Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   fös 06. október 2017 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir Guðjónsson rekinn frá FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH var núna rétt í þessu að birta tilkynningu þess efnis að Heimir Guðjónsson væri hættur sem þjálfari liðsins.

Þessar fréttir koma mjög á óvart þar sem Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH staðfesti það á dögunum að Heimir yrði áfram við stjórnvölin í Kaplakrikanum.

„Knattspyrnudeild FH og Heimir Guðjónsson þjálfari FH hafa komist að samkomulagi um að Heimir láti nú af störfum hjá félaginu. Heimir hefur verið einn af máttarstólpunum í allri velgengi FH á síðustu árum og vill félagið fá að þakka honum fyrir hans störf síðustu 17 árin og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni," segir í tilkynningunni frá FH. Hún er hér að neðan.

Heimir hefur þjálfað FH frá árinu 2008.

Sumarið sem var að líða var ekki gott fyrir FH, sérstaklega ekki hvað varðar Íslandsmótið. Þeir enduðu í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar og komust í bikarúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ÍBV.

Undir stjórn Heimis var FH fimm sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari, árið 2010.

Ólafur Kristjánsson hætti með Randers í Danmörku en hann þykir ansi líklegur til að taka við liðinu af Heimi.

Uppfært 15:44: FH nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi Heimis.


Athugasemdir
banner