Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
Fylkir
2
2
Þróttur R.
0-1 Karl Brynjar Björnsson '13
Garðar Jóhannsson '19 1-1
Ragnar Bragi Sveinsson '21 2-1
2-2 Guðmundur Friðriksson '60
25.09.2016  -  14:00
Floridana völlurinn
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 958
Byrjunarlið:
12. Marko Pridigar (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('65)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Andri Þór Jónsson ('78)
4. Tonci Radovnikovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
8. Sito
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
15. Garðar Jóhannsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
Jóhann Ólafur Sigurðsson (m)
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Arnar Bragi Bergsson ('65)
10. Andrés Már Jóhannesson ('78)
11. Víðir Þorvarðarson
11. Valdimar Þór Ingimundarson
16. Tómas Joð Þorsteinsson
16. Emil Ásmundsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Zoran Daníel Ljubicic
Sverrir Rafn Sigmundsson

Gul spjöld:
Arnar Bragi Bergsson ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkismenn eru í tómu tjóni. Verða að vinna KR og treysta á önnur úrslit í síðustu umferðinni til að halda sæti sínu í deildinni.
90. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA!!!!

Sito fær boltann á fjærstöng og með rosalegt skot, af stuttu færi en Arnar Darri nær á einhvern fáranlegan hátt að verja þetta.

Þetta var með betri markvörslum sumarsins.
90. mín
Það er kominn uppbótartími. Fylkismenn eru að falla á tíma.
88. mín
Inn:Baldvin Sturluson (Þróttur R.) Út:Christian Nikolaj Sorensen (Þróttur R.)
Vægast sagt varnarsinnuð skipting.
87. mín
Þróttarar mjög nálægt því að skora!

Ásgeir Örn var ekki í stöðu og Sörensen fékk nægt pláss til að fara á vörnina og taka skot en það fór naumlega framhjá.
86. mín
Arnar Bragi á aukaspyrnu rétt framhjá markinu. Fín tilraun en þú skorar víst ekki ef þú hittir ekki markið.
84. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.)
Brýtur á Sito. Furðulegur dómur þar sem það var engin snerting.
84. mín
Sito á fínt skot en Arnar Darri ver vel.
83. mín
FÆRI!

Löng sókn Fylkis endar með að Ásgeir Örn skallar boltann yfir úr hinu fínasta færi. Fylkmismenn að pressa hér undir lokin.
81. mín Gult spjald: Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Togar Garðar Jó hressilega niður.
80. mín
Rétt framhjá!

Albert Brynjar skallar hornspyrnu rétt, rétt framhjá.

Þetta virðist ekki ætla að detta með Fylkismönnum í dag.
79. mín
Arnar Bragi er í góðri stöðu en Karl Brynjar gerir virkilega vel í að komast fyrir skotið hans og Fylkir fær horn.
78. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Andri Þór Jónsson (Fylkir)
Fylkismenn hafa 12 mínútur til að laga stöðu sína í deildinni.
76. mín
Arnar Darri liggur eftir en hann og Sito lentu í samstuði.
75. mín
Þróttur svo nálægt því að komast aftur yfir!

Vilhjálmur Pálmason á flott skot, rétt framhjá markinu eftir snögga sókn Þróttara.
74. mín
Arnar Bragi á langt innkast á Albert Brynjar sem reynir bakfallsspyrnu en boltinn fór í fangið á Arnari Darra.
72. mín
Brynjar Jónasson á skot en boltinn barst á hann eftir hornspynu. Yfir fór boltinn.
69. mín
FÆRI!!

Fylkismenn svo nálægt því að skora. Arnar Bragi leggur boltann út á kant á Albert Brynjar sem á fyrirgjöf sem Ragnar Bragi er u.þ.b einum cm frá því að ná en boltinn fer framhjá honum.

Hann er brjálaður út í Vilhjálm dómara þar sem honum fannst togað í sig. Ég sá ekki betur en svo hafi verið og hefði Fylkir átt að fá víti þarna.
67. mín
Inn:Thiago Pinto Borges (Þróttur R.) Út:Björgvin Stefánsson (Þróttur R.)
Björgvin hefur lítið getað i þessum leik enda fengið voðalega litla þjónustu.
66. mín
Brynjar Jónasson er í fínu færi en skallinn hans endar í fanginu á Marko.
65. mín Gult spjald: Arnar Bragi Bergsson (Fylkir)
Búinn að vera inná í svona átta sekúndur.
65. mín
Inn:Arnar Bragi Bergsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Fylkismenn verða að gera eitthvað. Sjáum hvað Arnar Bragi getur gert.

Magnús Már Einarsson
60. mín MARK!
Guðmundur Friðriksson (Þróttur R.)
Stoðsending: Christian Nikolaj Sorensen
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Þróttarar eru að gera Fylkismönnum lífið leitt. Þeir sækja upp vinstri kantinn, Sörensen leggur boltanum á Guðmund Friðriksson, vinstri bakvörðinn og hann klárar eins og alvöru framherji.

Fylkismenn verða hreinlega að vinna þennan leik en þeir hafa verið mjög slappir í seinni hálfleiknum.
58. mín
Seinni hálfleikur er búinn að vera afskaplega rólegur hingað til.
56. mín
Fylkismenn vilja fá aukaspyrnu en Vilhjálmur dæmir ekkert. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis er trylltur við dómarana og Vilhjálmur fer nú upp að honum og segir honum að slaka á.
52. mín
Sito tekur aukaspyrnu af tæpum 30 metrum en hann hittir ekki markið.
47. mín
Ásgeir Örn ákveður að láta vaða af um 35 metrum. Bjartsýni.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Væri alveg til í fleiri mörk hérna.
45. mín
Hálfleikur
Leikurinn datt vel niður undir lok fyrri hálfleiks en Fylkismenn eru yfir í hálfleik, þrátt fyrir að hafa lent undir.
45. mín
Brynjar Jónasson reynir skot af löngu færi en það fer yfir markið. Aldrei hætta.
37. mín
Aron Þórður tekur aukaspyrnu af um 25 metra færi. Hann náði að setja hana yfir vegginn en rétt framhjá markinu. Fínasta tilraun.
35. mín
Fylkismenn eru með 100% stjórn á þessum leik. Virðist vera spurning um hvenær en ekki hvort þeir bæta við marki.
34. mín
Albert Brynjar kemur skoti á markið en Arnar Darri er vel á verði og nær að verja.
Veisla í Lautinni. Fylkir ekki lengur í fallsæti.

Magnús Már Einarsson
32. mín
Ásgeir Örn er í fínu færi en skot hans innan teigs fer í varnarmann.
31. mín
Inn:Finnur Ólafsson (Þróttur R.) Út:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
Viktor Unnar fer meiddur af velli.
28. mín
Sito á skot langt framhjá, utan teigs.
27. mín
Það er hálfgert vonleysi yfir leik Þróttar í dag. Lélegar sendingar og menn eru fljótir að hengja haus. Þeir eru með sjálfstraust á við lið sem er búið að eiga skelfilega leiktíð.

Elvar Geir Magnússon
21. mín MARK!
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Stoðsending: Oddur Ingi Guðmundsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

VEISLULEIKUR Í ÁRBÆ!!

Oddur Ingi á sendingu á Ragnar Braga sem skorar úr þröngu færi. Guðmundur Friðriks sýndi skelfilega varnartakta pg Ragnar fór alltof auðveldlega framhjá honum og Arnar Darri átti að gera betur í markinu.

Samt sem áður flott sending og fín afgreiðsla en það er svo rosalega auðvelt að skora hjá þessu liði Þróttar.
19. mín MARK!
Garðar Jóhannsson (Fylkir)
Stoðsending: Andri Þór Jónsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Fylkismenn nenna ekkert að falla í dag. Andri Þór á magnaða fyrirgjöf beint á kollinn á Garðari Jó sem var í dauðafæri, einn á markteig og hann átti ekki í vandræðum með að skalla þennan inn.

Þetta er ástæðan fyrir því að Þróttur er að falla, þessi varnarleikur var með því lélegra sem ég hef séð.

Þú skilur ekki Garðar Jó eftir í svona færi! Það má ekki.
17. mín
Sito fær boltann á hægri vængnum og hann fer í skotið úr erfiðu færi. Þetta var þokkaleg tilraun en yfir fór boltinn.
16. mín
Vilhjálmur Pálmason á skot sem Marko slæt beint út í teiginn, sem betur fer fyrir hann voru varnarmenn Fylkis lifandi og komu boltanum í burtu.
15. mín
Oddur Ingi reynir skot á lofti utan teigs en það fer rosalega hátt yfir og ótrúlega langt framhjá líka.

Elvar Geir Magnússon
13. mín MARK!
Karl Brynjar Björnsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Christian Nikolaj Sorensen
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

Þróttarar eru komnir yfir. Fyrsta sókn þeirra í leiknum. Sörensen tekur hornspyrnu sem Kalli stangar í netið.

Ég sá nú ekki hver átti að dekka hann en varnarleikurinn var ekki til framdráttar. Eru Fylkismenn að falla í dag?

9. mín
Andri Þór á fyrirgjöf á Odd Inga sem er í mjög góðu skallafæri en skallinn fer framhjá markinu. Fylkismenn sterkari í upphafi leiks.
4. mín
Dauðafæri!!

Fylkismenn fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi sínum, henni er spyrnt inn í boxið, þar skallar Tonci boltanum á Albert sem er í dauðafæri á fjærstönginni en skotið hans fer í slánna. Þarna átti hann að skora.
1. mín
Leikur hafinn
Þróttur byrjar með boltann. Byrjum þessa veislu!
Fyrir leik
Andrés Már Jóhannesson fær hér verðlaun fyrir að verða orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins.

Hann er eitthvað tæpur í dag og getur hann varla labbað. Hann er samt sem áður á bekknum.
Fyrir leik
Guðmundur Marínó hjá Vísi spáir því að Þróttur vinni og að úrslit annars staðar þýði það að bæði lið falli í dag. Gleðispá.

Freyr Bjarnason, margfaldur Íslandsmeistari með FH, er á þessum leik fyrir Morgunblaðið. Hann segir að Fylkir vinnur 2-0.

Ég sjálfur segi að Fylkir taki þetta, 3-1. Fylgist með þessari færslu!

Fyrir leik
Alvaro Montejo Calleja og Arnar Bragi Bergsson hafa verið að glíma við meiðsli. Alvaro er ekki í hóp á meðan Arnar Bragi er á bekknum.

Tonny Mawejje og Aaron Lloyd Green eru ekki með Þrótti í dag en þeir taka út leikbann.
Fyrir leik
Það eru fjórar breytingar hjá Fylki. Skemmtilegt er að segja frá því að þrír af þeim sem koma í byrjunarliðið, heita Ásgeir. Nokkuð viss um að það sé Íslandsmet.
Fyrir leik
Jonatan Aaron Belányi, Birgir Ísar Guðbergsson og Aron Dagur Heiðarsson eru ungir og efnilegir strákar en þeir eru á bekknum í dag.

Birgir er yngstur af þeim en hann er fæddur árið 2001.
Fyrir leik
Hjá Þrótti koma Hallur Hallsson, Björgvin Stefánsson, Guðmundur Friðriksson, Viktor Unnar Illugason og Aron Þórður Albertsson inn í byrjunarliðið en Þróttur gerði jafntefli við Víking Ó. í síðasta leik.
Fyrir leik
Hjá Fylki koma Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Ásgeir Eyþórsson, Oddur Ingi Guðmundsson og Ásgeir Örn Arnþórsson allir inn í liðið frá jafnteflinu gegn Víkingi.
Fyrir leik
Menn virðast almennt sammála um það að ef Fylki mistekst að vinna þennan leik, að þeir eigi einfaldlega ekki skilið að halda sér uppi.
Fyrir leik
DJ-settið í Lautinni er stórskemmtilegt. Fylkismenn nenna ekki hinni hefðbundnu tónlist fyrir leiki og því er maður að þeyta skífum í hljóðkerfinu.
Fyrir leik
Fylkismenn eiga góðar minningar frá fyrri viðureign þessara liða á leiktíðinni. Fylkir vann 4-1 sigur í Laugardalnum. Víðir Þorvarðarson, Andrés Már Jóhannesson, Valdimar Þór Ingimundarson og Víðir Þorvarðarson skoruðu mörk Fylkis. Thiago skoraði fyrir Þrótt.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sonni saknað
Miðvörðurinn Sonni Ragnar Nattestad, sem kom á láni frá FH, verður í banni hjá Fylkismönnum. Það má gera ráð fyrir því að Tonci Radovnikovic og Ásgeir Eyþórsson verði í hjarta varnarinnar hjá heimamönnum,

Aron Lloyd Green og Tonny Mawejje eru í banni hjá Þrótti í þessum leik í dag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Freyr Alexandersson spáir 2-1:
Fylkir verður að vinna, ekkert flókið við það. Þróttur fallinn því miður. Fylkir lokar þessu af því að það er miklu meira undir hjá þeim og þeir hafa gæðin til að klára þetta.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarar dagsins:
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson flautar, Bryngeir Valdimarsson og Oddur Helgi Guðmundsson verða með flöggin. Jóhann Ingi Jónsson með skilti.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Húllumhæ í Lautinni
Fylkismenn þurfa á öllum mögulegum stuðningi að halda og það er blásið til veislu í Lautinni í tilefni af síðasta heimaleik Árbæinga þetta tímabilið. Dagskrá hófst með síldarveislu klukkan 12 en svo klukkan 14 verður aðalrétturinn á dagskrá!
Elvar Geir Magnússon

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Falldraugur í Árbænum
Hér verður bein textalýsing frá leik Fylkis og Þróttar í 21. umferð Pepsi-deildarinnar, næst síðustu umferð. Von Þróttara um að bjarga sér frá falli varð að engu í síðustu umferð þegar liðinu tókst ekki að vinna Víking Ólafsvík. Fylkismenn eru sem stendur í fallsæti og verða nauðsynlega að vinna sigur í þessum leik í dag!
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Hallur Hallsson
Arnar Darri Pétursson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
6. Vilhjálmur Pálmason
8. Aron Þórður Albertsson
8. Christian Nikolaj Sorensen ('88)
10. Brynjar Jónasson
13. Björgvin Stefánsson ('67)
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
20. Viktor Unnar Illugason ('31)
23. Guðmundur Friðriksson

Varamenn:
12. Sindri Geirsson (m)
2. Baldvin Sturluson ('88)
3. Finnur Ólafsson ('31)
6. Birgir Ísar Guðbergsson
15. Jonatan Aaron Belányi
27. Thiago Pinto Borges ('67)

Liðsstjórn:
Gregg Ryder (Þ)
Aron Dagur Heiðarsson
Þorsteinn Magnússon
Brynjar Þór Gestsson
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Baldvin Már Baldvinsson
Valgeir Einarsson Mantyla

Gul spjöld:
Karl Brynjar Björnsson ('81)
Aron Þórður Albertsson ('84)

Rauð spjöld: