettur á rassinn í vörninni og Ásdís kemst ein gegn Söndru, hún virðist hins vegar ekki hafa mikla trú á að hún sé að fara að skora og fer lélegt skot hennar framhjá.
5. mín
Arna Sif skallar langt innkast Pálu Marie í fangið á Ingibjörgu. Tilraunir leiksins hingað til hafa allar farið beint í fangið á markvörðunum.
3. mín
Ásdís Karen á fyrstu tilraun KR en skot hennar af löngu færi fer beint í fangið á Söndru.
1. mín
Fyrsta tilraun leiksins er hjá Val. Rúna Sif reynir skot að marki eftir að Margrét Lára renndi boltanum á hana. Skotið er hins vegar laust og beint í fangið á Ingibjörgu.
1. mín
Leikur hafinn
Margrét Lára byrjar leikinn. Valur sækir í átt frá KR-heimilinu.
Fyrir leik
Nú fara liðin að fara inn á völlinn. Ljúfir tónar Bubba Morthens eru á fóninum. KR-lagið fræga.
Verið endilega með mér á Twitter og segið ykkar skoðun. Hvort sem þið viljið koma með einhverja punkta eða skamma mig fyrir að vita ekki hver Jordan O'Brien er þá mælum við með #fotboltinet á eftir tístunum ykkar.
Fyrir leik
Rebekka Sverrisdóttir kemur inn í liðið en Elín Metta Jensen er ekki í hóp. Ég er ekki 100% á því en ég held að hún sé farin til Bandaríkjanna í skóla. Ég kemst í það minnsta að því á einhverjum tímapunkti í kvöld.
Fyrir leik
Sigrún Inga Ólafsdóttir, Jordan O'Brien, Mist Þórmóðsdóttir Gröndvold og Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir koma allar inn í lið KR frá tapinu gegn Breiðablik í síðustu umferð.

O'Brien er að spila sinn fyrsta leik en hún gékkt til liðs við KR á dögunum. Ég veit því miður ansi lítið um hana en það breytist eitthvað er leikurinn byrjar.
Fyrir leik
Það má þó ekki afskrifa KR. Fyrri leikur liðanna var í 2. umferð og enduðu þá leikar, 1-1.
Fyrir leik
KR vann síðast deildarleik 24. júní en það var gegn Selfossi.

Valur hefur ekki tapað síðan 26. júní. Það er því nokkuð ljóst hvort liðið er sigurstranglegra hér í dag.
Fyrir leik
KR er aðeins með fjóra leikmenn á bekknum í dag en leyfilegt er að hafa sjö. Valur er svo með sex varamenn.
Fyrir leik
Það hefur gengið mjög illa hjá KR undanfarið og er liðið sem stendur í næstneðsta sæti deildarinnar og er aðeins búið að vinna einn leik í deildinni. Á meðan er Valur í efri hlutanum að berjast við Breiðablik og Stjörnuna um titilinn.
Fyrir leik
Komið þið sæl lesendur góðir. Hér fer fram leikur KR og Vals í Pepsi-deild kvenna. Veisla.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir ('86)
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir ('71)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
14. Rebekka Sverrisdóttir
16. Rúna Sif Stefánsdóttir ('64)
22. Dóra María Lárusdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Varamenn:
2. Lilja Dögg Valþórsdóttir ('86)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir ('71)
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('64)

Liðsstjórn:
Kristín Ýr Bjarnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: