Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 06. maí 2018 08:45
Elvar Geir Magnússon
Ívar Orri með flautuna í leik FH og Breiðabliks
Ívar Orri gefur Tobias Thomsen áminningu.
Ívar Orri gefur Tobias Thomsen áminningu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Orri Kristjánsson mun dæma stórleik FH og Breiðabliks í Kaplakrikanum á mánudagskvöld.

Ívar hefur verið á hraðri uppleið og eftir mjög gott sumar í fyrra var hann gerður að FIFA dómara.

Í fyrstu umferðinni dæmdi hann opnunarleik Vals og KR en hann fékk 8,5 fyrir frammistöðu sína hér á Fótbolta.net.

Hér má sjá hvaða dómarar verða með flauturnar í 2. umferð Pepsi-deildarinnar.

sunnudagur 6. maí
16:00 ÍBV-Fjölnir (Hásteinsvöllur) - Einar Ingi Jóhannsson
17:00 Fylkir-KA (Egilshöll) - Helgi Mikael Jónasson
19:15 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn) - Þóroddur Hjaltalín

mánudagur 7. maí
19:15 Keflavík-Grindavík (Nettóvöllurinn) - Pétur Guðmundsson
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur) - Guðmundur Ársæll Guðmundsson
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur) - Ívar Orri Kristjánsson

Sjá einnig:
Upphitun úr útvarpinu - 2. umferð skoðuð
Hver er fótboltamaður/kona ársins?
Athugasemdir
banner
banner
banner