Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 11:26
Magnús Már Einarsson
Heimir: Fer í taugarnar á okkur þegar eina spurningin er um Messi
Icelandair
Heimir á æfingu á Spartak leikvanginum í dag.
Heimir á æfingu á Spartak leikvanginum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og oft áður í aðdraganda leiks Íslands og Argentínu var Heimir Hallgrímsson spurður út í hinn magnaða Lionel Messi. Heimir segir að íslenska liðið megi ekki einbeita sér einungis að því að stöðva Messi í leiknum á morgun.

„Þetta er stútfullt lið af hæfileikaríkum leikmönnum. Það fer í taugarnar á okkur þjálfurunum þegar eina spurningin er alltaf um Messi. Þetta lið er stúttfullt af góðum leikmönnum. Þetta eru leikmenn sem spila í bestu liðum heims í hverri viku," sagði Hemir á fréttamannafundinum í dag.

„Ef of mikill fókus fer á einn leikmann þá kemur annar leikmaður og getur refsað okkur. Það er hægt að telja upp marga leikmenn sem eru að spila á hæsta gæðaflokki, með bestu liðum og í bestu deildum í heimi. Það myndi æra óstöðugan að telja upp alla leikmenn sem eru góðir í argentínska liðinu."

Heimir var spurður að því hvernig hann ætlar að stöðva Messi í leiknum á morgun.

„Hvað varðar Messi, þá ætlum við ekki að þykjast vera með einhverja töfraformúlu. Það hafa allir reynt að gera allt á móti honum en einhvernveginn nær hann að skora og vera einn besti leikmaður í heimi."

„Við gerum þetta eins og allt sem við gerum. Við gerum þetta saman og reynum að stoppa hann sem liðsheild. Það væri ósanngjarnt gagnvart einum leikmanni ef við myndum láta hann í að stoppa Messi. Þess vegna reynum við að gera þetta sem lið og liðsheild."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner