Selfoss
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Selfoss 149
6. Leiknir 127 stig
7. Fjölnir 123 stig
8. Þróttur 121 stig
9. BÍ/Bolungarvík 101 stig
10. Tindastóll 55 stig
11. Völsungur 43 stig
12. KF 33 stig
5. Selfoss
Heimasíða: selfoss.org
Lokastaða í fyrra: 11. sæti í Pepsi-deild
Selfyssingar féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra eftir eins árs dvöl þar. Hefur liðið gjörbreyst eftir fallið eins og sjá má á löngum Komnir/Farnir listanum hér að neðan. Liðið verður að stórum hluta byggt upp á erlendum leikmönnum í sumar en samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða mun það ekki duga til að fara beint upp aftur.
Þjálfarinn: Gunnar Guðmundsson lét af störfum sem þjálfari U17 landsliðsins og tók við Selfossi. Skipulagður þjálfari sem leggur mikla áherslu á varnarleik. Gunnar stýrði HK 2004-2008.
Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann er fyrrum þjálfari Leiknis í Breiðholti.
Styrkleikar: Að mínu mati liggur styrkleikinn í þjálfaranum sem er gríðarlega skipulagður Þegar lið gengur í gegnum svona miklar breytingar er mjög gott að vera með skipulagðan og góðan þjálfara. Styrkleiki Selfoss í sumar mun liggja í vel skipulögðu liði þar sem allir vita sitt hlutverk upp á hár. Ef Einar Ottó Antonsson kemst í gang þá verður hann lykilmaður.
Veikleikar: Það hafa orðið alltof miklar og stórar breytingar hjá liðinu. Það er eitt og hálft lið farið og eitt og hálft lið komið. Það næst enginn stöðugleiki með þessum hætti og svona miklum breytingum.
Lykilmenn: Jóhann Ólafur Sigurðsson er mjög góður markvörður, svo tek ég Andy Pew í vörninni og spænska sóknarmanninn Javier Zurbano sem verður spennandi að fylgjast með.
Gaman að fylgjast með: Hvernig nýtt lið mun smella saman. Það verður spennandi að sjá hvernig erlendu leikmennirnir koma inn í þetta og hvernig þeir koma til með að styrkja liðið.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:

Komnir:
Andy Pew frá Hamar
Bjarki Már Benediktsson frá FH á láni
Einar Ottó Antonsson byrjaður aftur
Fjalar Örn Sigurðsson frá ÍA
Javier Zurbano Lacalle frá Spáni
Juan Povedano Martínez frá Spáni
Ingi Rafn Ingibergsson frá Ægi (Var í láni)
Ingvi Rafn Óskarsson frá Hamar (Var á láni)
Joseph Yoffe frá Englandi
Jóhann Ólafur Sigurðsson til baka eftir meiðsli
Luka Jagacic frá Króatíu
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson frá Árborg (Var á láni)
Bjarki Aðalsteinsson frá Breiðabliki á láni
Farnir:
Abdoulaye Ndiaye
Agnar Bragi Magnússon í Fylki
Andri Freyr Björnsson í BÍ/Bolungarvík
Babacar Sarr í Start
Dofri Snorrason í KR (Var á láni)
Egill Jónsson í KR (Var á láni)
Hafþór Þrastarson í FH (Var á láni)
Ismet Duracak
Ivar Skjerve
Jon Andre Röyrane
Jón Daði Böðvarsson til Viking
Marko Hermo
Moustoupha Cissé
Ove Endre Brenne til Noregs
Ólafur Karl Finsen í Stjörnuna
Robert Sandnes í Stjörnuna
Stefán Ragnar Guðlaugsson í Val
Tómas Leifsson
Viðar Örn Kjartansson í Fylki
Fyrstu leikir Selfoss:
9. maí: Selfoss - KA
17. maí: Víkingur R. - Selfoss
23. maí: Selfoss - Haukar
Athugasemdir