Valsvöllur
sunnudagur 04. júní 2017  kl. 17:00
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Smá gola en fínustu aðstæður
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Valur 2 - 1 ÍBV
1-0 Sigurður Egill Lárusson ('4)
1-1 Kaj Leo í Bartalsstovu ('44)
2-1 Sveinn Aron Guðjohnsen ('73)
Myndir: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Nikolaj Hansen ('58)
13. Rasmus Christiansen
14. Arnar Sveinn Geirsson ('46)
17. Andri Adolphsson ('72)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
5. Sindri Björnsson
6. Nicolaj Köhlert
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('58)
9. Nicolas Bögild
22. Sveinn Aron Guðjohnsen ('72)
23. Andri Fannar Stefánsson ('46)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Einar Karl Ingvarsson ('65)

Rauð spjöld:

@maggimar Magnús Már Einarsson


90. mín Leik lokið!
Valsmenn fara með sigur af hólmi. Sveinn Aron Guðjohnsen var hetja liðsins en hann skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Skýrsla og viðtöl innan tíðar.
Eyða Breyta
90. mín
Eyjamenn vilja fá vítapyrnu. Sindri Snær fellur í teignum eftir langt innkast. Helgi Mikael dæmir ekkert!
Eyða Breyta
90. mín
Fjorum mínútum bætt við.
Eyða Breyta
90. mín
Alvaro í dauðafæri til að jafna! Fær sendinguna inn fyrir og reynir að vippa yfir Anton. Anton ver vel.
Eyða Breyta
89. mín Renato Punyed Dubon (ÍBV) Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Fyrsti leikur Renato í Pepsi-deildinni. Yngri bróðir Pablo Punyed.
Eyða Breyta
84. mín


Eyða Breyta
82. mín
Matt Garner og Andri Fannar í ryskingum. Helgi Mikael tekur mjög langan fund með þeim og róar mannskapinn.
Eyða Breyta
78. mín
Óskar með skalla eftir hornspyrnu sem Anton ver.
Eyða Breyta
73. mín MARK! Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur)
Valsmenn komast yfir! Sveinn Aron skorar nokkrum sekúndum eftir að hann kemur inn á.

Sigurður Egill á sendingu bakvið Óskar Elías. Kristinn Ingi hefur betur í kapphlaupi við Óskar og rennir boltanum fyrir á Svein Aron sem skorar auðveldlega í autt markið.

Flott samvinna hjá varamönnunum.
Eyða Breyta
72. mín Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) Andri Adolphsson (Valur)
Síðasta skipting dagsins hjá Vals.
Eyða Breyta
70. mín Alvaro Montejo (ÍBV) Andri Ólafsson (ÍBV)
Búið hjá Andra í dag. Fer meiddur af velli.

Smá tilfæringar á ÍBV liðinu í kjölfarið. Sindri Snær fer af miðjunni niður í vörnina. Kaj Leó fer í sóknina á miðjuna og alvaro fer fram.
Eyða Breyta
68. mín
Kristinn Ingi með skot í varnarmann og aftur fyrir endamörk. Guðjón sendir hornspyrnuna í vítateigsbogann. Sigurður Egill á þar þrumuskot en boltinn fer framhjá.
Eyða Breyta
65. mín Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Valur)
Brýtur af sér á miðjunni.
Eyða Breyta
60. mín
Andri kemur aftur inn á. Búið að huga að meiðslum hans.
Eyða Breyta
58. mín Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Nikolaj Hansen (Valur)
Nikolaj ekki sýnt mikið í dag.
Eyða Breyta
58. mín
Andri Ólafsson, fyrirliði Eyjamanna, fær aðhlynningu. Óvíst hvort hann geti haldið áfram leik.
Eyða Breyta
57. mín
Bjarni Ólafur með geggjaða sendingu inn fyrir á Sigurð Egil. Skot hans fer hins vegar rétt framhjá!
Eyða Breyta
55. mín
Kristinn Ingi að fara að koma inn á. Líklega fyrir Nikolaj.
Eyða Breyta
52. mín


Eyða Breyta
51. mín
Eyjamenn byrja síðari hálfleik af fínum krafti. Hafa unnið sig betur og betur inn í leikinn eftir erfiðar upphafsmínútur.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn.
Eyða Breyta
46. mín Andri Fannar Stefánsson (Valur) Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Arnar Sveinn að glíma við meiðsli. Andri Fannar kemur inn í hægri bakvörðinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Jafnt þegar liðin ganga til búningsklefa. Valsmenn hafa verið miklu meira með boltann og fengið fleiri færi en óvenjulegt jöfnunarmark Kaj Leó undir lok hálfleiksins þýðir að staðan er jöfn. Spennandi síðari hálfleikur framundan.
Eyða Breyta
45. mín
Nikolaj Hansen þrumar í hliðarnetið úr þröngu færi.
Eyða Breyta
44. mín MARK! Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV), Stoðsending: Pablo Punyed
Þetta var ótrúlegt mark! Kaj Leó skorar þegar hann liggur á jörðinni!

Pablo kemur boltanum á Kaj Leó inn á teignum. Færeyingurinn dettur en það er vandræðagangur á Valsmönnum og þeir ná ekki að hreinsa. Kaj Leó nær að skjóta þegar hann liggur á jörðinni og skotið er hnitmiðað út við stöng. 1-1!
Eyða Breyta
41. mín
Sigurður Egill sleppur í gegn og Halldór Páll brýtur á honum. Hins vegar búið að flagga rangstöðu.
Eyða Breyta
37. mín
Langbesta færi Eyjamanna í leiknum! Felix á flotta fyrirgjöf í kjölfarið á hornspyrnu. Sindri Snær fær frían skalla á markteig en boltinn fer yfir. Sindri leggst svekktur í grasið. Veit að hann átti að gera betur!
Eyða Breyta
34. mín
Sigurður Egill fær langa sendingu inn fyrir og er sloppinn einn í gegn. Hann tók sér alltof langan tíma í þetta og Eyjamenn ná að bjarga.
Eyða Breyta
25. mín
Enn ein góð sókn hjá Val og færi! Andri Adolhps kemst inn á teiginn en skot hans endar í stönginni.

Það væri virkilega fróðlegt að vita fjölda sendinga hjá Val hingað til í leiknum. Örugglega met í deildinni í sumar.
Eyða Breyta
22. mín
Valsmenn halda boltanum og sækja áfram meira. ÍBV beitir skyndisóknum.
Eyða Breyta
17. mín
Þessi langa sókn endar á fyrirgjöf, Nikolaj leggur boltann á Andra Adholps sem á skoti á lofti en það fer rétt framhjá.
Eyða Breyta
16. mín
Ef þetta væri reitabolti þá væru Valsmenn komnir með fullt af bónusum! Þeir eru búnir að halda boltanum samfleytt í svonar tvær mínútur núna.
Eyða Breyta
11. mín
Eyjamenn ósáttir og vilja fá vítaspyrnu. Arnar Sveinn á slaka sendingu og Eyjamenn komast þrír á móti þremur. Kaj Leó þræðir boltann inn á Arnór Gauta sem fellur eftir baráttu við Rasmus. Helgi Mikael dæmir ekkert. Anton kom út á móti og boltinn fór af honum aftur fyrir endamörk. Ekkert kemur úr hornspyrnunni.
Eyða Breyta
9. mín
Næs björgun! Guðjón Pétur með frábæra hornspyrnu inn að markinu. Nikolaj nær skallanum en Jónas Þór Næs bjargar á línu!
Eyða Breyta
6. mín
Felix á fyrirgjöf sem Anton Ari misreiknar og missir af. Jónas nær skalla úr mjög þröngu færi en framhjá.
Eyða Breyta
5. mín
Pablo Punyed með þrumuskot í slána af 20 metra færi. Heldur betur fjörug byrjun hér á Hlíðarenda.
Eyða Breyta
4. mín MARK! Sigurður Egill Lárusson (Valur), Stoðsending: Bjarni Ólafur Eiríksson
Frábær sókn hjá Valsmönnum endar með marki. Bjarni Ólafur á fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Sigurður Egill tekur hann á lofti og skorar. Valsmenn voru búnir að halda boltanum mjög lengi áður en Bjarni komst upp vinstra megin og gaf fyrir. Flott spil!
Eyða Breyta
1. mín
Valsmenn í hefðbundnu 4-2-3-1
Anton
Arnar - Orri - Rasmus - Bjarni
Haukur - Einar Karl
Andri - Guðjón - Sigurður Egill
Nikolaj

ÍBV er í 3-5-2 eins og í síðustu leikjum
Halldór
Óskar - Andri - Matt
Jónas - Sindri - Pablo - Mikkel - Felix
Arnór - Kaj Leó
Eyða Breyta
1. mín
Helgi Mikael er búinn að flauta leikinn á.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stuðningsmannasveit ÍBV lætur vel í sér heyra fyrir leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin komin út á völl. Leikurinn byrjar aðeins seinna en áætlað var.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, þekkir vel til á Hlíðarenda en hann er fyrrum þjálfari Vals.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er mættur í stúkuna að horfa á sína menn í ÍBV. Eftir viku verður Heimir á Laugardalsvelli að stýra Íslandi gegn Króatíu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dion Acoff er áfram fjarri góðu gamni í liði Vals en hann var heldur ekki með gegn Stjörnunni í vikunni vegna meiðsla.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Avni Pepa er á bekknum hjá ÍBV en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valsmenn eru með engan varamarkvörð í dag. Jón Freyr Eyþórsson, varamarkvörður liðsins, var að leika með 2. flokki á Akureyri fyrr í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sóli Hólm er spámaður umferðarinnar á Fótbolta.net.

Valur 2 - 2 ÍBV
ÍBV vann frábæran bikarsigur í vikunni og það hlýtur að gefa þeim kraft. Valur hefur verið smá hikstandi og það er óvissa með minn mann Dion. Þessi leikur fer 2-2 og Arnór Gauti skorar allavega annað mark ÍBV.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér til hliðar eru byrjunarliðin! Einar Karl Ingvarsson kemur inn í byrjunarliðið fyrir Nicolaj Kohlert en að öðru leyti stilla Valsmenn upp sama liði og gegn Stjörnunni í bikarnum í vikunni.

Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, gerði margar breytingar á liðinu fyrir 5-0 sigurinn á Fjölni í Borgunarbikarnum í kjölfarið á 4-1 tapinu gegn ÍA um síðustu helgi. Kristján teflir fram nánast sama byrjunarliði í dag og gegn Fjölni í vikunni.

Hafsteinn Briem er í banni hjá ÍBV en Jónas Tór Næs kemur aftur inn í liðið eftir að hafa misst af bikarsigrinum á Fjölni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Minni á #fotboltinet fyrir umræðuna um leikinn á Twitter.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið áttust við í bikarúrslitaleiknum í fyrra en þar höfðu Valsmenn betur 2-0.

Í Pepsi-deildinni vann Valur 2-1 á heimavelli en ÍBV sigraði 4-0 í 21. umferðinni í Eyjum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn fer fram í dag á Hvítasunnudegi, þar sem Jónas Þór Næs og Kaj Leó í Bartalsstovu, leikmenn ÍBV, eru á leið í leik með færeyska landsliðinu gegn Sviss.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið töpuðu í síðustu umferð í Pepsi-deildinni. Valur tapaði þá 1-0 gegn Grindavík á meðan ÍBV tapaði 4-1 gegn ÍA.

ÍBV burstaði hins vegar Fjölni 5-0 í bikarnum í vikunni á meðan Valur tapaði 2-1 gegn Stjörnunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hafsteinn Briem fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu í 4-1 tapinu gegn ÍA um síðustu helgi. Hafsteinn er því í banni í dag sem og í næsta leik gegn KR.

Hafsteinn hefur verið eins og heimaklettur í vörn ÍBV undanfarin ár. Hafsteinn hefur spilað rúmlega 270 mínutur á þessu tímabili og á þeim tíma hefur ÍBV fengið á sig eitt mark. Þegar Hafsteinn hefur ekki verið inn á hefur liðið fengið á sig átta mörk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gleðilegan Hvítasunnudag,
Hér fylgjumst við með leik Vals og ÍBV í 6. umferð Pepsi-deildar karla.

Valsmenn eru með tíu stig í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag en Eyjamenn eru með sjö stig í sjöunda sæti.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
0. Andri Ólafsson ('70)
3. Matt Garner
6. Pablo Punyed
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
9. Mikkel Maigaard
11. Sindri Snær Magnússon (f)
12. Jónas Þór Næs
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('89)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
26. Felix Örn Friðriksson

Varamenn:
22. Derby Carrillo (m)
5. Avni Pepa
14. Renato Punyed Dubon ('89)
16. Viktor Adebahr
18. Alvaro Montejo ('70)
23. Frans Sigurðsson
34. Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Liðstjórn:
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Kristján Guðmundsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: