Haukar
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Nú kynnum við liðið sem spáð er þriðja sæti sæti en tvö efstu lið deildarinnar verða kynnt síðar í dag.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. Haukar 188 stig
4. Víkingur R. 185 stig
5. Selfoss 149
6. Leiknir 127 stig
7. Fjölnir 123 stig
8. Þróttur 121 stig
9. BÍ/Bolungarvík 101 stig
10. Tindastóll 55 stig
11. Völsungur 43 stig
12. KF 33 stig
3. Haukar
Heimasíða: haukar.is
Lokastaða í fyrra: 5. sæti í 1. deild
Haukar voru lengi í möguleikanum á því að komast upp í fyrra en gáfu eftir á lokasprettinum og enduðu í fjórða sæti. Markmið Hauka í sumar er skýrt en þeir ætla sér að komast aftur upp í Pepsi-deildina og hafa verið ansi öflugir á leikmannamarkaðnum. Liðið er eina lið deildarinnar með gervigras á aðalvelli sínum.
Þjálfarinn: Ólafur Jóhannesson, fyrrum landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari FH, er þjálfari Haukaliðsins annað tímabilið í röð. Hans aðstoðarmaður er Sigurbjörn Hreiðarsson. Þarna fara tveir menn sem hafa séð allt í boltanum.
Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann er fyrrum þjálfari Leiknis í Breiðholti.
Styrkleikar: Haukarnir eru með verulega öflugt lið. Styrkleiki þeirra liggur í mikilli breidd. Þeir eru sérstaklega vel mannaðir og með góða blöndu af heimamönnum og reyndum aðkomumönnum. Hafa styrkt sig vel.
Veikleikar: Þeim vantar einna helst afgerandi markaskorara. Eru með nokkra leikmenn sem hafa oft verið meiddir í gegnum tíðina.
Lykilmenn: Guðmundur Sævarsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Hilmar Geir Eiðsson.
Gaman að fylgjast með: Hvort Haukar standist pressuna. Með miklum styrkingum eru þeir búnir að setja aukna pressu á sig og krafan hlýtur að vera sett á úrvalsdeildarsæti.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:

Komnir:
Andri Steinn Birgisson frá Víkingi R.
Arnar Aðalgeirsson frá AGF
Ásgeir Þór Ingólfsson frá Val
Hafsteinn Briem frá Val
Hafþór Þrastarson frá FH
Hilmar Geir Eiðsson frá Keflavík
Hilmar Rafn Emilsson frá Val
Helgi Valur Pálsson frá FH
Sigmar Ingi Sigurðarson frá Breiðabliki
Viktor Smári Hafsteinsson frá Keflavík (Á láni)
Farnir:
Árni Vilhjálmsson í Breiðablik (Var á láni)
Benis Krasniqi til Noregs
Daði Lárusson í FH
Guðmundur Viðar Mete í Aftureldingu
Hróar Sigurðsson í KR (Var á láni)
Sverrir Garðarsson í Fylki
Viktor Smári Segatta í FH (Var á láni)
Viktor Unnar Illugason í Breiðablik (Var á láni)
Fyrstu leikir Hauka:
9. maí: Þróttur - Haukar
17. maí: Haukar - Grindavík
23. maí: Selfoss - Haukar
Athugasemdir