Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fös 07. júní 2024 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
„Þú spilar þig ekki í gegnum Ísland"
Icelandair
Íslenska liðið hefur spilað frábærlega.
Íslenska liðið hefur spilað frábærlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er enn með 1-0 forystu á Wembley þegar um 20 mínútur eru eftir af leiknum.

Jón Dagur Þorsteinsson gerði mark Íslands í fyrri hálfleiknum.

Matthew Upson, fyrrum varnarmaður Englands, er að lýsa leiknum á BBC en það er óhætt að segja að honum sé ekki skemmt, rétt eins og áhorfendum á vellinum.

„Þetta er svo pirrandi. Þú ert ekki að fara að spila þig í gegnum Ísland," segir Upson.

„Þeir eru svo þéttir og svo skipulagðir að England virðist ekki geta brotið þá niður."

Íslenska liðið er óheppið að vera ekki 2-0 yfir eftir að hafa fengið góð færi til að skora núna áðan. Leikurinn hefur verið frábærlega spilaður af hálfu Íslands.
Athugasemdir
banner
banner