Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
   sun 05. maí 2013 13:15
Magnús Már Einarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 6. sæti
Leiknir
Ólafur Hrannar Kristjánsson er tekinn við fyrirliðabandi Leiknis.
Ólafur Hrannar Kristjánsson er tekinn við fyrirliðabandi Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni Halldórsson er lykilmaður.
Hilmar Árni Halldórsson er lykilmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Bjarni Guðmundsson og Ólafur Hrannar.
Óttar Bjarni Guðmundsson og Ólafur Hrannar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Egill Atlason kom frá Víkingi R.
Egill Atlason kom frá Víkingi R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Leiknir 127 stig
7. Fjölnir 123 stig
8. Þróttur 121 stig
9. BÍ/Bolungarvík 101 stig
10. Tindastóll 55 stig
11. Völsungur 43 stig
12. KF 33 stig

6. Leiknir
Heimasíða: leiknir.com
Lokastaða í fyrra: 10. sæti í 1. deild

Leiknisliðið hefur alls ekki náð að standa undir væntingum síðustu tvö tímabil. Í fyrra bjargaði liðið sér frá falli á ævintýralegan hátt með því að vinna síðustu þrjá leiki sína. Leiknir hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu og afrakði það meðal annars að vinna Reykjavíkurmeistaratitilinn.

Þjálfararnir: Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson. Tveir ungir og efnilegir þjálfarar sem eru heimamenn. Freyr hefur síðustu ár starfað fyrir Val, síðast sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla en þar á undan sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann er fyrrum þjálfari Leiknis í Breiðholti.

Styrkleikar: Liðið heldur sama kjarna og undanfarin ár. Komnir nokkrir sprækir menn sem eiga eftir að hjálpa, þar á meðal spennandi færeyskan leikmann sem heitir því skemmtilega nafni Dánjal Á Lakjuni. Liðið hefur spilað góðan fótbolta í vetur og hampaði Reykjavíkurmeistaratitlinum.

Veikleikar: Liðinu vantar fleiri toppleikmenn. Mjög jafnt lið en vantar meiri gæði í hópinn. Þá vantar breidd í nokkrar stöður og liðið gæti lent í vandræðum ef það lendir í skakkaföllum. Mikilvægt fyrir liðið að byrja vel.

Lykilmenn: Óttar Bjarni Guðmundsson, Hilmar Árni Halldórsson og Dánjal á Lákjuni.

Gaman að fylgjast með: Mjög athyglisvert að sjá hvernig liðið nær að rífa sig upp eftir tvö döpur ár þar sem liðið bjargaði sér frá falli í lokaumferðum. Áhugavert er að liðið leikur í byrjun móts í ár þrjá fyrstu leikina gegn þeim liðum sem spáð er neðstu sætum.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Dánjal Á Lakjuni frá ÍF í Færeyjum
Egill Atlason frá Víkingi R.
Eyjólfur Tómasson frá Val (var í láni)
Gestur Ingi Harðarson frá Berserkjum
Helgi Óttarr Hafsteinsson frá Víkingi Ó.
Pétur Örn Svansson byrjaður aftur
Sævar Freyr Alexandersson frá Aftureldingu
Steinarr Guðmundsson byrjaður aftur
Stefán Birgir Jóhannesson frá Fram

Farnir:
Andri Steinn Birgisson í Hauka
Ásgeir Þór Magnússon í Val (var á láni)
Damir Muminovic í Víking Ólafsvík
Gunnar Einarsson hættur
Kjartan Andri Baldvinsson
Kristján Páll Jónsson í Fylki
Samuel Petrone
Stefán Jóhann Eggertsson í HK
Zlatko Krickic í Stál-úlf

Fyrstu leikir Leiknis:
9. maí: Leiknir - Tindastóll
18. maí: Leiknir - KF
25. maí: Völsungur - Leiknir
Athugasemdir
banner
banner