Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Ægir: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
Jón Þór: Færum þeim það upp í hendurnar
Haraldur Freyr: Ég var aldrei rólegur
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
banner
   fim 07. janúar 2016 14:14
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Heimir Hallgríms: Lars einn af mínum betri vinum
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson.
Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari harmar ef menn lásu rangt í orð hans í viðtali við Viðskiptablaðið á dögunum.

Lars Lagerback hyggst hætta eftir lokakeppni EM í sumar og búið er að semja við Heimi um að hann taki þá einn við. KSÍ vill þó að Lagerback endurskoði ákvörðun sína og vill að Lars og Heimir haldi áfram í sameiningu.

Margir lásu í viðtalið að Heimir gæti hætt ef Lars ákveður að vera áfram eftir EM en Heimir segir það kolrangt.

„Þetta var kannski ekki nægilega skýrt orðað hjá mér. Samningurinn minn hljómar þannig að ég átti að taka einn við liðinu eftir þessa Evrópukeppni. Ef Lars verður áfram þarf eðlilega að semja upp á nýtt. Þá þarf ég að ræða við mína yfirmenn. Ég væri allan tímann til í að starfa með Lars áfram. Allir þeir sem þekkja mig vita að ég ber mikla virðingu fyrir kallinum, hann hefur kennt mér mikið og í dag er hann einn af mínum betri vinum. Leiðinlegt að menn mistúlka það að ég sé ósáttur við að hann verði áfram. Það er þvert á móti," segir Heimir.

Viðtalið við hann má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir hann sig líka um komandi vináttulandsleiki.



Landsliðsfréttir dagsins:
- Landsliðshópurinn fyrir Abu Dhabi
- Landsliðshópurinn fyrir Bandaríkin
- Heimir: Lars einn af mínum betri vinum
- Vonandi kemst Eiður í bæði verkefnin
- Garðar Gunnlaugs var ekki búinn að gefa upp vonina
- Óli Kristjáns einn af njósnurum Íslands
- Ekki hægt að kaupa miða fyrir utan vellina
Athugasemdir
banner
banner
banner