Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
3
4
Breiðablik
Kolbeinn Kárason '34 1-0
Ingvar Þór Kale '65
Rúnar Már Sigurjónsson '67 , víti 2-0
2-1 Kristinn Jónsson '70
Kolbeinn Kárason '75 3-1
3-2 Þórður Steinar Hreiðarsson '83
3-3 Olgeir Sigurgeirsson '85
3-4 Ben Everson '91
08.08.2012  -  19:15
Vodafone-Hlíðarendi
Pepsi-deildin
Aðstæður: Blautur völlur og rigning
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: 623
Maður leiksins: Ben Everson
Byrjunarlið:
Matthías Guðmundsson
7. Haukur Páll Sigurðsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('71)

Varamenn:
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('31)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('86)
Haukur Páll Sigurðsson ('72)
Nesta Matarr Jobe ('59)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Jú komið þið sæl! Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Breiðablik er í sjötta sæti með 19 stig og Valur hefur stigi minna.

Bæði lið unnu góða sigra í síðustu umferð. Þegar liðin tvö mættust í Kópavoginum í fyrri umferðinni vann Breiðablik 1-0 sigur. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði markið.

Finnur Orri Margeirsson leikur sinn 150. meistaraflokksleik með Breiðabliki. Ansi margir leikir þrátt fyrir ungan aldur.

Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Vals, tekur út leikbann í kvöld.

Valsmenn telja að þeir hafi leikið sinn versta leik í sumar í fyrri viðureign þessara liða og eru væntanlega ákveðnir í að leiðrétta það.

Kokkurinn frá Sandgerði, Magnús Þórisson, flautar leikinn í kvöld. Áskell Þór Gíslason og Haukur Erlingsson eru aðstoðardómarar.
Fyrir leik
Nú er hægt að sjá byrjunarliðin. Joe Tillen er að leika sinn fyrsta leik fyrir Val en hann kom frá Selfossi í glugganum og fer beint í byrjunarliðið. Hann er líklega að fara að spila í bakverðinum. Nesta og Atli eru í miðverði og Jónas í hægri bakverði.
Fyrir leik
Lið og dómarar eru að hita upp. Það rignir. Valur vann síðasta leik og Anthony Karl Gregory er mættur.
Fyrir leik
Ég hef á tilfinningunni að við fáum skemmtilegan leik á blautum velli.

Tvær breytingar á byrjunarliði Blika frá síðasta leik. Árni Vilhjálmsson er farinn í Hauka og Haukur Baldvinsson er kominn á bekkinn. Ben Everson kemur í byrjunarliðið og Sverrir Ingi Ingason snýr aftur í byrjunarliðið eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Blikar sækja í átt að Keiluhöllinni.
7. mín
Menn eru að reyna að fóta sig á blautum vellinum. Erfiðlega gengur að koma boltanum milli manna. Þetta fer rólega af stað.
11. mín
Hætta upp við mark Vals eftir fyrirgjöf sem Tómas Óli Garðarsson átti.
15. mín
Þórður Steinar Hreiðarsson, varnarmaður Blika, með flotta skottilraun en boltinn rétt framhjá. Þórður er kallaður minkurinn en þess má geta að í hádeginu fékk hann sér kjúkling á veitingastaðnum Hananum í Skeifunni.
16. mín
Önnur skottilraun frá Blikum. Tómas Óli Garðarsson með skot beint á Ólaf í marki Vals.
18. mín
Blikar byrja talsvert betur í leiknum. Eru meira með boltann. Ben Everson sprækur í sínum fyrsta byrjunarliðsleik.
23. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
31. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Halldór Geir Heiðarsson (Valur)
Tillen fer meiddur af velli í sínum fyrsta leik.
34. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Kolbeinn hefur komið Val yfir! Haukur Páll átti fyrirgjöf inn í teiginn sem fór í Matthías Guðmundsson. Hann skaut, boltinn fór af varnarmanni og barst til Kolbein sem skallaði boltann inn.
44. mín
Á heildina hefur Breiðablik verið meira með boltann en þessi íþrótt snýst um að skora. Einhverjir hafa verið að velta því fyrir sér hvernig Blikaliðinu er stillt upp. Gísli Páll er á vængnum, Ben Everson hinumegin. Rohde á toppnumm. Á miðjunni eru Yeoman, Finnur og Tómas Óli fremstur. Vörnin er augljós, Þórður Steinar í hægri bak.
45. mín
Hálfleikur - Ágætis spilkaflar inn á milli en færin hafa ekki verið mörg.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - Liðin óbreytt.
55. mín
Þetta fer ekki fjörlega af stað í seinni hálfleik.
56. mín
Ben Everson í fínu skotfæri en skot hans beint á Ólaf Þór í markinu. Góðir tilburðir í aðdragandanum frá Þórði Steinari sem er kominn á kantinn, Gísli Páll í bakvörðinn.
59. mín Gult spjald: Nesta Matarr Jobe (Valur)
Gróf tækling frá Nesta og hann fær gult! Tók svipaða tæklingu áðan en slapp þá.
62. mín
Það er hægt að segja að Nesta sé heppinn að vera enn inná vellinum. Hann er væntanlega á appelsínugulu hjá Magnúsi Þórissyni ef svo mætti að orði komast.
65. mín Rautt spjald: Ingvar Þór Kale (Breiðablik)
Rautt og víti! Matthías Guðmundsson fékk langa sendingu innfyrir, slapp í gegn og Kale misreiknaði boltann og braut á Matthíasi. Virtist hárrétt.
66. mín
Inn:Sigmar Ingi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
67. mín Mark úr víti!
Rúnar Már Sigurjónsson (Valur)
Þeir verja ekki þarna! Óverjandi þrumuskot í hornið.
70. mín MARK!
Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Frábært mark hjá Kristni!! Skoraði beint úr hornspyrnu, boltinn flaug í fjærhornið. Auðvitað á Ólafur að gera betur í markinu en flott var þetta. Þetta er leikur á ný!
71. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
72. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
75. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Kolbeinn innsiglar sigur Vals með laglegum skall! Rúnar Már Sigurjónsson átti fyrirgjöfina. Vel gert hjá honum.
79. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
82. mín
Olgeir Sigurgeirsson náði að koma boltanum í netið en var dæmdur rangstæður. Ómögulegt að dæma um það héðan. Olgeir var allavega mjög ósáttur.
83. mín MARK!
Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik)
Í kjölfar hornspyrnu bars boltinn á Þórð Steinar sem negldi boltanum í netið!
85. mín MARK!
Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik)
ÞVÍLÍK ENDURKOMA!!! Tíu gegn ellefu hafa Blikar jafnað! Olgeir í teignum og hamraði boltann í slánna og inn.
86. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
90. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Valur) Út:Kolbeinn Kárason (Valur)
91. mín MARK!
Ben Everson (Breiðablik)
ÉG TRÚI ÞESSU EKKI!! BLIKAR MEÐ SITT FJÓRÐA MARK EINUM FÆRRI! ÞVÍLÍK ENDURKOMA! Eftir vandræðagang í teignum lá boltinn í netinu eftir skot frá Everson!
94. mín
Leik lokið!! Meira um þennan ótrúlega leik síðar í kvöld!
Byrjunarlið:
2. Gísli Páll Helgason
4. Damir Muminovic
18. Finnur Orri Margeirsson
19. Kristinn Jónsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('79)
30. Andri Rafn Yeoman ('66)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
15. Davíð Kristján Ólafsson ('79)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Sigmar Ingi Sigurðarson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('23)

Rauð spjöld:
Ingvar Þór Kale ('65)