Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   lau 08. júní 2024 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ætlar ekki að selja Kvaratskhelia þrátt fyrir mikinn áhuga
Victor Osimhen er einnig mjög eftirsóttur af hinum ýmsu stórliðum.
Victor Osimhen er einnig mjög eftirsóttur af hinum ýmsu stórliðum.
Mynd: EPA
Aurelio De Laurentiis, forseti ítalska félagsins Napoli, hefur engan áhuga á því að selja georgíska kantmanninn Khvicha Kvaratskhelia í sumar þrátt fyrir mikinn áhuga utan landsteinanna.

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru sagðir vera mjög áhugasamir um Kvaratskhelia rétt eins og ýmis stórlið úr ensku úrvalsdeildinni.

De Laurentiis hefur ekki í hyggju að veikja leikmannahópinn hjá Napoli fyrir komandi leiktíð eftir mikið vonbrigðatímabil í ítalska boltanum.

Napoli er að gera sitt besta til að sannfæra Kvaratskhelia um að framlengja samning sinn við félagið, en núverandi samningur rennur út eftir þrjú ár.

Kvaratskhelia er 23 ára gamall og kom að 20 mörkum í 45 leikjum á nýliðnu tímabili. Það var þó ekki jafn gott tímabil og hann átti í fyrra, þegar hann kom að 31 marki í 43 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner