Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 07. júní 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kalla eftir því að þjálfarinn verði rekinn eftir vandræðaleg úrslit
Mynd: EPA

Wales gerði markalaust jafntefli í vináttulandsleik gegn Gíbraltar í Portúgal í gær. Þessi úrslit fóru ansi illa í stuðningsmenn liðsins.


Gíbraltar er í 203. sæti heimslistans á meðan Wales er í 29. sæti. Fimm leikmenn spiluðu sinn fyrsta landsleik fyrir Wales í gær.

Stuðningsmenn landsliðsins voru allt annað en sáttir með þessi úrslit og kalla eftir því að Page verði rekinn.

„Þeir hafa rétt á sinni skoðun, ég skil þetta. Ég er stuðningsmaður rétt eins og ég er þjáalfari, ég er svekktur. Ég verð að horfa á stóru myndina og ég verð líklega gagnrýndur fyrir það. Við munum ekki missa sjónar á því sem við höfum gert," sagði Page.

Þrettán leikja taphrinu Gíbraltar lauk í gær.


Athugasemdir
banner
banner