Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   fös 07. júní 2024 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas: Geggjað að vinna og hvað þá á móti stórliði eins og Englandi
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Andri Lucas Guðjohnsen var ánægður með gott dagsverk á Wembley en Ísland hafði þar 1-0 sigur á móti Englandi í vináttulandsleik.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Andri, sem átti stórkostlegt tímabil með Lyngby í Danmörku, lék allan leikinn sem fremsti maður.

Hann var eðlilega ánægður með frammistöðu liðsins gegn einni bestu fótboltaþjóð heims.

„Ótrúlega vel. Frábær völlur og við spiluðum ógeðslega vel og alltaf geggjað að vinna og hvað þá að gera það á móti stórliði eins og Englandi.“

„Ég bjóst kannski ekki við því en við mættum hingað til að vinna eins og við gerum alltaf. Við vorum með gott gameplan og vissum hvað við vildum gera og fá út úr þessum leik. Allt saman mjög jákvætt,“
sagði Andri Lucas við Fótbolta.net.

Leikurinn var sá síðasti í undirbúningi Englendinga fyrir Evrópumótið, en hann segir að planið hafi ekki verið sérstaklega til þess gert að eyðileggja partíið fyrir heimamönnum.

„Já, kannski. Það var ekki aðallega það sem við vorum að hugsa um í dag. Bara spila okkur leik og halda áfram að þróa hann. Við vorum ótrúlega þéttir og geggjaðir í vörninni í dag og ógna vel hátt uppi á þeirra helming.“

Andri var að glíma við John Stones og Marc Guehi, miðverði Englendinga. Stones hefur verið frábær í liði Manchester City síðustu ár á meðan Guehi hefur verið að gera vel hjá Crystal Palace.

„Ógeðslega góðir hafsentar en frábært fyrir mig að geta spilað á móti hafsentum eins og þessum leikmönnum sem spila á hæsta gæðastigi. Flott áskorun,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner