Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 08. maí 2013 13:15
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 2. sæti
KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Atli Sveinn Þórarinsson.
Atli Sveinn Þórarinsson.
Mynd: Heimasíða KA
Mads Rosenberg.
Mads Rosenberg.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Nú kynnum við liðið sem spáð er öðru sæti sæti en kynning á Grindavík sem spáð er sigri verður opinberuð síðar í dag.

Spáin:
1. Grindavík
2. KA 192 stig
3. Haukar 188 stig
4. Víkingur R. 185 stig
5. Selfoss 149
6. Leiknir 127 stig
7. Fjölnir 123 stig
8. Þróttur 121 stig
9. BÍ/Bolungarvík 101 stig
10. Tindastóll 55 stig
11. Völsungur 43 stig
12. KF 33 stig

2. KA
Heimasíða: ka-sport.is/fot
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í 1. deild

KA-menn sætta sig ekki við það að vera litli bróðirinn á Akureyri og stefna upp. Liðið tók þátt í toppbaráttunni í fyrra en ætla nú að stíga næsta skref og komast upp í Pepsi-deildina. Þar hefur liðið ekki leikið síðan 2004.

Þjálfarinn: Stórþjálfarinn Bjarni Jóhannsson er mættur norður en hann tók við KA eftir síðasta tímabil. Hann hefur áður þjálfað Þrótt Neskaupstað, Tindastól, Grindavík, Breiðablik, Fylki, ÍBV og Stjörnuna. Undir hans stjórn komst Stjarnan í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins í fyrra.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann er fyrrum þjálfari Leiknis í Breiðholti.

Styrkleikar: Að mínu mati liggja styrkleikar KA í öftustu línu. Þeir koma til með að spila öflugan varnarleik með góðan markmann fyrir aftan sig. Miðjan er einnig öflug og varnarleikur liðsins í heild ætti að vera ansi öflugur. Liðið er með gríðarlega reynslu.

Veikleikar: Ég ætla að setja smá spurningamerki við sóknarleikinn. Þó er nokkuð ljóst að Bjarni mun spila sitt 4-3-3 leikkerfi með fljóta og skeinuhætta kantmenn.

Lykilmenn: Atli Sveinn Þórarinsson, Darren Lough sem mér fannst frábær í fyrra og Hallgrímur Mar Steingrímsson.

Gaman að fylgjast með: Hvernig Bjarni nær að púsla saman breyttu en afar vel mönnuðu KA-liði í ár.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Atli Sveinn Þórarinsson frá Val
Bessi Víðisson frá Dalvík/Reyni
Carsten Pedersen frá Danmörku
Gunnar Már Magnússon frá Dalvík/Reyni
Ívar Guðlaugur Ívarsson var í láni hjá Magna
Ivan Dragicevic frá Serbíu
Mads Rosenberg frá Danmörku
Orri Gústafsson byrjaður aftur
Steinþór Már Auðunsson frá Dalvík/Reyni

Farnir:
David Disztl til Ungverjalands
Guðmundur Óli Steingrímsson í Völsung
Haukur Hinriksson
Jóhann Helgason í Grindavík (Var á láni)

Fyrstu leikir KA:
9. maí: Selfoss - KA
18. maí: KA - Fjölnir
23. maí: KF - KA
Athugasemdir
banner