Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 06. mars 2017 21:46
Kristófer Kristjánsson
Nicklas Bendtner í Rosenborg (Staðfest)
Nicklas Bendtner er kominn til Rosenborg
Nicklas Bendtner er kominn til Rosenborg
Mynd: Getty Images
Nicklas Bendtner hefur gengið til liðs við Rosenborg sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Með liðinu leikur Íslendingurinn Matthías Vilhjálmsson.

Þessi danski framherji hefur gert þriggja ára samning við félagið en hann hefur spilað fyrir félög á borð við Arsenal, Juventus og Wolfsburg.

Einnig á hann 72 landsleiki og 29 mörk fyrir Danmörku en Bendtner er 29 ára gamall.

„Þetta eru frábær kaup fyrir okkur og fyrir norskan fótbolta almennt," sagði þjálfari Noregsmeistara Rosenborg, Kåre Ingebrigtsen.

„Að leikmaður af þessari stærðargráðu komi til Rosenborg og norsku úrvalsdeildarinnar er eitthvað sem við getum verið stolt af."

Athugasemdir
banner
banner
banner