Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir R.
0
0
Keflavík
24.09.2016  -  13:00
Leiknisvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Norður ensk rigning hér í Breiðholtinu, léttur hliðarvindur en völlurinn sléttur og sleipur
Dómari: Jóhann Gunnar Guðmundsson
Byrjunarlið:
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
Halldór Kristinn Halldórsson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Daði Bærings Halldórsson (f) ('27)
7. Atli Arnarson
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
10. Fannar Þór Arnarsson
10. Sævar Atli Magnússon (f) ('76)
88. Sindri Björnsson

Varamenn:
1. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
2. Friðjón Magnússon
9. Kolbeinn Kárason
15. Kristján Páll Jónsson ('76)
21. Kári Pétursson
25. Davi Wanderley Silva

Liðsstjórn:
Elvar Páll Sigurðsson

Gul spjöld:
Halldór Kristinn Halldórsson ('45)
Ólafur Hrannar Kristjánsson ('47)
Elvar Páll Sigurðsson ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Síðasta tilraunin. Sigurbergur skýtur föstu skoti að marki en boltinn framhjá. Í því flautar Jóhann Gunnar til leiksloka. Markalaust jafntefli hér í Breiðholtinu í annars magnaðri lokaumferð. Takk fyrir samveruna góðir gestir - skýrsla og viðtöl á leiðinni. Lifið heil!
90. mín
Hætta við mark Leiknismanna. Magnús Þórir hleypir af en góð blokkering frá Óttari Bjarna. Leiknismenn geysast svo upp og eru nálægt því að sleppa tveir í gegn um vörnina.
89. mín
Sigurbergur með marktilraun. Ætlar að teikna hann í vinkilinn en setur hann yfir markið.
85. mín
Gæði leiksins dottin umtalsvert niður. Bið lið að elta markið en það skortir hinsvegar talsvert uppá og ansi margir inn á vellinum farnir að þyngjast í hreyfingum.
82. mín
Inn:Axel Kári Vignisson (Keflavík) Út:Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík)
Axel Kári kemur inn fyrir Guðjón Árna sem var kominn að þolmörkum er mjólkursýru varðar
76. mín
Eyjó og Leiknisliðið stálheppið. Boltinn berst á Eyjólf í markinu sem ætlar að sleða boltann upp völlinn. Hittir hinsvegar boltann afleitlega og setur sögulegan undirsnúning á boltann. Keflvíkingar hirða boltann í vítateigsjaðrinum en ná ekki að nýta sér leikstöðuna.
76. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.) Út:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Hrein skipting - Kristján Paul fer upp á topp með Ólafi Hrannari
74. mín
Frábær varsla Beitir! Elvar Páll fær boltann á silfurfati fyrir utan teig. Stillir miðið og leggur hann í hornið en Beitir láréttur í loftinu ver með fingurgómunum. M-varsla!
71. mín
Inn:Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) Út:Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Einar yfirgefur völlinn. Gott dagsverk og inn kemur Magnús Þórir á miðjuna.
69. mín Gult spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Haraldur Freyr KE siglir þarna út úr línunni og rennir sér og tekur niður Eirík Inga. Ruddalegt og réttilega áminnir Jóhann Gunnar. Eiríkur hinsvegar þarf á aðhlynningu.
68. mín
Atli Arnarsson með skottilraun yfir markið og á hinum endanum er Sigurbergur líklegur en skot hans á lofti í teignum fer framhjá markinu.
61. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Mögulega síðasti leikur Jóhanns B. Guðmundssonar - það verður að koma í ljós en Frans Elvarsson tekur stöðu hans á vellinum.
60. mín
Jóhann Bé skrúfar boltann laglega yfir vegginn - þetta leit út fyrir að ætla inn en boltinn fer rétt yfir markvinkilinn.
60. mín
Þetta er endalínu í endalínu fótbolti hér í Breiðholti. Hasar út um allan völl. Nú vinna Keflvíkingar aukaspyrnu. Sigurbergur árásargjarn á varnarmann og vinnur aukaspyrnu. Góður staður fyrir hægri fótarmann. Thomas Hassler mögulega eða David Beckham.
