mið 01. maí 2013 13:15
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 10. sæti
Tindastóll
Atli Arnarson.
Atli Arnarson.
Mynd: Valgeir Kárason
Steven Beattie.
Steven Beattie.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Valgeir Kárason
Mynd: Valgeir Kárason
Mynd: Brandur
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Tindastóll 55 stig
11. Völsungur 43 stig
12. KF 33 stig

10. Tindastóll
Heimasíða: Tindastóll.is
Lokastaða í fyrra: 8. sæti í 1. deild

Tindastóll endaði í áttunda sæti 1. deildarinnar í fyrra sem var talsvert betri árangur en flestir bjuggust við. Liðinu hafði fyrir tímabilið verið spáð neðsta sæti. En þegar í alvöruna var komið stóð liðið sig vel og styrktist mikið með erlendum leikmönnum.

Þjálfarinn: Halldór Jón Sigurðsson, Donni, hefur náð góðum árangri síðan hann tók við Tindastóli. Hann stýrði liðinu upp í 1. deildina og náði að halda því þar í fyrra. Þjálfarar og fyrirliðar deildarinnar spá því þó að Sauðkrækingar muni berjast fyrir lífi sínu í deildinni í sumar.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann er fyrrum þjálfari Leiknis í Breiðholti.

Styrkleikar: Það er erfitt að meta Tindastól. Liðið var heppið með þann styrk sem það fékk erlendis frá í fyrra og útlendingarnir í ár verða að vera góðir svo liðið haldi sér. Heimavöllurinn getur skilað þeim stigum. Liðið er vel skipulagt undir stjórn efnilegs þjálfara. Menn voru skynsamir í þeim leikjum sem ég sá í Lengjubikarnum.

Veikleikar: Liðið hefur misst nánast alla þá leikmenn sem skiptu sköpum fyrir þá í fyrra nema markvörðinn. Það er áhyggjuefni. Það vill líka oft vera þannig að annað árið í deild er erfitt.

Lykilmenn: Sebastian Furness, Atli Arnarson, Steven Beattie.

Gaman að fylgjast með: Það verður spennandi að sjá hvernig liðið mun bregðast við flottum árangri í fyrra. Liðið er á öðru ári í deildinni og mikið breytt frá síðasta tímabili.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Christopher Tsonis frá Bandaríkjunum
Ruben Resendes frá Bandaríkjunum
Sigurður Hrannar Björnsson frá Fram

Farnir:
Aðalsteinn Arnarson í námi erlendis
Colin W Helmrich
Dominic Furness
Max Touloute í BÍ/Bolungarvík

Fyrstu leikir Tindastóls:
9. maí: Leiknir - Tindastóll
18. maí: Tindastóll - Völsungur
25. maí: Þróttur R. - Tindastóll
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner