Andri Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir samning við sænska félagið Helsingborg en þetta var staðfest nú rétt í þessu.
Andri hefur verið í viðræðum við Helsingborg undanfarna daga og í dag krotaði hann undir tveggja ára samning.
Hann má byrja að spila með liðinu í janúar.
„Það er mjög gott að vera kominn hingað og ég hlakka til að spila fyrir framan þessa mögnuðu stuðningsmenn," sagði Andri Rúnar kampakátur eftir að vistaskiptin voru staðfest.
Andri hefur verið í viðræðum við Helsingborg undanfarna daga og í dag krotaði hann undir tveggja ára samning.
Hann má byrja að spila með liðinu í janúar.
„Það er mjög gott að vera kominn hingað og ég hlakka til að spila fyrir framan þessa mögnuðu stuðningsmenn," sagði Andri Rúnar kampakátur eftir að vistaskiptin voru staðfest.
Per-Ola Ljung, þjálfari Helsingborg, er mjög ánægður með Andra.
„Við höldum áfram að byggja lið okkar upp. Andri kemur með sigurhugarfar og mörk inn í liðið okkar," sagði hann.
Andri Rúnar sló í gegn með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar en hann jafnaði markametið í efstu deild með því að skora 19 mörk. Hann var eftir tímabilið valinn besti leikmaður deildarinnar hjá Fótbolta.net.
Helsingborg er í 6. sæti í sænsku B-deildinni og á ekki möguleika á að fara upp um deild. Helsingborg hefur fimm sinnum orðið sænskur meistari en liðið féll úr efstu deild í fyrra.
Árið 2012 raðaði Alfreð Finnbogason inn mörkum með Helsingborg í
sænsku úrvalsdeildinni en hann skoraði tólf mörk í sautján leikjum áður en Heerenveen keypti hann.
Välkommen till HIF Andri Runar Bjarnason!
— Helsingborgs IF (@HelsingborgsIF) November 4, 2017
👉🏼 https://t.co/1Tl0KSDQsp pic.twitter.com/ELbNmPGnAE
Athugasemdir