Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
fimmtudagur 18. desember
Sambandsdeildin
fimmtudagur 27. nóvember
miðvikudagur 19. nóvember
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
sunnudagur 16. nóvember
Undankeppni HM
fimmtudagur 13. nóvember
Undankeppni EM U21
Undankeppni HM
miðvikudagur 12. nóvember
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
fimmtudagur 6. nóvember
Sambandsdeildin
miðvikudagur 29. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
sunnudagur 26. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 24. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 22. október
Evrópukeppni unglingaliða
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
föstudagur 12. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 1. janúar
Championship
Ipswich Town 1 - 0 Oxford United
Watford 1 - 0 Birmingham
Preston NE 0 - 0 Sheff Wed
Bristol City 1 - 0 Portsmouth
Derby County 0 - 0 Middlesbrough
Blackburn 0 - 2 Wrexham
Charlton Athletic 0 - 1 Coventry
Hull City 0 - 0 Stoke City
QPR 0 - 0 Norwich
Sheffield Utd - Leicester - 17:30
Southampton 0 - 0 Millwall
Swansea 0 - 0 West Brom
Úrvalsdeildin
Sunderland - Man City - 20:00
Crystal Palace - Fulham - 17:30
Liverpool - Leeds - 17:30
Brentford - Tottenham - 20:00
Vináttuleikur
Jordan U-23 1 - 1 Japan U-23
mið 05.okt 2016 20:15 Mynd: Fótbolti.net - Heiða Dís Bjarnadóttir
Magazine image

Hjólhestaspyrna í jakkafötum á Laugardalsvelli

Margir fótboltaáhugamenn muna vel eftir kvikmyndinni Íslenski draumurinn sem kom út árið 2000. Myndin fékk frábærar viðtökur en tæplega 40 þúsund manns sáu hana í kvikmyndahúsum á sínum tíma. Vinsældirnar héldu áfram í mörg ár og er myndin vinsælasta íslenska myndin á myndbandaleigum á Íslandi frá upphafi.

Smelltu hér til að horfa á Íslenska Drauminn

Þórhallur Sverrisson og Helgi Kolviðsson á Laugardalsvelli, 16 árum eftir að Íslenski draumurinn kom út.
Þórhallur Sverrisson og Helgi Kolviðsson á Laugardalsvelli, 16 árum eftir að Íslenski draumurinn kom út.
Mynd/Fótbolti.net - Heiða Dís Bjarnadóttir
Tóti og Helgi í myndinni.  „Við vildum ekki að karakterinn væri aðdáandi stjörnu í liðinu heldur manns sem var að vinna drulluvinnuna. Helgi var á þessum tíma að spila aftarlega og vinna þá vinnu sem margir taka ekki eftir. Það passaði á þessum tíma að fá Helga í þetta.“
Tóti og Helgi í myndinni. „Við vildum ekki að karakterinn væri aðdáandi stjörnu í liðinu heldur manns sem var að vinna drulluvinnuna. Helgi var á þessum tíma að spila aftarlega og vinna þá vinnu sem margir taka ekki eftir. Það passaði á þessum tíma að fá Helga í þetta.“
Mynd/Íslenski draumurinn
„Þetta er með því skemmtilegra sem maður hefur gert.  Ég held að fótboltaáhugamaðurinn hafi ekki fengið mikið pláss í íslenskum bíómyndum fram að þessu og svo sem ekki mikið eftir þetta heldur.  Þeir sem hafa gaman að fótbolta finna sig að einhverju leyti í þessari mynd.
„Þetta er með því skemmtilegra sem maður hefur gert. Ég held að fótboltaáhugamaðurinn hafi ekki fengið mikið pláss í íslenskum bíómyndum fram að þessu og svo sem ekki mikið eftir þetta heldur. Þeir sem hafa gaman að fótbolta finna sig að einhverju leyti í þessari mynd.
Mynd/Fótbolti.net - Heiða Dís Bjarnadóttir
Um atriðið fræga á Laugardalsvelli: „Ég bjó á Bifröst þegar ég var ungur strákur og það voru ekki margir krakkar þar.  Ég var mikið einn í fótbolta að spila á tvö mörk.  Hugmyndin að þessu kemur þaðan en þetta var tekið aðeins lengra.
Um atriðið fræga á Laugardalsvelli: „Ég bjó á Bifröst þegar ég var ungur strákur og það voru ekki margir krakkar þar. Ég var mikið einn í fótbolta að spila á tvö mörk. Hugmyndin að þessu kemur þaðan en þetta var tekið aðeins lengra.
Mynd/Fótbolti.net - Heiða Dís Bjarnadóttir
Íslenski draumurinn er vinsælasta íslenska myndin á myndbandaleigum frá upphafi.
Íslenski draumurinn er vinsælasta íslenska myndin á myndbandaleigum frá upphafi.
Mynd/Íslenski draumurinn
„Ég var ekki búinn að sjá myndina fyrir frumsýninguna og var mjög stressaður.  Ég sat við hliðina á menntamálaráðherra á sýningunni og hann hló að þessu atriði eins og allur salurinn.  Það gaf tóninn fyrir myndina.“
„Ég var ekki búinn að sjá myndina fyrir frumsýninguna og var mjög stressaður. Ég sat við hliðina á menntamálaráðherra á sýningunni og hann hló að þessu atriði eins og allur salurinn. Það gaf tóninn fyrir myndina.“
Mynd/Fótbolti.net - Heiða Dís Bjarnadóttir
„Þessi karakter er ennþá til í dag.  Það er hægt að setja hann í alls konar aðstæður.  Það hafa komið margar hugmyndir um framhaldsmynd.  Það er ekkert útilokað í þeim efnum en það er þó ekkert í kortunum.“
„Þessi karakter er ennþá til í dag. Það er hægt að setja hann í alls konar aðstæður. Það hafa komið margar hugmyndir um framhaldsmynd. Það er ekkert útilokað í þeim efnum en það er þó ekkert í kortunum.“
Mynd/Fótbolti.net - Heiða Dís Bjarnadóttir
Íslenski draumurinn fjallar um draumóramanninn Tóta sem vonast til að verða ríkur á því að flytja inn Opal sígarettur frá Búlgaríu. Tóti er gífurlegur fótboltaáhugamaður og myndin ber þess svo sannarlega merki. Kveikjan að myndinni var stuttmynd sem var gerð árið 1998 og endaði í öðru sæti í stuttmynda samkeppni. Þórhallur Sverrisson lék Tóta í stuttmyndinni rétt eins og í myndinni sjálfri. Þórhallur var á þessum tíma byrjaður í hagfræði námi eftir að hafa gefist upp á að reyna að ná frama í leiklist en hann ákvað að grípa þetta tækifæri. „Félagi minn komst ekki í þetta verkefni svo ég fékk að prófa að leika. Fyrsta atriðið í stuttmyndinni var þannig að við fórum inn í Bónus í Holtagörðum og ég átti að selja fólki sígarettur. Stuttmyndin er hrárri en myndin sjálf sumir segja að hún sé jafnvel betri,“ segir Þórhallur en hann er sjálfur mikill fótboltaáhugamaður og hafði gaman að því að leika Tóta. „Þetta er með því skemmtilegra sem maður hefur gert. Ég held að fótboltaáhugamaðurinn hafi ekki fengið mikið pláss í íslenskum bíómyndum fram að þessu og svo sem ekki mikið eftir þetta heldur. Þeir sem hafa gaman að fótbolta finna sig að einhverju leyti í þessari mynd.“

Karakterinn til í ansi mörgum
Þórhallur spilaði sjálfur með yngri flokkum Skallagríms og ÍK áður en skórnir fóru á hilluna en hann hefur alltaf verið mikill fótboltaáhugamðaur. Hann átti því ekki í erfiðleikum með að setja sig í gírinn til að leika Tóta í myndinni. „Menn ljá karakternum alltaf eitthvað frá sjálfum sér og þetta er ýkt útgáfa,“ segir Þórhallur um karakterinn. „Ég held að karakterinn í myndinni sé til í ansi mörgum. Sumir þekkja svona menn og ég held að þessi karakter sé víða. Við náðum að skapa mann sem gat verið til í raunveruleikanum á þessum tíma.“ Í myndinni er Tóti grjótharður stuðningsmaður Manchester United og Vals. „Leikstjórinn (Róbert Douglas) er mikill fótboltaáhugamaður líka. Hann er United maður og KR-ingur en ég er Púllari og Valsari. Við skiptum þessu því svona fyrir karakterinn í myndinni og það var ekkert mál.“

Jón Gnarr lét sig hverfa í hálfleik
Jón Gnarr leikur Valla sem er besti vinur Tóta. Jón verður seint tengdur mikið við fótbolta en hann sýndi þó tilþrif með bolta í myndinni auk þess sem hann lét í sér heyra í atriði sem var tekið upp á gamla heimavelli Vals á Hlíðarenda. „Það var ekkert mál fyrir hann. Hann er æðislegur leikari en ég held að það sé ekki hægt að kveikja fótbolta áhuga hjá honum. Við fórum til dæmis einu sinni á leik til að taka upp og í hálfleik var hann horfinn,“ segir Tóti og hlær en hann og Jón léku í eftirminnilegu fótboltaatriði í myndinni á móti bandaríska leikaranum Matt Keesler. „Þessi fótboltasena í Hljómskálagarðinum var skemmtileg. Við vorum að svívirða Mark í rigningu og roki og Jón Gnarr mógðaði hann mjög mikið. Mark var létt fúll yfir því. Hann náði ekki gríninu hans Jóns.“

Atriðið á Laugardalsvelli var ein taka
Upphafsatriðið í Íslenska draumnum er mörgum í fersku minni. Tóti er þá klæddur í jakkaföt á Laugardalsvelli þar sem hann túlkar sókn hjá Manchester United á stórskemmtilegan hátt. Sóknin endar á því að Tóti tekur hjólhestaspyrnu án bolta en hann er þar að leika Dwight Yorke. „Ég bjó á Bifröst þegar ég var ungur strákur og það voru ekki margir krakkar þar. Ég var mikið einn í fótbolta að spila á tvö mörk. Hugmyndin að þessu kemur þaðan en þetta var tekið aðeins lengra,“ segir Þórhallur um atriðið. „Þetta var bara ein taka og þetta er algjör spuni á svæðinu. Það var handrit að myndinni en þegar við fórum í atriðin gleymdist það eiginlega. Spuni vill oft fara yfir strikið en við náðum að leyfa þessu að fljóta.“ Margir hafa hlegið að atriðinu í gegnum tíðina en fyrir frumsýningu var Þórhallur ekki viss um hversu gott það væri. „Ég var ekki búinn að sjá myndina fyrir frumsýninguna og var mjög stressaður. Ég sat við hliðina á menntamálaráðherra á sýningunni og hann hló að þessu atriði eins og allur salurinn. Það gaf tóninn fyrir myndina.“

Textinn í atriðinu á Laugardalsvelli
„Liðið færist allt aðeins framar. Keane er með hann hérna og leitar eftir strákunum. Scholes hleypur til dæmis hérna og fær boltann. Hann gefur út á Beckham og þá er allt komið á blússandi í sókn. Beckham er með langan bolta yfir á fjær. Þar er Giggs, hann er með hann og kemur með hann. Dwight Yorke er síðan hérna og....hjólhestur beint í markið! Allir leikmenn með. Allt í gangi. Skiluru.....svona sókn, þar sem allt liðið tekur þátt í sóknaruppbyggingunni, það er rosalega erfitt að stopppa það!“


Passaði vel að fá Helga Kolviðs í atriði
Annað eftirminnileg atriði í myndinni er þegar Tóti hittir Helga Kolviðsson, núverandi aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. Þórhallur og Helgi eru gamlir skólabræður úr Kópavogi en mæður þeirra eru vinkonur. Helgi var ekki skærasta stjarnan í íslenska landsliðshópnum á þessum tíma en Þórhallur segir að enginn vafi hafi verið um að fá hann í hlutverk. „Við vildum ekki að karakterinn væri aðdáandi stjörnu í liðinu heldur manns sem var að vinna drulluvinnuna. Helgi var á þessum tíma að spila aftarlega og vinna þá vinnu sem margir taka ekki eftir. Það passaði á þessum tíma að fá Helga í þetta,“ sagði Þórhallur.

Útilokar ekki framhaldsmynd
Í gegnum tíðina hefur Þórhallur oft lent í því að fólk gefi sig á tal við hann til að rifja upp atvik úr myndinni. „Það er ótrúlegt hvað myndin lifir hjá mörgum,“ segir Þórhallur og bætir við að hann hafi orðið var við miklar vinsældir þegar myndin kom út um aldamótin. „Ég vann sem barþjónn á þessum tíma og í kringum jólin kom fullt af Íslendingum sem bjuggu erlendis og vildu tala við mig. Þeir vildu ræða myndina og þakka fyrir. Fólk sagðist setja myndina í tækið þegar það væri með heimþrá því að þá væri eins og það væri komið heim. Fólki fannst myndin ná að fanga einhvern íslenskan raunveruleika á þessum tíma.“ Sextán árum síðar telur Þórhallur að auðvelt sé að finna karaktera í samfélaginu á Íslandi sem eru eins og Tóti í myndinni. „Þessi karakter er ennþá til í dag. Það er hægt að setja hann í alls konar aðstæður. Það hafa komið margar hugmyndir um framhaldsmynd. Það er ekkert útilokað í þeim efnum en það er þó ekkert í kortunum,“ sagði Þórhallur að lokum en Fótbolti.net skorar á útgefendur Íslenska Draumsins að hlaða í framhaldsmynd um meistara Tóta.

Smelltu hér til að horfa á Íslenska Drauminn
Athugasemdir
banner