Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Argentína
1
1
Ísland
Sergio Aguero '19 1-0
1-1 Alfreð Finnbogason '23
Lionel Messi (f) '64 , misnotað víti 1-1
16.06.2018  -  13:00
Spartak leikvangurinn
HM í Rússlandi
Aðstæður: Allt upp á 10
Dómari: Szymon Marciniak (Pól)
Áhorfendur: Uppselt - 44.190
Maður leiksins: Hannes Þór Halldórsson
Byrjunarlið:
23. Willy Caballero (m)
3. Nicolas Taglafico
5. Lucas Biglia ('54)
10. Lionel Messi (f)
11. Angel Di Maria ('75)
13. Max Meza ('84)
14. Javier Mascherano
16. Marcos Rojo
18. Eduardo Salvio
19. Nicolas Otamendi
19. Sergio Aguero

Varamenn:
1. Nahuel Guzman (m)
2. Gabriel Mercado
4. Cristian Ansaldi
6. Federico Fazio
7. Ever Banega ('54)
8. Marcos Acuna
9. Gonzalo Higuain ('84)
12. Franco Armani
20. Giovani Lo Celso
21. Paulo Dybala
22. Cristian Pavon ('75)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞVÍLÍK STUND!
Leik lokið!
JÁJÁJÁJÁ!!!!

MESSI SKAUT Í VEGGINN!!!!
95. mín
Argentína fær aukaspyrnu á hættulegum stað!!!

Þetta er síðasta tækifæri leiksins. Síðasta tækifæri leiksins. Koma svo Messi... ekki vera með vesen.
94. mín
Kári Árna með mikilvægan skalla frá!!!
93. mín
Langur bolti fram þar sem Ari Freyr var mættur og bjó til smá usla.
92. mín
Messi með skot framhjá.

Uffff... flautaðu af.
91. mín
Emil liggur eftir á vellinum en stendur upp.
90. mín
UPPBÓTARTÍMINN ER 5 MÍNÚTUR

Heimir Hallgrímsson gefur stuðningsmönnum Íslands merki um að fara alla leið með stuðninginn á lokakaflanum.
89. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Björn Bergmann Sigurðarson (Ísland)
Alfreð Finnbogason er kominn með krampa og Björn Bergmann kemur inn.
87. mín
HANNES AFTUR!!! HANNES ER BÚINN AÐ VERA ROSALEGUR!

TÓK GEGGJAÐA VÖRSLU FRÁ PAVON!
87. mín
ÞETTA VERÐA LANGAR MÍNÚTUR! Argentína einokar boltann algjörlega.
84. mín
Inn:Gonzalo Higuain (Argentína) Út:Max Meza (Argentína)
Þvílík barátta hjá íslenska liðinu. Menn hafa verið að kasta sér fyrir alla bolta með miklum árangri.

Nú mætir herra Higuain inn. Hann er ofboðslega góður í fótbolta.
82. mín
VÁÁÁ!!!! MESSI með svakalegt skot sem fór hárfínt framhjá. Heppni að þetta var ekki innar.
80. mín
44.190 frábærir áhorfendur á vellinum í dag.
78. mín
Argentína vill fá vítaspyrnu en ekkert dæmt. Birkir Már virtist fara lítillega í Pavon sem féll með tilþrifum. Ekki mikil snerting.
75. mín
Inn:Cristian Pavon (Argentína) Út:Angel Di Maria (Argentína)
75. mín
Inn:Ari Freyr Skúlason (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Aron hefur lokið leik í dag. Átti verulega flottan leik. Birkir Bjarna fer á miðjuna og Ari á kantinn.

Gylfi Þór Sigurðsson tekur við fyrirliðabandinu.
72. mín
Lionel Messi fékk skyndilega mikið pláss og tíma en Aron Einar fljótur að hugsa og nær að trufla hann á ögurstundu. Vel gert hjá fyrirliðanum.

Argentína á svo skot nokkru síðar sem endar í fanginu á Hannesi. Öruggu fangi.
70. mín
Heyrist mun meira í íslensku áhorfendunum en þeir argentínsku núna. Drulluvel gert!
69. mín
Ég er ekki lengur með neglur.
68. mín
Þvílíkur leikur, þvílíkt og annað eins. Ég er á barmi taugaáfalls.
64. mín Misnotað víti!
Lionel Messi (f) (Argentína)
HANNES VER VÍTASPYRNUNA FRÁ MESSSI!!!!!

Fer í rétt horn og ver glæsilega.
63. mín
Inn:Rúrik Gíslason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Jói getur ekki haldið leik áfram.
63. mín
Argentína fær víti. Hörður Björgvin brýtur klaufalega á Aguero. Hárréttur dómur. Jæja Hannes, koma svo.
61. mín
Jói Berg liggyr eftir á vellinum og þarf aðhlynningu. Getur vonandi haldið leik áfram. Rúrik Gíslason er að hita og virðist gera sig kláran í að koma inn.
60. mín
Banega að ógna en Raggi Sig með lúxus tæklingu og reddar þessu strákurinn.
57. mín
Kári Árnason skallar frá. Sampaoli þjálfari lætur í sér heyra á bekknum. Öskrar á sína menn og vill ákefðarstigið upp.
56. mín
Aguero í baráttunni. Vinnur horn.
54. mín
Inn:Ever Banega (Argentína) Út:Lucas Biglia (Argentína)
Argentínumenn ætla að reyna að hrista aðeins upp í þessu.
52. mín
NÚ VILL ÍSLAND VÍTI! Kári skallar boltann í hendina á Eduardo Salvio en ekkert dæmt.
51. mín
Ísland fær hornspyrnu. Gylfi með sendingu sem Otamendi kemur í horn.
50. mín
Ísland í sókn en fyrirgjöfin fer yfir Alfreð.
49. mín
Þrátt fyrir að Argentínumenn hafi verið mikið mun meira með boltann þá er Ísland ekki með mikið færri góð færi.

Otamendi með skalla eftir horn. Skallaði yfir. Af svipbrigðum hans að dæma er hann ekkert of sáttur við sjálfan sig að hafa ekki gert betur þarna.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur


Arnar Daði Arnarsson
45. mín
Hálfleikur
Argentínumenn hafa verið 78% með boltann í fyrri hálfleiknum.
Arnar Daði Arnarsson
45. mín
Hálfleikur
Ég skal segja ykkur það, ég skal segja ykkur það. Eru ekki allir hressir bara? Vá.
44. mín
GYLFI MEÐ SKOT FRAMHJÁ! Tók boltann á lofti. Rétt í lok hálfleiksins eru Íslendingar farnir að ná að ógna marki Argentínu á ný. Gylfi sýndi lipur tilþrif áðan og bjó til mikinn usla í teignum. Alfreð Finnbogason féll en Póverjinn gerði rétt með því að láta leik halda áfram.
43. mín
ARGENTÍNUMENN ERU BRJÁLAÐIR!! VILJA FÁ VÍTASPYRNU!

Mikil mótmæli eftir að sending frá Salvio fer í hendina á Ragga Sig innan teigs. Vá það var rosa sterk lykt af þessu!
42. mín
Safe hands Hannes að grípa hornspyrnu Argentínu listilega vel.
41. mín
Ísland hefur nánast ekkert haldið boltanum síðan Alfreð skoraði. Þessi hálfleikur er ekki eðlilega lengi að líða.
40. mín
Messi með sprett! Skot sem fer af Birki Má Sævarssyni og í hornspyrnu. Ísland nær að hreinsa frá eftir hornið.
37. mín
Leikurinn fer nú algjörlega fram rétt fyrir utan teig íslenska liðsins. Þetta er ansi stressandi áhorfs.
36. mín
Raggi hreinsar frá fyrirgjöf inn í teiginn.
35. mín
Er ekki ánægður með þennan pólska dómara. Of fljótur á flautuna þegar það er smá barátta. Argentínumenn hagnast á því. Vonandi kemur hann með betri línu út í seinni hálfleikinn.
34. mín
Biglia með skot fyrir utan teig. Yfir markið. Fín tilraun.
33. mín
Dómarinn rekst utan í ökklann á Aroni Einari! Aron liggur í örfáar sekúndur en heldur svo leik áfram.

Þetta var furðulegt atvik!
32. mín
Andrúmsloftið á vellinum hefur breyst mikið eftir þetta mark!

Stuðningsmenn Argentínu voru með svakalega mikil læti áðan en núna er hljóðstyrkurinn mun minni.
29. mín
Langt innkast frá Aroni sem nær að skapa örlítinn usla, ekki meira en það.
27. mín
VÁ HVAÐ ÞAÐ ER ERFITT AÐ VERA MEÐ ÞESSA TEXTALÝSINGU!

Ég er í biluðum tilfinningarússíbana yfir þessum leik. En Caballero í marki Argentínu hefur verið verulega óöruggur í þessum leik. Gætum nýtt okkur það enn frekar.
23. mín MARK!
Alfreð Finnbogason (Ísland)
JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!

ALFREÐ FINNBOGASON HEFUR JAFNAÐ Í 1-1!!! ÞARNA!!!

Ísland náði að setja smá pressu á argentínska liðið, Hörður Björgvin átti sendingu yfir til hægri á Gylfa, hann með sendingu inn í teiginn. Caballero í tómu tjóni, Birkir Bjarna setti pressu á hann og boltinn datt út á Alfreð sem skoraði.
22. mín
Messi með skot fyrir utan teig, kraftlítið og Hannes á ekki í vandræðum með að verja þetta.
19. mín MARK!
Sergio Aguero (Argentína)
Stoðsending: Marcos Rojo
ARGENTÍNA BRÝTUR ÍSINN!

Skot Rojo endar sem sending á Aguero sem nær að slíta sig frá Ragnari Sigurðssyni, taka snúning og slútta snilldarlega.

Þetta var geggjað mark. Verður að viðurkennast.
19. mín
Messi komst í verulega góða skotstöðu hér rétt áðan en Hannes varði skot hans. Vonandi kemst Messi ekki mikið oftar í þessa stöðu. Plís.
16. mín
Kári Árnason kemur í veg fyrir hættulega skyndisókn Argentínu með því að taka frábæra tæklingu.
14. mín
Argentínumenn sett þokkalega pressu síðustu mínútur. Otamendi með skot af löngu færi hátt yfir markið.
10. mín
NEEEEIIIIII!!!!! BIRKIR BJARNA SKÝTUR FRAMHJÁ ÚR SVAKALEGU FÆRI!

Ísland fékk tvö færi í röð. Fyrst Alfreð Finnbogason eftir langa sendingu frá Kára Árnasyni. Var í erfiðri stöðu og náði ekki að hitta á markið.

Svo voru Argentínumenn að dóla með boltann, Gylfi setti pressu á Caballero sem gaf á íslenska liðið. Eftir flott samspil datt boltinn á Birki sem var í rosalegu færi en setti boltann framhjá.

Í fjölmiðlastúkunni voru íslenskir blaðamenn byrjaðir að fagna!
9. mín
VÓ!!! Taglafico með skalla framhjá eftir aukaspyrnu frá Messi! Argentína er að fá mikið af aukaspyrnum. Pólverjinn hikar ekki við að dæma Íslendinga brotlega.
7. mín
Sampaoli í jakkafötunum en Heimir Hallgrímsson er í Errea stuttbuxunum! Enda veðrið gott!
6. mín
Argentína fékk óverðskuldaða aukaspyrnu úti vinstra megin. Kári Árnason ranglega dæmdur brotlegur.

Lionel Messi átti STÓRHÆTTULEGA fyrirgjöf inn í teiginn en boltinn lak framhjá fjærtstönginni. Úfff, þarna var hætta á ferðum.
3. mín
Lionel Messi heldur sig úti hægra megin í byrjun.
2. mín
Fyrsta skot leiksins kom frá Íslandi sem byrjaði með boltann. Knötturinn datt á Gylfa fyrir utan teig sem hitti knöttinn ekki vel og skotið vel framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Á HM ER FARINN AF STAÐ!
Fyrir leik
Bæði lið leika í varabúningum sínum í dag. Argentínumenn eru í svörtum treyjum en Ísland í hvítu treyjunum.
Fyrir leik
ÞJÓÐSÖNGVARNIR ERU AÐ BAKI!

Liðin eru í myndatökum en ég hef aldrei séð eins mikinn fjölda ljósmyndara! Þeir eru eins og grænir maurar hér allt í kringum völlinn.
Fyrir leik
Gianni Infantino, forseti FIFA, er í heiðursstúkunni að spjalla við Guðna Bergsson rétt fyrir leik.
Fyrir leik
Ljóst að íslenskir stuðningsmenn munu eiga undir högg að sækja á vellinum í dag. Þeir argentínsku eru mikið mun fjölmennari. Jæja nú ættu liðin að fara að mæta út á völl og þjóðsöngvarnir að fara að óma!
Fyrir leik
Argentínska liðið með furðulegan aðdraganda að þessum leik! Mætir ekki á æfingu á keppnisvellinum daginn fyrir leik, röltir ekki út á völlinn við mætingu og upphitunin var u.þ.b. tíu mínútur að lengd!
Fyrir leik
Fyrir leik

Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands hefur loksins verið opinberað!

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, er klár í slaginn og hann byrjar á miðjunni.

Alfreð Finnbogason byrjar sem fremsti maður en Ísland stillir upp í 4-4-1-1 með Gylfa Þór Sigurðsson í stöðunni fyrir aftan Alfreð. Emil Hallfreðsson og Aron Einar eru síðan saman á miðri miðjunni.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Twitterið má ekki gleymast! Tíst um leikinn merkt #fotboltinet hjartanlega velkomin og rúmlega það! Hendum einhverju hingað í lýsinguna. Endilega sýnið okkur hvernig stuðið er hjá ykkur!
Fyrir leik
Augu heimsins verða á þessum leik svo sannarlega! Fyrsti leikur Lionel Messi á HM og argentínska þjóðin gerir kröfu á hann og liðið að koma með gullstyttuna góðu heim! Engin smá pressa á Sampaoli og félögum.

Svo er talað um að Messi verði sérstaklega gíraður fyrir þennan leik eftir þrennuna frá Ronaldo í gær! Úfff... fæ hnút í magann.
Fyrir leik
Það var verið að endursýna frægt mark Maradona gegn Englendingum á risaskjá á vellinum og viðstaddir Argentínumenn fögnuðu eins og markið væri að gerast í rauntíma. Mikil gleði og Maradona náttúrulega guð í augum heilmargra.

Þegar ég rölti um götur Moskvu í morgun voru treyjur merktar Maradona hrikalega áberandi.
Fyrir leik
Jæja þá er maður búinn að koma sér fyrir í fjölmiðlastúkunni á Spartak-vellinum þar sem áhorfendur eru farnir að flykkjast að. Argentínskir stuðningsmenn voru mættir talsvert tímanlegra en þeir íslensku og voru söngvar farnir að óma í stúkunni um tveimur tímum fyrir leik!
Fyrir leik
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari
Þetta er stútfullt lið af hæfileikaríkum leikmönnum. Það fer í taugarnar á okkur þjálfurunum þegar eina spurningin er alltaf um Messi. Ef of mikill fókus fer á einn leikmann þá kemur annar leikmaður og getur refsað okkur. Það er hægt að telja upp marga leikmenn sem eru að spila á hæsta gæðaflokki, með bestu liðum og í bestu deildum í heimi. Það myndi æra óstöðugan að telja upp alla leikmenn sem eru góðir í argentínska liðinu.
Fyrir leik
Pólverjinn Szymon Marciniak dæmir fyrsta leik Íslands á Heimsmeistaramóti, gegn Argentínu á laugardaginn.

Marciniak er 37 ára og varð FIFA dómari 2011. Þetta er annað stórmótið sem hann dæmir á, en hann var líka dómari á EM 2016. Þar dæmdi hann þrjá leiki, meðal annars eftirminnilegan leik Ísland og Austurríkis í París.
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá stærsta leik í íslenskri fótboltasögu, hvorki meira né minna. Argentína - Ísland á Spartak leikvangnum í Moskvu. Hér að neðan má sjá staðfest byrjunarlið Argentínu sem opinberað var á fréttamannafundi. Þá er líklegt byrjunarlið Íslands. Við birtum staðfest lið um leið og það berst! Það voru allavega allir með á æfingu Íslands í gær og Heimir sagði að allir væru klárir í slaginn!


Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('63)
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson ('75)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Sverrir Ingi Ingason
20. Albert Guðmundsson
22. Jón Daði Böðvarsson
23. Ari Freyr Skúlason ('75)

Liðsstjórn:
Heimir Hallgrímsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: