Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 02. júlí 2017 19:33
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs um dómgæsluna: Fannst þetta brandari
Kvenaboltinn
Steini var eðlilega hundfúll með úrslitin á Kópavogsvelli
Steini var eðlilega hundfúll með úrslitin á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fúll. Við klárum ekki færin sem við erum að fá og erum ekki að nýta sénsana. Í fyrri hálfleik fannst mér við fá mjög góða sénsa. Í svona leikjum þarftu að nýta þá. Þær eru með manneskju sem að klárar færin sem hún fær og það er það sem skilur að“, sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, þegar Fótbolti.net náði tali af honum eftir tap gegn toppliði Þórs/KA.

Blikar höfðu eygt von um að saxa á forystu Þórs/KA en úrslit dagsins þýða að Blikar falla niður í 4. sæti deildarinnar og eru 7 stigum frá toppnum þegar deildin fer í "EM-pásu".

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Þór/KA

Steini segir Söndru Mayor hafa verið muninn á liðunum í dag en líkt og í síðustu viðureign liðanna var það hún sem að skoraði mörk Þórs/KA, nánast með 100% færanýtingu.

„Þær fengu eitt færi fyrir utan þessi mörk. Mér fannst ekkert vera að gerast hjá þeim. Mér fannst við vera með góð tök á þessu og engin hætta allan leikinn. Þetta er bara sama tuggan í öllum þremur leikjunum sem við höfum spilað við þær. Munurinn á þessum liðum er náttúrulega bara einn leikmaður sem klárar færin sem hún fær.“

Það var hart barist í leiknum en Steini var ekki ósáttur við að dómarinn leyfði hörku. Honum fannst dómarinn hinsvegar ekki halda sinni línu þegar hann dæmdi aukaspyrnu á Blika undir lok leiks. Úr þeirri aukaspyrnu kom sigurmarkið.

„Mér fannst þetta bara brandari. Hann var búinn að vera með sömu línu allan tímann. Leikmenn máttu kljást og leikmenn máttu toga. Ef þú hefur ekki pung til að halda út allan leikinn þá skaltu bara hætta að dæma,“ sagði Steini meðal annars, afar ósáttur við dómgæsluna í dag.

Leikurinn hófst ekki gæfulega fyrir Blika en Svava Rós Guðmundsdóttir þurfti að fara meidd af velli strax á upphafsmínútunum. Það hafði vissulega mikil áhrif á leik Breiðabliks.

„Það breytir ákveðnu jafnvægi í liðinu og það var mjög slæmt fyrir okkur,“ sagði Steini sem þurfti einnig að taka Rakel Hönnudóttur af velli vegna meiðsla í síðari hálfleik.

„Það er partur af þessu að þú getur lent í meiðslum en það er auðvitað dýrt að missa þetta sterka leikmenn.“

Framundan er mánaðarlöng pása í deildinni vegna Evrópumótsins en Steini sér ekki fram á að geta nýtt tímann vel þar sem fámennt verður í Kópavoginum. Fimm Blikar á leið á EM og aðrar fjórar á leið til Bandaríkjanna í nám, búnar að leika síðasta leik sinn í deildinni þetta sumarið.

„Ég get voða lítið gert. Er með fimm í landsliðsverkefni og það eru fjórar að fara til Bandaríkjanna þannig að ég er svosem ekki að fara að gera neitt gáfulegt.“
Athugasemdir
banner