Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 06. mars 2017 20:13
Kristófer Kristjánsson
Gilles Mbang Ondo og Schmidt í Vestra (Staðfest)
Gilles Mbang Ondo mun leika með Vestra í sumar
Gilles Mbang Ondo mun leika með Vestra í sumar
Mynd: Vestri
Gilles Mbang Ondo, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2010, skrifaði undir samning við Vestra í dag og mun því leika með liðinu í 2. deildinni í sumar.

Ondo hefur verið að æfa með liðinu undanfarið og skoraði hann þrjú mörk í tveimur æfingaleikjum á dögunum.

Gilles Mbang Ondo spilaði með Grindvíkingum við góðan orðstír frá 2008 til 2010 áður en hann fór til Noregs þar sem hann lék með Stabæk og Sandnes Ulf.

Hinn 31 árs gamli Ondo varð meistari með Nemjeh í Líbanon árið 2013 en síðan spilaði hann í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Óman.

Í vetur hefur Gilles Mbang spilað með UE Engordany í úrvalsdeildinni í Andorra.

Loic Ondo, yngri bróðir Gilles Mbang, spilaði með BÍ/Bolungarvík (nú Vestra) árin 2011, 2013, 2014 og 2015.

Loic er í dag á mála hjá Fjarðabyggð og hann mætir því bróður sínum Gilles Mbang í 2. deildinni í sumar.

Sömuleiðis hefur Vestri gert tveggja ára samning við Kevin Schmidt en hann skoraði tvö mörk í æfingaleik gegn Ægi í gær.

Auk þess framlengdi Vestri samning við franska varnarmanninn Aurelin Norest sem spilaði einnig með liðinu í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner