Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Víðir
2
0
Völsungur
Elís Már Gunnarsson '49 1-0
Ari Steinn Guðmundsson '53 2-0
08.08.2023  -  18:00
Nesfisk-völlurinn
Fótbolti.net bikarinn
Aðstæður: Aðstæður eru alltaf frábærar á Garðskaga
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Byrjunarlið:
1. Joaquin Ketlun Sinigaglia (m)
3. Hammed Lawal
5. Björn Aron Björnsson
6. Paolo Gratton
9. Atli Freyr Ottesen Pálsson
10. Aron Freyr Róbertsson
14. Daniel Beneitez Fidalgo
23. Falur Orri Guðmundsson
27. Einar Örn Andrésson
30. Ari Steinn Guðmundsson
45. Elís Már Gunnarsson

Varamenn:
12. Eyvindur Rúnar Oliversson (m)
7. Ísak John Ævarsson
11. Jón Gunnar Sæmundsson
17. Cristovao A. F. Da S. Martins
21. Sasha Litwin
22. Helgi Þór Jónsson
25. Eyþór Ingi Einarsson
97. Tómas Leó Ásgeirsson

Liðsstjórn:
Sveinn Þór Steingrímsson (Þ)
Gunnar Birgir Birgisson
Örn Steinar Marinósson
Daði Fannar Sverrisson
Sólmundur Ingi Einvarðsson

Gul spjöld:
Daniel Beneitez Fidalgo ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víðismenn tryggja sér sæti í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins og eru einu skrefi nær Laugardalsvelli.
95. mín
Leikmaður Völsungs liggur á vellinum og fær aðhlynningu. Er í lagi með hann. Giska á að um mínúta sé eftir.
91. mín Gult spjald: Ásgeir Kristjánsson (Völsungur)
90. mín
Við erum að sigla inn í uppbótartíma, reiknum með að hann sé um fjórar til fimm mínútur.
87. mín Gult spjald: Daniel Beneitez Fidalgo (Víðir)
86. mín
Tíminn að fljúga frá gestunum. Heimamenn verið gríðarlega fagmannlegir í þessum síðari hálfleik.
82. mín
Björgvin Máni með hörkuskot úr aukaspyrnu sem Joaquin gerir stórvel að slá frá.
79. mín
Hægst verulega á leiknum eftir því sem liðið hefur á síðari hálfleikinn. Þreyttir fætur eflaust að segja til sín.
77. mín
Rafnar Máni sem kom inn á sem varamaðurn fyrr í leiknum prjónar sig hér í gott færi og nær fínasta skoti. Þvi miður þó í hliðarnetið.
74. mín
Gestirnir að freista þess að auka sóknarþunga sinn og koma sér inn í leikinn, heimamenn staðið allt slíkt af sér og tekist að halda stjórn á leiknum.
69. mín
Jakob Gunnar með skot að marki fyrir gestina en þægilegt viðfangs fyrir Joaquin í marki Víðis.
63. mín
Aron Freyr með ágæta tilraun að marki eftir hornspyrnu en hittir ekki rammann.
61. mín
Heimamenn með tögl og haldir á þessum leik heilt yfir þessa stundina.
57. mín
Gestirnir sækja, uppskera horn.
55. mín
Gestirnir gerðu breytingu á meðan ég skrifaði um markið. Reyni að finna út hverjir fóru af velli fyrir hverja.
53. mín MARK!
Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Heimamenn bæta bara við.
Aron Freyr fer illa með varnarmenn úti til hægri og nær fyrirgjöf sem siglir í gegnum markteiginn. Ari Steinn lúrir á fjærstöng og vörn Völsungs gleymir honum hreinlega. Ari þakkar kærlega fyrir sig og skilar boltanum í netið.
49. mín MARK!
Elís Már Gunnarsson (Víðir)
Heimamenn taka forystuna.
Stórfín skyndisókn upp vinstri vænginn leiðir af sér sendingu inn á teiginn þar sem Elís Már er mættur í hlaupið og klárar færið verulega fagmannlega í hornið fjær.

Þriðju deildarliðið leiðir!
47. mín
Ari Steinn með hættulegan bolta fyrir mark Völsungs frá vinstri en Atli Freyr nær ekki að reka kollinn í boltann og stýra honum á markið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Heimamenn sparka þessu af stað á ný
45. mín
Hálfleikur
Flautað til háfleiks hér gestunum til lítillar gleði sem áttu hornspyrnu. Ág?tur fyrri hálfleikur að baki en vonandi að við fáum mörk í þann síðari.
44. mín
Styttist óðum í hálfleik hér. Ekki verið miklar tafir á leiknum svo ég reikna með einni mínútu eða svo í uppbótartíma.
40. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.+

Víðismenn fyrstir á boltann eftir hornið en skalli þeirra yfir markið.
35. mín
Gestirnir í dauðafæri!
Sækja hratt upp hægri vænginn, Jakob Héðinn með boltann fyrir þar sem Björgvin Máni mætir einn á markteig en setur boltann framhjá.

Hélt að fyrsta markið kæmi þarna.
32. mín
Þung sókn Víðis endar með skoti frá Fidalgo en boltinn framhjá markinu.
25. mín
Völsungar vinna boltann hátt á vellinum, boltinn á Arnar Pálma fyrirliða þeirra sem lætur vaða frá hægra vítateigshorni en boltinn framhjá markinu. Alls ekki galin tilraun þó.
22. mín
Gestirnir farnir að gera sig meira gildandi á vellinum og verið að freista þess að sækja af krafti síðustu mínútur. Hafa verið að finna ágætis svæði til að sækja í en ekki tekist að skapa nein færi til að tala um.
15. mín
Heimamenn verið talsvert líklegra liðið þetta fyrsta korter. Leikurinn þó verið að jafnast ögn síðustun mínútur.
11. mín
Gestirnir í hálfgerðri nauðvörn undan þungri pressu Víðis strax í kjölfarið en sleppa með það.

Þetta hefur verið ágætlega fjörugt í upphafi.
10. mín
Hrikaleg mistök í öftustu línu Víðis senda Björvin Mána einan í gegn. Hann fer þó afskaplega illa með stöðuna og á herfilegt skot sem rúllar ó rólegheitum framhjá stönginni.
8. mín
Ari Steinn með lúmskt skot eftir snarpa sókn Víðis, Einar sér við honum og ver í horn.
7. mín
Brotið á Jakob Héðni í prýðisstöðu til fyrirgjafar úti til hægri. Stóru mennirnir mæta fram fyrir Völsung.
5. mín
Heimamenn að ógna hér i upphafi. Fyrsta horn leiksins er þeirra.
3. mín
Álitlegt sóknarlota Víðis. Fyrst er það Ari Steinn sem fær svæði úti á vinstri vængnum til að setja boltann fyrir. Finnur ekki samherja þar en Víðismenn halda pressunni. Boltinn ratar þó á endanum í fang Einars í marki Völsungs.
1. mín
Leikur hafinn
Undaúrslit í húfi
Þetta er farið af stað hér á Nesfiskvellinum. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Mættir á völlinn. Liðin eru að gera sig klár og styttist í að leikur hefjist. Aðstæður allar hinar prýðilegustu og glæsilegur grasvöllur bíður liðanna.


Fyrir leik
Tríóið
Atli Haukur Arnarsson er dómari leiksins. Honum til aðstoðar eru Smári Stefánsson og Ásgeir Sigurðsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Baldvín Borgars spáir í þessi átta liða úrslit
Baldvin Már Borgarsson er örugglega á því að það eina neikvæða við sæti Ægis í Lengjudeildinni sé það að þar með gat liðið ekki tekið þátt í þessari frábæru keppni. Hann var fenginn til að spá í þessi átta liða úrslit og um leikinn í Garðinum sagði hann.

Víðir 2 - 2 Völsungur(Víðir áfram í vító)

Víðismenn eru ólseigir í Garðinum og taka ferskir á móti Húsvíkingum sem eru að glíma við Mærudaga og Þjóðhátíðar þynnku, Víðismenn komast því snemma í 2-0 með mörkum frá Atla Kerlon Ottesen en Húsvíkingar vakna í seinni eftir þrumuræðu Alla Jóa í hálfleik. Sé fyrir mér að Adolf Bitegko landsliðsmaður Tanzaníu skori fyrra markið eftir Yaya Toure hlaup upp völlinn og innanfótar slútt upp í skeytinn fyrir utan teig, það verður svo Rafnar Máni sem jafnar leikinn eftir gott spil upp völlinn með Santiago en ömurlegt skot sem Ketlun misreiknar og hleypir í netið við litla hrifningu Svenna þjálfarar.

Það skilar Húsvíkingum í vító þar sem hinn harðgifti Joaquin Ketlun borgar upp mistökin í jöfnunarmarkinu og lokar rammanum, það siglir Víðismönnum áfram og Húsvíkingar fara svekktir heim eftir tap gegn 3. deildar liði.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víðir
Víðismenn leika í þriðju deild þetta sumarið og eru þar í toppbaráttunni. Þriðja sætið hlutskipti þeirra sem stendur þar og eru þeir sex stigum á eftir liði Kormáks/Hvatar og því ljóst að Víðismenn mega ekki við þvi að misstíga sig frekar í deildinni ætli þeir sér að gera atlögu að því að fara upp.

Það skiptir þó engu máli í kvöld og þessi leikur gegn Völsungi það eina sem skiptir máli. Lið Víðis sat hjá í fyrstu umferð og kom því ekki til leiks fyrr en í 16 liða úrslitum. Þar fékk liðið Hvíta Riddarann í heimsókn og vann 5-1 stórsigur. Ísak John Ævarsson, Atli Freyr Ottesen Pálsson (2) Elís Már Gunnarsson og Cristovao A. F. Da S. Martins gerðu þar mörk Víðis.

Mynd: Víðir

Fyrir leik
Völsungur
Það er ekki úr vegi að kynna okkur liðin og þeirra vegferð í keppninni til þessa áður en lengra er haldið og við byrjum á liði Völsungs frá Húsavík.

Völsungur leikur í annari deild þetta sumarið og hefur gengi liðsins verið nokkuð sveiflukennt þar. Liðið situr þar í 9.sæti deildarinnar með 16 stig aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Liðið hefur þó unnið góða sigra við og við á tímabilinu og lagði meðal annars toppbaráttu lið Víkings Ólafsvíkur að velli á dögunum í hörkuleik á Húsavík.

Vegferð liðsins í Fótbolta.net bikarnum hefur verið gjöful til þessa í sumar en liðið stefnir eflaust á að enda sumarið með trompi á Laugardalsvelli eins og öll önnur lið sem eftir eru í keppninni.
Fyrst mætu Húsvíkingar liði Vængja Júpíters í fyrstu umferð og höfðu þar 2-1 sigur. Tryggvi Grani Jóhannsson og Benedikt Kristján Guðbjartsson gerðu þar mörk Völsungs.

Næsta fórnarlamb þeirra var svo lið Hauka sem leikur með þeim í annari deildinni. Þar var það Juan Guardia Hermida sem tryggði Húsvíkingum farmiða í átta liða úrslit með marki snemma í síðari hálfleik og færði þá þar með þessu skrefi nær úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Það verður gaman að sjá hvort að Pálmi Rafn Pálmason verður með Völsungi í kvöld og næli sér í sinn fyrsta leik í Fótbolta.net bikarnum. Hann var með gegn Haukum á dögunum og spurning hvort að hann láti ekki sjá sig á vellinum

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta (hlutlaust mat) bikarkeppni heims heldur áfram
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Víðis og Tindastóls í átta liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins.

Mynd: Fótbolti.net

Byrjunarlið:
43. Einar Ísfjörð Sigurpálsson (m)
3. Árni Fjalar Óskarsson
4. Adolf Mtasingwa Bitegeko
5. Arnar Pálmi Kristjánsson (f)
7. Jakob Gunnar Sigurðsson
16. Jakob Héðinn Róbertsson
23. Elmar Örn Guðmundsson
24. Juan Guardia Hermida
28. Björgvin Máni Bjarnason
39. Gunnar Kjartan Torfason
77. Hákon Atli Aðalsteinsson

Varamenn:
1. Stefán Óli Hallgrímsson (m)
8. Benedikt Kristján Guðbjartsson
10. Ásgeir Kristjánsson
11. Rafnar Máni Gunnarsson
12. Gestur Aron Sörensson
18. Óskar Ásgeirsson
19. Tryggvi Grani Jóhannsson

Liðsstjórn:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson (Þ)
Ármann Örn Gunnlaugsson
Bjarki Baldvinsson
Bjarki Sveinsson

Gul spjöld:
Ásgeir Kristjánsson ('91)

Rauð spjöld: