Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 02. júlí 2017 19:33
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs um dómgæsluna: Fannst þetta brandari
Steini var eðlilega hundfúll með úrslitin á Kópavogsvelli
Steini var eðlilega hundfúll með úrslitin á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fúll. Við klárum ekki færin sem við erum að fá og erum ekki að nýta sénsana. Í fyrri hálfleik fannst mér við fá mjög góða sénsa. Í svona leikjum þarftu að nýta þá. Þær eru með manneskju sem að klárar færin sem hún fær og það er það sem skilur að“, sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, þegar Fótbolti.net náði tali af honum eftir tap gegn toppliði Þórs/KA.

Blikar höfðu eygt von um að saxa á forystu Þórs/KA en úrslit dagsins þýða að Blikar falla niður í 4. sæti deildarinnar og eru 7 stigum frá toppnum þegar deildin fer í "EM-pásu".

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Þór/KA

Steini segir Söndru Mayor hafa verið muninn á liðunum í dag en líkt og í síðustu viðureign liðanna var það hún sem að skoraði mörk Þórs/KA, nánast með 100% færanýtingu.

„Þær fengu eitt færi fyrir utan þessi mörk. Mér fannst ekkert vera að gerast hjá þeim. Mér fannst við vera með góð tök á þessu og engin hætta allan leikinn. Þetta er bara sama tuggan í öllum þremur leikjunum sem við höfum spilað við þær. Munurinn á þessum liðum er náttúrulega bara einn leikmaður sem klárar færin sem hún fær.“

Það var hart barist í leiknum en Steini var ekki ósáttur við að dómarinn leyfði hörku. Honum fannst dómarinn hinsvegar ekki halda sinni línu þegar hann dæmdi aukaspyrnu á Blika undir lok leiks. Úr þeirri aukaspyrnu kom sigurmarkið.

„Mér fannst þetta bara brandari. Hann var búinn að vera með sömu línu allan tímann. Leikmenn máttu kljást og leikmenn máttu toga. Ef þú hefur ekki pung til að halda út allan leikinn þá skaltu bara hætta að dæma,“ sagði Steini meðal annars, afar ósáttur við dómgæsluna í dag.

Leikurinn hófst ekki gæfulega fyrir Blika en Svava Rós Guðmundsdóttir þurfti að fara meidd af velli strax á upphafsmínútunum. Það hafði vissulega mikil áhrif á leik Breiðabliks.

„Það breytir ákveðnu jafnvægi í liðinu og það var mjög slæmt fyrir okkur,“ sagði Steini sem þurfti einnig að taka Rakel Hönnudóttur af velli vegna meiðsla í síðari hálfleik.

„Það er partur af þessu að þú getur lent í meiðslum en það er auðvitað dýrt að missa þetta sterka leikmenn.“

Framundan er mánaðarlöng pása í deildinni vegna Evrópumótsins en Steini sér ekki fram á að geta nýtt tímann vel þar sem fámennt verður í Kópavoginum. Fimm Blikar á leið á EM og aðrar fjórar á leið til Bandaríkjanna í nám, búnar að leika síðasta leik sinn í deildinni þetta sumarið.

„Ég get voða lítið gert. Er með fimm í landsliðsverkefni og það eru fjórar að fara til Bandaríkjanna þannig að ég er svosem ekki að fara að gera neitt gáfulegt.“
Athugasemdir
banner
banner