Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Besta-deild kvenna
Þróttur R.
14:00 0
0
Valur
Besta-deild kvenna
Keflavík
14:00 0
0
Stjarnan
Víðir
2
1
KFG
0-1 Ólafur Bjarni Hákonarson '21
Tómas Leó Ásgeirsson '41 , víti 1-1
Elís Már Gunnarsson '88 2-1
29.09.2023  -  19:15
Laugardalsvöllur
Fótbolti.net bikarinn
Aðstæður: Logn og under the lights, allt upp á 10.5
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 1029
Maður leiksins: Tómas Leó Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Joaquin Ketlun Sinigaglia (m)
3. Hammed Lawal ('45)
5. Björn Aron Björnsson
6. Paolo Gratton
10. Aron Freyr Róbertsson
11. Jón Gunnar Sæmundsson ('80)
14. Daniel Beneitez Fidalgo
22. Helgi Þór Jónsson
27. Einar Örn Andrésson
45. Elís Már Gunnarsson ('91)
97. Tómas Leó Ásgeirsson ('80)

Varamenn:
12. Eyvindur Rúnar Oliversson (m)
2. Bessi Jóhannsson ('45)
7. Ísak John Ævarsson ('80)
9. Atli Freyr Ottesen Pálsson
17. Cristovao A. F. Da S. Martins
23. Falur Orri Guðmundsson ('91)
30. Ari Steinn Guðmundsson ('80)

Liðsstjórn:
Sveinn Þór Steingrímsson (Þ)
Gunnar Birgir Birgisson
Örn Steinar Marinósson
Daði Fannar Sverrisson
Sólmundur Ingi Einvarðsson
Jón Grétar Guðmundsson

Gul spjöld:
Tómas Leó Ásgeirsson ('43)
Daniel Beneitez Fidalgo ('48)
Aron Freyr Róbertsson ('59)
Paolo Gratton ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VÍÐIR SIGRA FÓTBOLTI.NET BIKARINN! Til hamingju Víðir Garði!
95. mín
Síðasti séns KFG er núna!
93. mín
Joaquin markvörður Víðis liggur niðri eftir samstuð, leikurinn stopp.
92. mín
KFG fær hornspyrnu og Kristófer Leví mætir í teiginn, einhver darraðadans verður og KFG fær aðra hornspyrnu.
91. mín
Inn:Falur Orri Guðmundsson (Víðir) Út:Elís Már Gunnarsson (Víðir)
91. mín
Inn:Eyjólfur Andri Arason (KFG) Út:Adrían Baarregaard Valencia (KFG)
91. mín
Inn:Gunnar Orri Aðalsteinsson (KFG) Út:Hinrik Þráinn Örnólfsson (KFG)
90. mín
Þremur mínútum bætt við!
88. mín MARK!
Elís Már Gunnarsson (Víðir)
Stoðsending: Helgi Þór Jónsson
SENUR!!!! Helgi Þór þræðir Elías í gegn sem kemst í boltann og rennir honum framhjá Kristófer Leví í marki KFG.
Er þetta sigurmarkið?
87. mín Gult spjald: Paolo Gratton (Víðir)
Paolo brýtur á Barðdal og fær réttilega gult.
80. mín
Inn:Ísak John Ævarsson (Víðir) Út:Jón Gunnar Sæmundsson (Víðir)
80. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Víðir) Út:Tómas Leó Ásgeirsson (Víðir)
78. mín
Adrían Valencia með lúmskt skot á markið en Bessi Jóhanns kemst fyrir boltann.
71. mín
Víðir Garði fær hornspyrnu sem ekkert kemur úr.
68. mín
Inn:Guðmundur Thor Ingason (KFG) Út:Tómas Orri Almarsson (KFG)
Tómas peppar stuðningsmenn þegar hann labbar af velli.
68. mín
Inn:Jóhann Ólafur Jóhannsson (KFG) Út:Kári Pétursson (KFG)
Áhugavert mér fannst Kári Pétursson einn besti maður vallarins.
66. mín
KFG fær hornspyrnu, Kári Péturs tekur boltinn skoppar á milli manna og berst á Ólaf Bjarna sem á skot í varnarmann og annað horn.
65. mín
Víðismenn þjarma að KFG þessa stundina.
63. mín
Björn Aron vinnur boltann hátt á vellinum og kemur með frábæra fyrirgjöf fyrir markið en enginn Víðismaður mættur til að pota boltanum inn!
59. mín Gult spjald: Aron Freyr Róbertsson (Víðir)
Aron brýtur á Tómasi Orra og fær réttilega gult spjald.
57. mín
Eftir frábært samspil Jón Arnars og Birgis Ólafs berst boltinn á Ólaf Bjarna sem reynir að skrúfa boltann í fjærstöng líkt og í markinu en boltinn fer hátt yfir mark Víðis.
54. mín
KFG með áhugaverða útfærslu á horspyrnu sem endar með skalla á markið en Joaquin grípur boltann auðveldlega.
54. mín
Kári Péturs með ágætis tilraun á nærstöng en Joaquin ver í horn.
52. mín Gult spjald: Birgir Ólafur Helgason (KFG)
Fyrirliðinn spjaldaður.
48. mín Gult spjald: Daniel Beneitez Fidalgo (Víðir)
Daniel Fidalgo með eitthvað rosalegasta peysutog sem ég hef séð hékk í Kára Péturs í svona 10 sek.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað!
45. mín
Hafliði Breiðfjörð er eins og svo oft áður á vellinum, hér eru nokkrar skemmtilegar myndir úr fyrri hálfleiknum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Liðin skilja jöfn að þegar þau ganga inn til búningsklefa í hálfleik. Stórskemmtilegur fyrri hálfleikur að baki, komum til baka eftir 15.
45. mín
Inn:Bessi Jóhannsson (Víðir) Út:Hammed Lawal (Víðir)
Hammed Lawal neyðist til að fara af velli. Leikurinn búinn að vera stopp í dágóða stund vegna þessara meiðsla.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við.
45. mín
Hammed Lawal liggur niðri eftir samstuð við Ólaf Bjarna og þarfnast aðhlynningar.
Víðismenn undirbúa skiptingu.
43. mín Gult spjald: Tómas Leó Ásgeirsson (Víðir)
Brýtur af sér út við hliðarlínu
Sverrir Örn Einarsson
41. mín Mark úr víti!
Tómas Leó Ásgeirsson (Víðir)
VÍÐIR JAFNAR! Kristófer Leví fer í rétta átt en vítið er bara allt of gott!
Stuðningsmenn Víðis svara blysunum hjá KFG stuðningsmönnum og sprengdu confetti sprengju.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

40. mín
VÍÐIR FÆR VÍTASPYRNU! Tómas Orri fer í heimskulega tæklingu í teignum á Tómas Leó og Twana Khalid Ahmed bendir á punktinn!
Eftir að hafa séð atvikið í endursýningu þá sér maður nánast enga snertingu þarna.
40. mín
Víðir fær aukaspyrnu á hægri kanti í fyrirgjafastöðu.
35. mín
KFG halda betur í boltann eftir markið en skapa lítið.
27. mín
Frábært færi KFG! Adrían Valencia sloppinn einn í gegn en Joaquin Sinigaglia markvörður Víðis sér við honum og ver vel.
21. mín MARK!
Ólafur Bjarni Hákonarson (KFG)
Stoðsending: Kári Pétursson
OOG STÚKAN TRYLLIST!! Kári Péturs rennir boltanum í gegn á Ólaf Bjarna sem klappar boltanum aðeins, sker á vinstri og smellir boltanum út við fjærstöng.
Blysin eru komin á loft KFG megin í stúkunni!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
20. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! KFG keyra upp í skyndisókn, Kári Péturs á misheppnað skot en Jón Arnar Barðdal fær boltann nánast gegn opnu marki hann tekur skotið en varnarmaður Víðis kemst frábærlega fyrir boltann.
20. mín
Víðir Garði fá hornspyrnu.
18. mín
Fyrsta færið! Sigurður Gunnar með slæma sendingu sem Víðismenn komast í, boltinn berst á Aron Frey sem á skot/fyrirgjöf sem Kristófer Leví ver í Víðismann og útaf.
15. mín
Víðir Garði að halda mun betur í boltann en KFG þetta fyrsta korter leiksins.
12. mín
Víðir fær fyrstu hornspyrnu leiksins en Sigurður Gunnar skallar frá.
8. mín
Tómas Leó með frábæran sprett upp vinstri kantinn en Arnar Ingi brýtur svo á honum. Víðismenn með aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu sem þeir ná ekki að nýta.
5. mín
Mikið jafnræði með liðunum hér fyrstu 5 mínúturnar, Víðismenn aðeins meira með boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Jón Arnar Barðdal á upphafssparkið.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar Liðin ganga inn á völlinn við mikið lófaklapp, nú styttist í að þessi veisla hefjist!
Vanda Sig, formenn félaganna og heiðursgestir taka í hendur á leikmönnum.
Fyrir leik
Alvöru stemning Stuðningsmenn beggja liða byrjaðir að syngja og tralla 30 mínútum fyrir leik, til fyrirmyndar.
KFG með máv sem lukkudýr!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn! Allt óbreytt hjá Víði frá síðasta leik.

Ein breyting hjá KFG þar sem fyrirliðinn Birgir Ólafur kemur inn í liðið á kostnað Guðmundar Thors.
Fyrir leik
Sigurður Ingvarsson og Lárus Guðmundsson heiðursgestir Sigurður Ingvarsson, af mörgum kallaður „Guðfaðir knattspyrnunnar í Garði“ er maður sem er með sannkallað Víðishjarta, sem ennþá mætir á völlinn og lætur í sér heyra.
Sigurður hefur víða komið að uppbyggingu hjá Víðisfélaginu, sem leikmaður, þjálfari og formaður félagsins.

Lárus Guðmundsson er stofnandi KFG, hann var lengi vel formaður og þjálfari félagsins og nafn hans verður alltaf samofið félaginu. Lárus vildi skapa fleiri tækifæri fyrir knattspyrnumenn í Garðabæ og barðist mikið fyrir félagið enda alltaf haft óbilandi trú á verkefninu og líklega sá hann það seint fyrir sér að liðið kæmist í bikarúrslit á Laugardalsvelli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrri viðureignir liðanna Síðast mættust þessi lið 22. júlí í fyrra, í 3. deildinni, og þá enduðu leikar 3-3 í Garðinum. Liðin hafa alls mæst 12 sinnum, fyrst 2011. Víðir er með 6 sigra, KFG 4 sigra og 2 leikir hafa endað með jafntefli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stemning á Dúllubar
Spáð í spilin
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Joey Drummer mætir á láni til Víðis!
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Baldvin Borgars rýnir í liðin Baldvin Már Borgarsson aðstoðarþjálfari Ægis, er sérstakur sérfræðingur Fótbolti.net bikarsins og rýnir hann hér í liðin.

Styrkleikar Víðis
Þeir eru sterkir á heimavelli sem er góður grasvöllur, svo Laugardalsvöllur er völlur sem gæti hentað þeim betur en mótherjanum, enda æfa og spila Víðismenn á grasi.
Liðið er þétt og vel skipulagt af Svenna þjálfara sem er mjög agaður þjálfari. Víðismenn eru með gríðarlega mikil gæði innan liðsins sem geta töfrað fram hluti upp á einsdæmi, sterkir erlendir leikmenn i bland við Tómas Leó, Helga Þór, Bessa Jó, Atla Ottesen, Ara Stein, Aron Frey og Nemanja Latinovic sem allir hafa talsverða reynslu úr sterkari deildum en 3. deild.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Styrkleikar KFG
KFG liðið hefur verið gríðarlega sterkt síðustu ár í að liggja djúpt, verjast og keyra upp í skyndisóknir, en með tilkomu Jonna Barðdal og nokkurra ungra og efnilegra drengja úr langbesta 2. flokki landsins hjá Stjörnunni ásamt auðvitað þeirra gæða leikmanna sem fyrir voru í liðinu.
Þessar breytingar á hópnum hafa gert KFG liðið aðeins öðruvísi en undanfarin ár, þar sem þeir geta stjórnað leikjum með boltann mun betur en áður, Jonni Barðdal verður langbesti maður vallarins enda á hann bara að vera í efstu deild, svo góður er hann.
Garðbæingar munu líklegast þurfa að sýna frumkvæði í leiknum enda deild ofar en Víðismenn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leiðin á Laugardalsvöll Leið Víðis í úrslitaleikinn
Víðismenn enduðu í 4. sæti 3. deildarinnar í sumar. Þeir sátu hjá í 1. umferð Fótbolti.net bikarsins en komu inn í 16-liða úrslitum þar sem þeir rúlluðu 5-1 yfir Hvíta Riddarann.

Í 8-liða úrslitum vann Víðir 2-0 sigur gegn Völsungi og svo 2-1 sigur gegn KFK í undanúrslitum síðastliðinn laugardag. Aron Freyr Róbertsson skoraði bæði mörk Víðis, eftir að KFK komst yfir.

Mynd: Víðir Garði

Leið KFG
Knattspyrnufélag Garðabæjar endaði í 8. sæti 2. deildarinnar í sumar. Liðið fór létt með Sindra 5-1 í 1. umferð Fótbolti.net bikarsins og vann svo 2-0 útisigur gegn grönnum sínum í Augnabliki í 16-liða úrslitum.

KFG mætti svo ÍH í Hafnarfirði í 8-liða úrslitum, sá leikur endaði 2-2 og fór alla leið í vítakeppni þar sem KFG vann 3-2 sigur. Liðið fór austur í undanúrslitum og vann gríðarlega öflugan 1-0 útisigur gegn KFA. Jón Arnar Barðdal skoraði þar eina mark leiksins á 3. mínútu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Miðasala í fullum gangi! Það er spáð frábæru veðri 9 gráður og sól, svo það er um að gera að skella sér á völlinn!
Tryggðu þér miða hérna

Fyrir þá sem komast ekki á völlinn er leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 5.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Úrslitaleikur ástríðunnar! Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá úrslitum Fótbolta.net bikarsins. Hér mun Víðir Garði keppa gegn KFG og mun sigurvegarinn lyfta Fótbolta.net bikarnum í fyrsta skipti.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
3. Sigurður Gunnar Jónsson
6. Tómas Orri Almarsson ('68)
7. Jón Arnar Barðdal
13. Adrían Baarregaard Valencia ('91)
15. Arnar Ingi Valgeirsson
16. Brynjar Már Björnsson
18. Birgir Ólafur Helgason (f)
24. Ólafur Bjarni Hákonarson
80. Hinrik Þráinn Örnólfsson ('91)
96. Kári Pétursson ('68)

Varamenn:
1. Eiður Orri Kristjánsson (m)
5. Gunnar Orri Aðalsteinsson ('91)
9. Jóhann Ólafur Jóhannsson ('68)
17. Eyjólfur Andri Arason ('91)
25. Guðmundur Thor Ingason ('68)
33. Daníel Andri Baldursson
60. Pétur Máni Þorkelsson

Liðsstjórn:
Kristján Másson (Þ)
Björn Másson (Þ)
Lárus Þór Guðmundsson
Jón Benjamín Sverrisson
Árni Eyþór Hreiðarsson
Magnús Andri Ólafsson
Smári Sigurðsson

Gul spjöld:
Birgir Ólafur Helgason ('52)

Rauð spjöld: