Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
„Ég er búinn að eiga gott tímabil en ég átti kannski ekki alveg von á þessu," sagði Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindvíkinga, við Fótbolta.net í dag. Andri er leikmaður tímabilsins í Pepsi-deild karla hjá Fótbolta.net.
Andri er kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni í sumar og er marki frá því að jafna markametið í efstu deild. Tryggvi Guðmundsson, einn af þeim sem á markametið, óskaði Andra til hamingju með að ná metinu þegar tvær umferðir voru eftir.
Andri er kominn með 18 mörk í Pepsi-deildinni í sumar og er marki frá því að jafna markametið í efstu deild. Tryggvi Guðmundsson, einn af þeim sem á markametið, óskaði Andra til hamingju með að ná metinu þegar tvær umferðir voru eftir.
„Þetta var skemmtileg taktík hjá Tryggva. Ég reyni bara að kasta þessu frá mér," sagði Andri sem náði ekki að skora í leiknum gegn KA í næstsíðustu umferðinni og var valinn í EKKI liðið á Fótbolta.net.
„Leikurinn var ekkert frábær. Ég var samt kannski ekki alveg eins lélegur og ykkar fréttaritari sagði. Ég var búinn að vera stífur í vikunni og var ekki alveg heill. Ég fékk eitt færi í lokin sem ég hefði getað skorað úr."
Fær ekkert gefins hjá vini sínum
Grindavík fær Fjölni í heimsókn í lokaumferðinni á laugardaginn. Þar fær Andri tækifæri til að bæta eða jafna metið. Í marki Fjölnis er Þórður Ingason, góður vinur Andra, en þeir spiluðu saman hjá BÍ/Bolungarvík árin 2011 og 2012.
„Hann þekkir alltof vel inn á mig eins og sást í síðasta leik. Hann varði víti og fjögur dauðafæri frá mér. Ég verð að skora á hann núna og hefna mín. Við erum góðir vinir en hann er aldrei að fara að leyfa mér að skora," sagði Andri og hló.
Fór í ræktina fyrir vinnu
Andri stefnir á að fara út í atvinnumennsku eftir tímabilið. Eitthvað sem virtist fjarlægt fyrir þetta tímabil.
„Mér finnst ég eiga það skilið núna. Ég var ekki nógu duglegur að leggja á mig síðustu 3-4 ár. Ég hefði kannski getað farið fyrr út ef ég hefði drullast til að fara fyrr af stað. Það er betra seint en aldrei," sagði Andri en hann æfði gríðarlega vel á undirbúningstímabilinu.
„Fyrir vinnu fór ég í ræktina til að taka þessar leiðinlegu æfingar, auka hlaup og þannig. Ég fór líka í ræktina til að teygja á og gera hluti sem maður gerir ekki heima hjá sér. Þetta var blanda af mörgu."
„Óli (Stefán Flóventsson) og Jankó (Milan Stefán Jankovic) sögðu við mig síðasta haust að ég væri besti framherji sem þeir hefðu verið með í Grindavík. Þeir sögðu að ég gæti klárlega farið í atvinnumennsku ef ég myndi æfa eins og maður," sagði Andri.
Vinirnir höfðu trú í Draumaliðsdeildinni
Andri er stigahæsti leikmaðurinn í Draumaliðsdeild Eyjabita í sumar með 140 stig. Fáir þátttakendur í leiknum keyptu hann í liðið strax í vor.
„Það voru aðallega vinir mínir fyrir vestan. Þeir voru búnir að kalla þetta í vor," sagði Andri en hann er frá Bolungarvík.
Sjá einnig:
Bestur 2016 - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur 2015 - Emil Pálsson (FH)
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir