Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fös 04. maí 2018 15:30
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deild kvenna: 8. sæti
Afturelding/Fram
Aftureldingu/Fram er spáð 8. sæti í Inkasso-deildinni
Aftureldingu/Fram er spáð 8. sæti í Inkasso-deildinni
Mynd: Raggi Óla
Stefanía Valdimarsdóttir verður í lykilhlutverki hjá nýliðunum
Stefanía Valdimarsdóttir verður í lykilhlutverki hjá nýliðunum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Cecílía Rán er einn efnilegasti markvörður landsins
Cecílía Rán er einn efnilegasti markvörður landsins
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Afturelding/Fram, 58 stig
9. Hamrarnir, 48 stig
10. Sindri, 23 stig

8. Afturelding/Fram

Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 2. deild. Afturelding/Fram sigraði 2. deild með yfirburðum.

Þjálfarinn: Júlíus Ármann Júlíusson eða Júlli eins og hann er alltaf kallaður er áfram með stjórnartaumana hjá Aftureldingu/Fram. Hann gerði góða hluti á síðustu leiktíð en undir hans stjórn sigraði liðið 2. deildina á sannfærandi hátt. Í kjölfarið var Júlli valinn þjálfari ársins í 2. deild kvenna á Fótbolta.net.

Styrkleikar: Liðið er þétt og vel skipulagt til baka og getur svo verið stórhættulegt í skyndisóknum en besti leikmaður 2. deildar í fyrra, hin eldfljóta Stefanía Valdimarsdóttir verður í fremstu víglínu. Hún skoraði 16 mörk í fyrra og á eftir að vera skeinuhætt.

Veikleikar: Liðið spilar í sterkari deild en í fyrra og það munar um að margir lykilmenn frá síðasta tímabili verða fjarri góðu gamni í ár. Ungir og reynslulitlir leikmenn gætu lent í vandræðum í öflugri 1.deild. Þá er breidd leikmannahópsins ekki mikil.

Lykilmenn: Stefanía Valdimarsdóttir, Valdís Ósk Sigurðardóttir, Eva Rut Ásþórsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Cecilía Rán Rúnarsdóttir er stórefnilegur markvörður sem er fædd árið 2003. Hún spilaði 5 leiki í 2. deild í fyrra og gæti fengið stærra hlutverk í ár. Hún á fjóra unglingalandsleiki að baki og fékk atkvæði sem efnilegasti leikmaður 2. deildar eftir síðasta tímabil.

Júlíus þjálfari aðspurður um hvort spáin hafi komið á óvart:

„Nei, alls ekki ef að menn vita að einungis fjórir leikmenn sem voru í byrjunarliðinu síðasta sumar hafa verið að byrja leikina í Lengjubikar. Stelpurnar ákváðu hver af annari að fjölga mannkyninu þannig það verða átta börn á hliðarlínunni í sumar, sem er frábært.“

Hvernig leggst það í Aftureldingu/Fram að spila í 1. deild eftir sigur í 2.deild síðastliðið sumar,?

„Síðasta sumar var meiriháttar fyrir Aftureldingu/Fram. Leikmenn æfðu vel og stemmningin í hópnum var ótrúleg. Þær voru ákveðnar að standa sig vel og spáin hjálpaði okkur að snúa bökum saman og ná okkar markmiðum, hvað sem hver sagði eða spáði fyrir. Nú er okkur spáð 8. sæti sem er bara fínt fyrir okkur að vinna með og fín hvatning að gera betur sem ég veit að við munum gera, enda eru þessar stelpur ótrúlegir snillingar. Við munum berjast fyrir hverju einasta stigi sem er í boði.

Júlli vildi lítið gefa upp um markmið liðsins en ætlar sér þó að afsanna spánna.

„Markmiðin eru skýr og verða ekki gefin upp hér en það er á hreinu að við erum betri en menn halda.“

Komnar:
Anna Pálína Sigurðardóttir frá Hvíta Riddaranum
Janet Egyr frá Víkingi Ólafsvík
Samira Suleman frá Víkingi Ólafsvík
Selma Rut Gestsdóttir frá ÍR
Sigurrós Halldórsdóttir frá Hvíta Riddaranum
Marsý Dröfn Jónsdóttir frá Fjölni.
Eva Rún Þorsteinsdóttir komin til baka eftir barneignarfrí
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir frá Fjölni

Farnar:
Amanda Mist Pálsdóttir í Hamrana
Lilja Vigdís Davíðsdóttir í Fylki (úr láni)
Sigrún Gunndís Harðardóttir, barneignarfrí
Matthildur Þórðardóttir, barneignarfrí
Svandís Ösp Long, barneignarfrí
Þórdís María Aikman, barneignarfrí
Thelma Björk Theodórsdóttir, barneignarfrí

Fyrstu leikir Aftureldingar/Fram:
10. maí Afturelding/Fram – Fylkir
19. maí Afturelding/Fram – Hamrarnir
27. maí Haukar – Afturelding/Fram
Athugasemdir
banner
banner
banner