PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   lau 04. nóvember 2017 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Rúnar til Helsingborg (Staðfest)
Andri Rúnar fór á kostum með Grindavík í sumar.
Andri Rúnar fór á kostum með Grindavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir samning við sænska félagið Helsingborg en þetta var staðfest nú rétt í þessu.

Andri hefur verið í viðræðum við Helsingborg undanfarna daga og í dag krotaði hann undir tveggja ára samning.

Hann má byrja að spila með liðinu í janúar.

„Það er mjög gott að vera kominn hingað og ég hlakka til að spila fyrir framan þessa mögnuðu stuðningsmenn," sagði Andri Rúnar kampakátur eftir að vistaskiptin voru staðfest.

Per-Ola Ljung, þjálfari Helsingborg, er mjög ánægður með Andra.

„Við höldum áfram að byggja lið okkar upp. Andri kemur með sigurhugarfar og mörk inn í liðið okkar," sagði hann.

Andri Rúnar sló í gegn með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar en hann jafnaði markametið í efstu deild með því að skora 19 mörk. Hann var eftir tímabilið valinn besti leikmaður deildarinnar hjá Fótbolta.net.

Helsingborg er í 6. sæti í sænsku B-deildinni og á ekki möguleika á að fara upp um deild. Helsingborg hefur fimm sinnum orðið sænskur meistari en liðið féll úr efstu deild í fyrra.

Árið 2012 raðaði Alfreð Finnbogason inn mörkum með Helsingborg í
sænsku úrvalsdeildinni en hann skoraði tólf mörk í sautján leikjum áður en Heerenveen keypti hann.



Athugasemdir
banner
banner
banner