Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
   mið 02. september 2015 14:10
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Eiður Smári: Hollendingar búast við flugeldasýningu
Icelandair
Eiður Smári á æfingu í Amsterdam.
Eiður Smári á æfingu í Amsterdam.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eiður Smári Guðjohnsen er einn af fáum leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem voru í liðinu í 2-0 tapi gegn Hollendingum í október árið 2008. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en nú er Ísland fimm stigum á undan Hollendingum í undankeppni EM.

„Það er allt annað uppi á teningnum. Við erum í mun betri stöðu og það er mun jákvæðari stemning í kringum íslenska landsliðið," sagði Eiður við Fótbolta.net í dag.

;,Það helst kannski í hendur við úrslit. Auðvitað er alltaf erfitt að koma til Hollands og spila við hollenska liðið sem er gríðarlega sterkt. Það er alveg sama hvaða lið kemur hingað, það þarf að eiga frábæran leik til að ná í úrslit."

Hollendingar eru í þriðja sæti riðilsins með tíu stig eftir sex leiki. „Öll pressan er á þeim. Þeir verða að vinna okkur. Það getur á einhverjum tímapunkti í leiknum hjálpað okkur. Hollenska þjóðin býst við einhverju af liðinu, hun býst við flugeldasýningu og hefna fyrir leikinn á Íslandi. Við þurfum að vera skipulagðir og leyfa þeim ekki að komast á flug, Þegar líða tekur á leikinn þá munu opnast fyrir okkar möguleikar og við þurfum að nýta okkur það."

Ísland er á toppnum með fimmtán stig og margir eru farnir að horfa á EM í Frakklandi á næsta ári. „Við höfum líklega aldrei verið jafn nálægt en það er samt ennþá langt í land. Það eru mörg stór skref eftir. Því fleiri leiki sem við spilum og því fleiri leiki sem við vinnum þá tökum við skref í áttina."

Eiður Smári mætir nýklipptur í leikinn á morgun en hann var einn af leikmönnum sem fóru í klippingu hjá hinum þekkta Hanni Hanna.

„Það þurfti ekki mikið að klippa hjá mér. Það þurfti rétt svo að renna yfir þetta," sagði Eiður Smári léttur í bragði að lokum.

Hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal við Eið Smára.
Athugasemdir
banner
banner