58. mín
Keflvíkingar vilja víti og ég er ekki frá því að þeir hafa átt rétt á því. Guðjón Árni lendir í árekstri og fellur en Jóhann Gunnar segir þvert NEI
58. mín
Elvar Páll í færi. Ryksugar upp seinni bolta sem Haraldur Freyr skallar en skotið framhjá.
57. mín Gult spjald: Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.)
Jóhann spjaldar Elvar Pál að því er virðist fyrir röfl
57. mín
Laglegur klobbi. Sindri gerir vel í horninu og klobbar Einar Orra sem brýtur á honum.
56. mín
Pirringur um allan völl og hann beinist aðallega að dómara leiksins sem hefur ekki alveg átt sinn besta dag. Línan út um allt. Kristján Guðmunds lætur Jóhann heyra það.
53. mín
Jóhann Bé aftur og nú fær hann boltann frá Jónasi Guðna og skýtur að marki með vinstri en Eyjólfur vel staðsettur og ver boltann í horn. Keflvíkingar að sýna klærnar þessa stundina
52. mín
Jóhann Bé reynir skot af löngu færi sem fer framhjá og yfir í þokkabót
50. mín
Sindri skallar yfir inn í markteig. Þetta var rosalegt færi! Sindri vill meina að bakhrinding hefði átt sér stað af leikrænum tilburðum hans í átt Jóhanns dómara
49. mín
Ólafur Hrannar dettur í óvænt færi - hleypir af en skotið fer af varnarmanni og í horn. Leiknismenn byrjar þetta sterkt í síðari hálfleik
47. mín Gult spjald: Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
HA? Ólafur Hrannar gerir vel í að skera frá hægri og inn í teiginn. Fellur að því er virðist vegna brots en Jóhann Gunnar spjaldar Ólaf Hrannar fyrir leikaraskap. Erfitt að segja en þetta lyktaði af vítaspyrnu.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikurinn rúllaður afstað
45. mín
Hálfleikur
Í því flautar Jóhann Gunnar til leikhlés. Leiknisliðið ívið sterkari aðilinn og fengið betri færi það sem af er leiks. Keflvíkingar hinsvegar hafa átt ágæta kafla án þess þó að ná að skapa sér opin færi.
45. mín Gult spjald: Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.)
Fannar Þór stöðvar sókn Keflvíkinga þegar þeir eru að hefja efnilega skyndisókn. Sleppur við spjaldið en Jóhann Gunnar ákveður að spjalda Halldór Kristinn frekar fyrir að spyrna boltanum frá brotstað.
44. mín
Guðjón Árni spilaður laglega út og Elvar Páll geysist upp hægri kantinn. Finnur Ólaf Hrannar í teignum en fyrsta snertingin hans bregst svo um munar og Keflvíkingar koma boltanum frá
40. mín Gult spjald: Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Hver annar? Einar Orri rennir sér og tekur Sindra harkalega niður. Hraunar svo að því er virðist yfir liggjandi Leiknismanninn. Gleði gleði
35. mín
Fínn spilkafli frá Keflvíkingum sem endar á fyrirgjöf Craig Reid frá hægri sem fer á fjær þar sem Sigurbergur vinnur skallaeinvígi við Eirík en boltinn vel yfir markið
32. mín
Leiknisliðið frískara þessa stundina. Vinna hornspyrnu og svo aðra beint í kjölfarið sem endar á skalla frá Óttari Bjarna sem flýgur vel yfir mark Keflvíkinga
29. mín
Elvar Páll stimplar sig inn með skottilraun. Nær að leika á Harald Frey sem var svipað lipur og 18 hjóla vöruflutningarbíll. Skot Elvar hinsvegar hættulítið. Þungur völlurinn ekki að hjálpa Haraldi Frey þarna.
27. mín
Inn:Elvar Páll Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Daði Bærings stimplar sig snemma út í dag eftir höfuðhögg. Inn kemur Elvar Páll á miðjuna
26. mín
Dauðafæri! Ólafur Hrannar sleppur úr gæslu og finnur sig með gott svæði sem hann tekur boltann með sér í. Skot hans af teignum hinsvegar siglir rétt framhjá marki Keflavíkur. Beitir var ekki með þennan.
25. mín
