Heimir Guðjónsson verður áfram við stjórnvölin hjá FH á næsta tímabili, en þetta var staðfest núna fyrir stuttu.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, staðfesti þetta í samtali við mbl.is fyrir lokaleik FH í Pepsi-deild karla, gegn Breiðabliki í dag.
Farðu í beina textalýsingu frá leik FH og Breiðabliks
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, staðfesti þetta í samtali við mbl.is fyrir lokaleik FH í Pepsi-deild karla, gegn Breiðabliki í dag.
Farðu í beina textalýsingu frá leik FH og Breiðabliks
Heimir hefur stýrt FH samfleytt frá árinu 2008!
Vangaveltur höfðu verið um það hvort Heimir myndi segja það gott eftir þetta tímabil og spreyta sig í öðru starfi, en hann ætlar að halda áfram að sinna starfinu hjá FH-ingum.
Undir stjórn Heimis hefur FH orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og einnu sinni bikarmeistari, árið 2010.
Athugasemdir