Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   sun 02. júlí 2017 19:33
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs um dómgæsluna: Fannst þetta brandari
Steini var eðlilega hundfúll með úrslitin á Kópavogsvelli
Steini var eðlilega hundfúll með úrslitin á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fúll. Við klárum ekki færin sem við erum að fá og erum ekki að nýta sénsana. Í fyrri hálfleik fannst mér við fá mjög góða sénsa. Í svona leikjum þarftu að nýta þá. Þær eru með manneskju sem að klárar færin sem hún fær og það er það sem skilur að“, sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, þegar Fótbolti.net náði tali af honum eftir tap gegn toppliði Þórs/KA.

Blikar höfðu eygt von um að saxa á forystu Þórs/KA en úrslit dagsins þýða að Blikar falla niður í 4. sæti deildarinnar og eru 7 stigum frá toppnum þegar deildin fer í "EM-pásu".

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Þór/KA

Steini segir Söndru Mayor hafa verið muninn á liðunum í dag en líkt og í síðustu viðureign liðanna var það hún sem að skoraði mörk Þórs/KA, nánast með 100% færanýtingu.

„Þær fengu eitt færi fyrir utan þessi mörk. Mér fannst ekkert vera að gerast hjá þeim. Mér fannst við vera með góð tök á þessu og engin hætta allan leikinn. Þetta er bara sama tuggan í öllum þremur leikjunum sem við höfum spilað við þær. Munurinn á þessum liðum er náttúrulega bara einn leikmaður sem klárar færin sem hún fær.“

Það var hart barist í leiknum en Steini var ekki ósáttur við að dómarinn leyfði hörku. Honum fannst dómarinn hinsvegar ekki halda sinni línu þegar hann dæmdi aukaspyrnu á Blika undir lok leiks. Úr þeirri aukaspyrnu kom sigurmarkið.

„Mér fannst þetta bara brandari. Hann var búinn að vera með sömu línu allan tímann. Leikmenn máttu kljást og leikmenn máttu toga. Ef þú hefur ekki pung til að halda út allan leikinn þá skaltu bara hætta að dæma,“ sagði Steini meðal annars, afar ósáttur við dómgæsluna í dag.

Leikurinn hófst ekki gæfulega fyrir Blika en Svava Rós Guðmundsdóttir þurfti að fara meidd af velli strax á upphafsmínútunum. Það hafði vissulega mikil áhrif á leik Breiðabliks.

„Það breytir ákveðnu jafnvægi í liðinu og það var mjög slæmt fyrir okkur,“ sagði Steini sem þurfti einnig að taka Rakel Hönnudóttur af velli vegna meiðsla í síðari hálfleik.

„Það er partur af þessu að þú getur lent í meiðslum en það er auðvitað dýrt að missa þetta sterka leikmenn.“

Framundan er mánaðarlöng pása í deildinni vegna Evrópumótsins en Steini sér ekki fram á að geta nýtt tímann vel þar sem fámennt verður í Kópavoginum. Fimm Blikar á leið á EM og aðrar fjórar á leið til Bandaríkjanna í nám, búnar að leika síðasta leik sinn í deildinni þetta sumarið.

„Ég get voða lítið gert. Er með fimm í landsliðsverkefni og það eru fjórar að fara til Bandaríkjanna þannig að ég er svosem ekki að fara að gera neitt gáfulegt.“
Athugasemdir
banner
banner