Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 23. september 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Freysi spáir í næstsíðustu umferðina í Pepsi-deildinni
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar skorar samkvæmt spánni.
Óskar skorar samkvæmt spánni.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Næstsíðasta umferðin í Pepsi-deild karla fer fram klukkan 14:00 á sunnudaginn.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, settist í spádómsstólinn og spáði í leikina á sunnudag.

ÍBV 0 - 2 Valur
Lífsbaráttu leikur fyrir ÍBV, mæta því miður vængbrotnir í leikinn þar sem Jón Ingason og Barden eru í banni. Valsmenn ætla að enda mótið vel, eru með leikmenn eins og Kidda sem eru að toppa sinn leik núna.

Fjölnir 1 - 2 Stjarnan
Rosalegur leikur tveggja frábæra liða. Fjölnir búið að heilla alla í sumar, væri ótrúlegt afrek fyrir þá að ná í evrópusætið. Saga þeirra í sumar hvað varðar stóra leiki er ekki með þeim, það fær mig til að setja sigur á Stjörnuna. Hilmar leggur sennilega upp tvö.

ÍA 1 - 1 Breiðablik
Skagamenn hafa gert vel í sumar og hljóta að ætla enda mótið vel. Heimavöllurinn er sterkur, Blikar tapa sjaldan og langt síðan þeir töpuðu leik. Jafntefli niðurstaðan.

Víkingur R. 1 - 2 FH
Langt síðan Víkingar unnu leik, þetta verður jöfn rimma. Mögulega smá ryð í Íslandsmeisturunum. Það er ástæða fyrir því að því að þeir eru búnir að loka mótinu, eru sterkastir og loka þessum leik. Atli Viðar skorar tvö.

Víkingur Ó. 0 - 2 KR
KR er komið á skrið, þeir finna lykt af evrópu, það verður erfitt að stoppa þá úr þessu. Allt of mikið af flottum leikmönnum í liðinu til þess að þeir misstígi sig hér. Búið að vera erfitt hjá Ólsurum í langan tíma, vont að mæta KR núna. Óskar og Kennie skora.

Fylkir 2 - 1 Þróttur
Fylkir verður að vinna, ekkert flókið við það. Þróttur fallinn því miður. Fylkir lokar þessu af því að það er miklu meira undir hjá þeim og þeir hafa gæðin til að klára þetta.

Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Srdjan Tufegdzic(4 réttir)
Jóhann Berg Guðmundsson (3 réttir)
Arnór Ingvi Traustason (3 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (3 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Björn Daníel Sverrisson (2 réttir)
Helgi Seljan (2 réttir)
Hörður Magnússon (2 réttir)
Luka Kostic (2 réttir)
Óli Stefán Flóventsson (2 réttir)
Sóli Hólm (2 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Janus Daði Smárason (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner