Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   fim 02. maí 2013 13:15
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 9. sæti
BÍ/Bolungarvík
Hafsteinn Rúnar Helgason í baráttunni.
Hafsteinn Rúnar Helgason í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nigel Quashie er kominn frá ÍR.
Nigel Quashie er kominn frá ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. BÍ/Bolungarvík 101 stig
10. Tindastóll 55 stig
11. Völsungur 43 stig
12. KF 33 stig

9. BÍ/Bolungarvík
Heimasíða: bibol.is
Lokastaða í fyrra: 9. sæti í 1. deild

BÍ/Bolungarvík er spáð níunda sæti 1. deildarinnar en það er einmitt sama sæti og liðið endaði í síðasta tímabil. Það hafa orðið dágóðar breytingar á leikmannahópi liðsins. Liðið fékk fimm stig í Lengjubikarnum en Jörundur Áki Sveinsson þjálfari hefur sagt að hann telji leikmannahóp sinn talsvert öflugri en í fyrra. Það er stórt bil í spánni frá BÍ/Bolungarvík og niður til Tindastóls sem spáð er tíunda sætinu.

Þjálfarinn: Jörundur Áki lét af störfum sem aðstoðarþjálfari FH og tók við BÍ/Bolungarvík fyrir síðasta sumar. Hann stýrði liðinu í níunda sæti 1. deildarinnar. Á þjálfaraferli sínum hefur hann meðal annars þjálfað Breiðablik, Stjörnuna og kvennalandsliðið.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann er fyrrum þjálfari Leiknis í Breiðholti.

Styrkleikar: Skástrikið hefur reynslumikla leikmenn sem gætu hjálpað. Menn eins og Pétur Georg Markan og auðvitað Nigel Quashie sem býr yfir reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Jörundur Áki er á sínu öðru ári og hefur náð að styrkja þær stöður sem hann telur hafa þurft. Heimavöllurinn fer klárlega í þennan styrkleikaflokk.

Veikleikar: Of margar breytingar milli ára og getur það tekið tíma að púsla saman nýju liði. Það gæti einnig verið mínus að hafa svona marga erlenda leikmenn en í líklegu byrjunarliði eru sjö erlendir leikmenn.

Lykilmenn: Í svona alþjóðlegu liði er mikilvægt að heimamennirnir stígi upp og verði hjartað í liðinu. Menn eins og Andri Rúnar Bjarnason, Sigurgeir Sveinn Gíslason og Gunnar Már Elíasson.

Gaman að fylgjast með: Matthías Kroknes er ungur og spennandi leikmaður og spennandi að sjá hvernig sumarið verður hjá honum. Svo verður einnig áhugavert að sjá hvernig púslið hjá Jörundi Áka mun ganga.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Andri Freyr Björnsson frá Selfyssingum
Loic Ondo frá Grindavík
Max Touloute frá Tindastóli
Matthías Króknes Jóhannsson frá Fram
Michael Abnett frá Englandi
Nigel Quashie frá ÍR

Farnir:
Alexander Jackson Möller
Goran Vujic til Serbíu
Gunnlaugur Jónasson hættur
Haukur Ólafsson í ÍH
Helgi Valur Pálsson í Hauka (Var á láni frá FH)
Ingimar Elí Hlynsson í FH (Var á láni)
Jerson Aldair Dos Santos til Englands
Mark Tubæk í Þór
Þórður Ingason í Fjölni

Fyrstu leikir BÍ/Bolungarvíkur:
9. maí: Völsungur - BÍ/Bolungarvík
18. maí: BÍ/Bolungarvík - Þróttur
25. maí: Grindavík - BÍ/Bolungarvík
Athugasemdir
banner