Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 03. apríl 2013 11:39
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Segir að David James sé ekki á háum launum
David James við undirskriftina í gær.
David James við undirskriftina í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Ólafsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍBV, segir við Vísi.is að David James sé ekki að þiggja hjá laun fyrir það að spila með liðinu.

James er 42 ára fyrrum stórstjarna í ensku úrvalsdeildinni og með enska landsliðinu en Óskar segir hann ekki koma til landsins til að græða peninga.

„Hann er að mestu leyti að gera þetta af góðmennskunni. Við sjáum honum fyrir íbúð og gerum honum kleift að hafa það gott á Íslandi í sumar," sagði Óskar í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á Vísi.

„Ég vildi að margir aðrir íslenskir knattspyrnumenn væru á álíka launum. Þá værum við í góðum málum."

Þá segir Óskar að enginn verði ríkur af því að spila á Íslandi en James fái þarna tækifæri til að hefja sinn þjálfaraferil en hann verður aðstoðarmaður Hermanns Hreiðarssonar.

Sjá einnig:
David James í viðtali við Fótbolta.net eftir undirskriftina í gær
Athugasemdir
banner
banner
banner