Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 07. janúar 2016 13:34
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópurinn fyrir Abu Dhabi - Fjórir nýliðar
Emil Pálsson er nýliði.
Emil Pálsson er nýliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Gunnlaugsson er nýliði.
Garðar Gunnlaugsson er nýliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback, landsliðsþjálfarar Íslands, tillkynntu rétt í þessu hópinn sem mætir Finnlandi og Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í vináttuleikjum síðar í mánuðinum.

Leikirnir fara fram í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Fyrri leikurinn er gegn Finnum næstkomandi miðvikudag en leikurinn gegn Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum er laugardaginn 16. janúar.

Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því vantar marga fastamenn í íslenska liðið.

Fjórir nýliðar eru í hópnum en það eru Andrés Már Jóhannesson úr Fylki, Emil Pálsson úr FH, Garðar Bergmann Gunnlaugsson framherji ÍA og Haraldur Björnsson markvörður Östersund.

Oliver Sigurjónsson og Rúnar Alex Rúnarsson, U21 árs landsliðsmenn, áttu að vera í hópnum en þeir gátu ekki verið með vegna meiðsla.

„Oliver er með í náranum og fer ekki með okkur til Abu Dhabi. Hann þarf á hvíld að halda. Rúnar Alex meiddist í ökkla og er óleikhæfur næsta mánuðinn," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

Markverðir:
Ingvar Jónsson (Sandnes Ulf)
Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Haraldur Björnsson (Östersund)

Varnarmenn:
Ragnar Sigurðsson (Krasnodar)
Kári Árnason (Malmö)
Sölvi Geir Ottesen (Jiangsu Sainty)
Hjörtur Logi Valgarðsson (Örebro)
Haukur Heiðar Hauksson (AIK)
Kristinn Jónsson (Sarpsborg)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg)
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)

Miðjumenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Félagslaus)
Theodór Elmar Bjarnason (AGF)
Rúnar Már Sigurjónsson (GIF Sundsvall)
Björn Daníel Sverrisson (Viking)
Elías Már Ómarsson (Valerenga)
Arnór Ingvi Traustason (Norrköping)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH)
Emil Pálsson (FH)

Framherjar:
Viðar Örn Kjartansson (Jiangsu Sainty)
Kjartan Henry Finnbogason (Horsens)
Matthías Vilhjálmsson (Rosenborg)
Garðar Gunnlaugsson (ÍA)

Landsliðsfréttir dagsins:
- Landsliðshópurinn fyrir Abu Dhabi
- Landsliðshópurinn fyrir Bandaríkin
- Heimir: Lars einn af mínum betri vinum
- Vonandi kemst Eiður í bæði verkefnin
- Garðar Gunnlaugs var ekki búinn að gefa upp vonina
- Óli Kristjáns einn af njósnurum Íslands
- Ekki hægt að kaupa miða fyrir utan vellina
Athugasemdir
banner