Daði Bærings liggur eftir - virðist hafa fengið höfuðhögg. Elvar Páll gerir sig kláran á hliðarlínunni. Það er ljós núna að Daði þarf að yfirgefa völlinn
23. mín
Leiknisliðið stillir upp í 4-4-2 með tígulmiðju
Hafsentar eru þeir Óttar Bjarni og Halldór Kristinn. Ingvar Ásbjörn mannar vinstri bakvörðinn og Eiríkur þann hægri. Djúpur á miðjunni er Fannar Þór með Daða og Sindra Björns þar fyrir framan og Atli er svo fremstur á miðjunni. Frammi eru Ólafur Hrannar og Sævar Atli.
22. mín
Beitir í basli. Daði Bæring fær boltann skoppandi fyrir utan teig á skoppinu. Hleður í hálfgert Arnarskot sem skoppar leiðinlega fyrir Beiti sem nær með herkjum að verja boltann til hliðar. Fínasta tilraun þarna
21. mín
Dauðafæri. Sævar Atli fær boltann í teignum, aleinn en bregst bogalistinn. Ætlaði að henda í classic Thierry Henry klárun en dró boltann of nálægt miðju markinu og Beitir vandanum vaxinn.
21. mín
Gestirnir stilla upp í 4-2-3-1
McAusland og Haraldur Freyr í miðverðinum. Craig Reid í hægri bak og Guðjón Árni í vinstri bakverðinum. Jónas Guðni og Einar Orri liggja með Stuart Carswell í holunni. Sigurbergur og Jóhann Bé eru á vængjunum og Hörður Sveins upp á topp.
18. mín
Kefvíkingar með tilraun af 30m færi og boltinn flýtur framhjá marki Leiknis
15. mín
Fyrsta færi Leiknis. Þræða sig laglega í gegnum miðjuna og Ólafur Hrannar finnur Daða Bærings með svæði í teignum en hann skýtur beint á Beiti í markinu. Virkilega gott tækifæri þarna.
12. mín
Fínasta pressa frá gestunum. Tengja saman urmul sendinga sem endar á fyrirgjöf Sigurbergs sem Óttar Bjarni skallar frá
10. mín
Keflvíkingar að setja góða pressu á Leiknisliðið en ná ekki að opna þéttar raðir heimamanna.
6. mín
Fyrsta færið. Sigurbergur leggur af stað í leiðangur og lipur er hans fótgangur. Sólar sig frá vinstri, inn í teiginn, út úr honum aftur en skot hans var máttlítið og Eyjólfur varði.
4. mín
Spyrnan frá Ingvari er slök og strandar á fyrsta varnarmanni Keflvíkinga og vendar boltinn að lokum fyrir aftan endamörk
4. mín
Leiknisliðið byrjar ágætlega. Koma sér í ákjósanlega stöðu hægra megin og vinna hornspyrnu. Spyrnuna tekur Ingvar frá hægri.
1. mín
Leikur hafinn
Jóhann Gunnar hefur blásið til leiks. Leiknir byrjar með knöttinn og sækir í átt að sjoppunni sálugu King Kong (RIP)
Fyrir leik
Það er engu til sparað. Keflvíkingar stilla sér upp í liðsmyndatöku
Fyrir leik
Liðin eru tilbúin að ganga inn á völlinn. Mættir í stúkuna eru alls 19 áhorfendur. In the Ghetto ómar hér af lönguvitleysunni og liðin hefja gönguna inn á Leiknisvöll
Fyrir leik
Loksins búið að skrúfa fyrir rigninguna. Styttist í að liðin gangi inn á völlinn.
Fyrir leik
Gotta feeling með Black Eyed Peas ómar hér á Leiknisvellinum í rigningunni á meðan liðin hita upp. Toppaðstæður til knattspyrnuiðkunar. Ég hef það einmitt á tilfinningunni að það eigi eftir að verða fjör hér á Leiknisvelli í dag
Minni gesti og gangandi sem notast við samskiptaforritið Twitter á myllumerkið/kassamerkið/hashtaggið #fotboltinet
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða var beingaddað 0-0 jafntefli í mikilli refskák þar sem bæði lið gáfu fá færi á sér.
Fyrir leik
Dómari leiksins Jóhann Gunnar Guðmundsson og honum til halds og traust eru þeir Daníel Ingi Þórisson og Helgi Sigurðsson. Eftirlitsmaður KSÍ er silfurrefurinn og Bold and the Beautiful leikarinn Ridge (Viðar Helgason) = Engu til sparað!
Fyrir leik
Gestirnir í Keflavík eru í 3.sæti Inkasso deildarinnar með 34 stig. Keflavíkurliðið hefur fengið á sig fæst mörk allra í deildinni (20) og aðeins KA-menn sem hafa tapað jafn fáum leikjum í sumar (3).

Eftir 20 leiki hefur Keflavík landað:
8 sigrum
10 jafnteflum
3 tapleikjum

Keflavík hefur alls notað 23 leikmenn í sumar
Liðið skorar að meðaltali 1,55 mörk í leik
Liðið fær á sig að meðaltali 1,0 mark í leik
Markahæstur er Sigurbergur Elísson með tölfræði upp á 18/7

Keflavíkurliðið hefur safnað alls 45 gulum spjöldum í sumar og 2 rauðum. Manna duglegastur í söfnun gulra spjalda fellur í skaut Einars Orra en hefur safnað alls 12 gulum spjöldum (26,6%) í 18 leikjum.
Fyrir leik
Heimamenn í Leikni sitja í 7.sæti með 28 stig og hafa verið í frjálsu falli í kauphöll Inkassodeildarinnar og aðeins landað 5 stigum af þeim 30 sem hafa verið í boði í síðari umferð deildarinnar. Síðasti sigurleikur liðsins leit dagsins ljós þann 22.júlí gegn Þór á Akureyri.

Eftir 20 leiki hafa Leiknismenn landað
8 sigrum
4 jafnteflum
9 töpum

Leiknir hefur alls notað 23 í sumar
Liðið skorar að meðaltali 1,0 mörk í leik
Liðið fær að meðaltali á sig 1,4 mörk í leik
Markahæstur er Atli Arnarsson með tölfræði upp á 20/6

Leiknisliðið hefur safnað sér 34 gulum spjöldum í sumar og 5 rauðum.
Fyrir leik
Leikurinn í dag markar lok þessa tímabils í Inkassodeildinni. Bæði lið sáu líklega fyrir sér öðruvísi endalok á tímabilinu þar sem Pepsideildarsæti væri tryggt eða í húfi. Ljóst er að einhverjir Einsteinar renndu hýru auga á þennan leik þegar töfluröðin var birt í vetur.
Fyrir leik
Heilir og einnig sælir landsmenn góðir. Verið hjartanlega velkomin í textalýsingu frá Leiknisvelli í Breiðholti þar sem heimamenn í Leikni taka á móti Keflavík.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson ('82)
Jóhann Birnir Guðmundsson ('61)
Sigurbergur Elísson
Jónas Guðni Sævarsson
Marc McAusland
6. Einar Orri Einarsson ('71)
10. Hörður Sveinsson
18. Craig Reid
42. Stuart Carswell

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson
14. Haukur Baldvinsson
16. Páll Olgeir Þorsteinsson
20. Magnús Þórir Matthíasson ('71)
23. Axel Kári Vignisson ('82)
25. Frans Elvarsson ('61)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Orri Einarsson ('40)
Haraldur Freyr Guðmundsson ('69)

Rauð spjöld: