Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mán 29. apríl 2013 13:15
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 12. sæti
KF
Nenad Zivanovic er lykilmaður í sóknarleik KF.
Nenad Zivanovic er lykilmaður í sóknarleik KF.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Varnarjaxlinn Milos Glogovac.
Varnarjaxlinn Milos Glogovac.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Þór Rósbergsson kom til KF í vetur.
Kristinn Þór Rósbergsson kom til KF í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. KF 33 stig

12. KF
Heimasíða: kfbolti.is
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í 2. deild

Fjallabyggð hafnaði í öðru sæti 2. deildar í fyrra og leikur því í 1. deild í sumar. Liðið mun gera stutt stopp þar ef spá þjálfara og fyrirliða deildarinnar rætist. KF hefur ekki gert rósir á undirbúningstímabilinu og fengið stóra skelli. Einn helsti leikmaður liðsins í fyrra, markahrókurinn Þórður Birgisson, er horfinn á braut.

Þjálfarinn: Lárus Orri Sigurðsson, fyrrum atvinnumaður á Englandi og landsliðsmaður, tók við þjálfun liðsins fyrir tímabilið 2011. Í fyrra var liðinu spáð sjöunda sæti 2. deildar en kom á óvart og tryggði sér á endanum sæti í 1. deild.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann er fyrrum þjálfari Leiknis í Breiðholti.

Styrkleikar: KF er með reynslumikla menn í Milos Glogovac og Nenad Zivanovic. Tveir leikmenn sem spilað hafa í úrvalsdeild. Þá er kominn 36 ára serbneskur miðjumaður, Vladan Vukovic. Í liðinu eru einnig ungir og graðir strákar. Líklegt er að KF muni liggja aftarlega og þjálfarinn var öflugur varnarmaður á sínum tíma.

Veikleikar: Varnarleikurinn hefur alls ekki verið sannfærandi í þeim leikjum sem ég hef séð. Liðið fékk 25 mörk á sig í Lengjubikarnum. Þar að auki fór liðið í gegnum 6 af 7 leikjum án þess að ná að skora. Það hefur reyndar vantað Nenad sem er lykilpóstur í sóknarleiknum en liðið hefur misst Þórð, þeir tveir náðu virkilega vel saman í fyrra. það er líklegt að erfitt sumar bíði liðinu en ég hef trú á að gamli varnarjaxlinn lagi varnarleikinn.

Lykilmenn: Björn Hákon Sveinsson markvörður, Milos Glogovac og Nenad Zivanovic

Gaman að fylgjast með: Hvernig KF mun standa sig í talsvert sterkari deild. Kristinn Þór Rósbergsson er strákur sem kom á láni frá Þór Akureyri. Sprækur leikmaður sem skoraði mikið í yngri flokkum.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Jón Björgvin Kristjánsson frá ÍA
Björn Hákon Sveinsson frá Noregi
Kristinn Þór Rósbergsson frá Þór
Ottó Hólm Reynisson frá Þór
Teitur Pétursson á láni frá ÍA
Vladan Vukovic

Farnir:
Agnar Þór Sveinsson hættur
Heiðar Gunnólfsson hættur
Hugi Jóhannesson í KR (Var á láni)
Páll Sindri Einarsson í ÍA (Var á láni)
Sigurbjörn Hafþórsson hætttur
Þórður Birgisson í ÍA

Fyrstu leikir KF:
9. maí: Fjölnir - KF
18. maí: Leiknir - KF
23. maí: KF - KA
Athugasemdir
banner
banner