Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   lau 08. júní 2024 16:53
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Haukar og KFG töpuðu á útivelli
Mynd: Aðdáendasíða Kormáks
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í 2. deild karla þar sem Kormákur/Hvöt og KFA unnu sigra á heimavelli.

Kormákur/Hvöt lagði KFG að velli með einu marki gegn engu, þar sem Arnar Ingi Valgeirsson skoraði sjálfsmark á 28. mínútu.

Liðin mættust í fallbaráttuslag og nældu heimamenn sér í dýrmæt stig á Blönduósi.

Guðjón Pétur Lýðsson tók þá forystuna fyrir Hauka gegn KFA í Fjarðabyggðarhöllinni á 65. mínútu.

Haukar leiddu 0-1 allt þar til á lokamínútunum, þegar heimamenn sneru stöðunni við og skópu 3-1 sigur.

Marteinn Már Sverrisson, Eiður Orri Ragnarsson og Heiðar Snær Ragnarsson skoruðu á síðustu 10 mínútum venjulegs leiktíma til að innsigla sigurinn.

Haukar hefðu farið upp í annað sæti deildarinnar með sigri en þeir sitja eftir í sjötta sæti með 8 stig eftir 6 umferðir.

KFA jafnar Völsung á stigum í þriðja sæti deildarinnar, þar sem liðið er komið með 10 stig.

Kormákur/Hvöt 1 - 0 KFG
1-0 Arnar Ingi Valgeirsson ('28 , Sjálfsmark)

KFA 3 - 1 Haukar
0-1 Guðjón Pétur Lýðsson ('65 )
1-1 Marteinn Már Sverrisson ('82 )
2-1 Eiður Orri Ragnarsson ('87 )
3-1 Heiðar Snær Ragnarsson ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner