Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 02. apríl 2013 19:31
Hafliði Breiðfjörð
James: Fylkisstelpur styðja okkur gegn öllum nema Fylki
David James er nýjasti leikmaður ÍBV efitr undirskriftina í höfuðstöðvum Coca Cola á Íslandi í dag.
David James er nýjasti leikmaður ÍBV efitr undirskriftina í höfuðstöðvum Coca Cola á Íslandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
<b><i>,,Við köllum hann Messi.''</i></B><br>James um Víði Þorvarðarson leikmann ÍBV.
,,Við köllum hann Messi.''
James um Víði Þorvarðarson leikmann ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
<i><b>,,Hermann sagði að hann væri  ekki tilbúinn að spila ólöglegum leikmönnum þó það sé nokkuð algengt í þessari keppni.''</i></b><br>James vildi fá að spila með ÍBV gegn Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikarnum í gær en varð ekki að ósk sinni.
,,Hermann sagði að hann væri ekki tilbúinn að spila ólöglegum leikmönnum þó það sé nokkuð algengt í þessari keppni.''
James vildi fá að spila með ÍBV gegn Víkingi frá Ólafsvík í Lengjubikarnum í gær en varð ekki að ósk sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
<i>,,Stelpurnar hafa sagt mér að eina skiptið sem þær munu ekki styðja okkur verði þegar við spilum gegn karlaliði þeirra.''</i><br>James um kvennalið Fylkis sem hann kynntist hér á landi og svo þegar þær fóru í æfingaferð í heimabæ hans.
,,Stelpurnar hafa sagt mér að eina skiptið sem þær munu ekki styðja okkur verði þegar við spilum gegn karlaliði þeirra.''
James um kvennalið Fylkis sem hann kynntist hér á landi og svo þegar þær fóru í æfingaferð í heimabæ hans.
Mynd: Twitter síða Ruth Þórðar Þórðardóttur
James við undirskriftina hjá ÍBV í dag.
James við undirskriftina hjá ÍBV í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Hvað er hann að gera, við fáum hann til að skipta, útvegum honum Liverpool búning," sagði David James hneykslaður í höfuðsstöðvum Coca Cola á Íslandi í dag þegar hann sá ungan dreng í Everton búning merktan Leighton Baines.

James sem er fyrrverandi markvörður Liverpool var þangað mættur til að skrifa undir samning við ÍBV um að spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar og verður einnig aðstoðarþjálfari.

Hermann hringdi sagði mér að ég væri að koma til ÍBV
,,Ég fékk símtal frá Hermanni Hreiðarssyni fyrir sex vikum eða tveimur mánuðum síðan þar sem hann sagði mér að ég væri að fara að koma hingað til að spila og þjálfa fyrir sig. Ég sagði já, allt í lagi," sagði James aðspurður afhverju hann væri að koma til Íslands að spila. En hvað var það fyrsta sem hann hugsaði þegar Hermann hringdi?

,,Já, allt í lagi," sagði James. ,,Ég þekki vel til Hermanns síðan við vorum hjá Portsmouth. Hann er yndislegur karakter og frábær náungi. Ég þekki hann mjög vel. Ef hann hefði sagt mér að ég ætti að hugsa málið þá hefði ég ekki talið hann nógu ákveðinn í þessu en hann var ákveðinn í að hann vildi að ég kæmi. Þetta er gott tækifæri fyrir mig að halda áfram að spila en líka gott tækifæri til að fara út í þjálfun og hjálpa til við að bæta liðið og ná árangri."

Hjá ÍBV fær James að endurnýja kynni sín af Evrópukeppni því ÍBV er í undankeppni Evrópudeildar UEFA sem hefst í sumar.

,,Það er planið, við förum í forkeppni Evrópudeildarinnar, og það væri stórt að komast í Evrópudeildina sjálfa. Ég hef séð strákana nokkrum sinnum og líkar við hæfileikana þeirra og tel okkur eiga möguleika."

Við köllum hann Messi
James var á hliðarlínunin sem aðstoðarþjálfari þegar ÍBV vann Víking frá Ólafsvík í Lengjubikarnum í gær. Þar heyrðist hann nokkrum sinnum kalla á Messi innan vallar og átti þá við Víði Þorvarðarson leikmann ÍBV liðsins sem fór mikinn á vellinum.

,,Já auðvitað, það er Víðir, við köllum hann Messi," sagði James en er hann það góður? ,,Þið munuð sjá það," bætti hann við.

,,Þetta lið er góð blanda, það er reynsla í mér og Hermanni og það eru margir ungir spennandi leikmenn. Ég hef spilað í 26 ár núna og ég hef þegar sagt þeim að ef þeir vilji ræða eitthvað þá endilega koma að spyrja mig. Það þarf ekki að vera að það sé rétta svarið en það verður svar byggt á reynslu. Að gefa þessum drengjum með mér og Hermanni tækifæri til að vinna eitthvað og ná árangri er það eina sem hægt er að fara fram á."

James verður sem fyrr sagði aðstoðarmaður Hermanns með liðið. En í því hlutverki hlýtur hann að aðstoða við að fá leikmenn til liðsins er það ekki?

,,Eins og ég útskýrði fyrir félaginu þegar þá gerir góður þjálfari aðra leikmenn betri og þá þarf ekki að fá nýja menn inn. Hermann fékk mig ekki bara til að spila heldur til að hjálpa honum að þjálfa. Ég einbeiti mér helst að því að bæta leikmennina í gegnum taktík liðsins, einstaklings vinnuna og af því sem ég hef séð er nóg til staðar. Hermann er stjórinn og ef hann kemur með nýja leikmenn þá er það hans mál, ég stýri ekki þeirri deild."

En myndirðu hjálpa til við að fá gamla vini til félagsins? ,,Nei ég myndi ekki gera það. Það eru menn eins og Víðir og margir aðrir sem hafa mikinn metnað og stór markmið og það er okkar að hjálpa þeim að ná þeim markmiðum."

Hermann vildi ekki spila ólöglegum leikmönnum
James hefur ekki spilað með liðinu ennþá en hvernig er líkamlegt stand hans?

,,Það er gott, ég hefði spilað í gær en var ekki búinn að skrifa undir samning. Hermann sagði að hann væri ekki tilbúinn að spila ólöglegum leikmönnum þó það sé nokkuð algengt í þessari keppni. Hann er heiðarlegur og eins og eins og ég sagði í byrjun viðtalsins þegar hann sagði að ég væri að koma að spila hérna, ef ég hefði ekki trú á heiðarleika hans þá væri ég ekki ánægður. Ég vildi spila í gær en það gat ekki gerst. Ég er tilbúinn og hlakka til."

David James er 42 ára gamall en hvað telur hann sig eiga mörg ár eftir í boltanum?

,,Ég var að hugsa til þess að þau eru líklega átta eða níu, ég spila til fimmtugs," grínaðist James. ,,Nei eins og ég sagði þá hef ég meiri áhuga á að skapa liðið og þar á meðal markmennina. Árangur fyrir mér væri að eiga gott tímabil en líka að koma einum af ungu markmönnunum. Svo íslenskur fótbolti eigi góðan markvörð í framtíðinni en ekki David James sem fer aftur til Englands á einhverjum tímapunkti."

Fylkisstelpur styðja okkur í öllum leikjum nema gegn Fylki
Að lokum var komið að klassísku spurningunni um hvort James viti eitthvað um Ísland?

,,Nei, ekkert nema að Hermann hafi verið létt geggjaður þegar hann var hjá Portsmouth. Ég kom fyrst hingað fyrir þremur vikum og ég er orðinn ástfanginn af landinu. Það er ótrúlegt," sagði James en hvað er til í því að kvennalið Fylkis hafi selt honum félagið og landið?

,,Það er smá vandamál því þeirra lið er andstæðingur. Stelpurnar komu til Bournemouth og við skemmtum okkur vel. Ég skemmti mér mjög vel með nokkrum af leikmönnum þeirra. Þetta er yndislegur staður og það var vel tekið á móti mér. Stelpurnar hafa sagt mér að eina skiptið sem þær munu ekki styðja okkur verði þegar við spilum gegn karlaliði þeirra. Maður getur ekki fengið allt."
Athugasemdir
banner
banner
banner