Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 07. janúar 2016 14:17
Magnús Már Einarsson
Heimir Hallgríms: Vonandi kemst Eiður í bæði verkefnin
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen verður með Íslandi í öllum þremur vináttuleikjunum í þessum mánuði, svo framarlega sem hann semji ekki við nýtt félag í millitíðinni.

Eiður er félagslaus eftir að samningur hans hjá kínverska félaginu Shijiazhuang Ever Bright rann út.

Eiður er í landsliðshópnum sem fer til Abu Dhabi um helgina fyrir leiki gegn heimamönnum í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og gegn Finnum.

Eiður er einnig í hópnum sem mætir Bandaríkjunum í lok janúar.

„Það er samkomulag okkar á milli að ef hann verður án félags þá kemur hann með okkur í bæði verkefnin," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag.

„Ef eitthvað gerist fyrir þessar ferðir þá tökum við upp nýja afstöðu í því máli. Vonandi kemst hann með okkur í bæði verkefnin. Það er ekki það að ég voni að hann finni ekki nýtt lið, vonandi kemst hann bara í bæði verkefnin."

Landsliðsfréttir dagsins:
- Landsliðshópurinn fyrir Abu Dhabi
- Landsliðshópurinn fyrir Bandaríkin
- Heimir: Lars einn af mínum betri vinum
- Vonandi kemst Eiður í bæði verkefnin
- Garðar Gunnlaugs var ekki búinn að gefa upp vonina
- Óli Kristjáns einn af njósnurum Íslands
- Ekki hægt að kaupa miða fyrir utan vellina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner