Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   lau 08. júní 2024 20:23
Halldór Gauti Tryggvason
Donni: Þróttur átti sigurinn skilið
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Vonbrigði. Við vorum mjög ánægð með fyrstu 25 mínúturnar, skoruðum gott mark og fengum skot í slá og sköpuðum svolítið af færum, sem var nú planið. Fáum svo á okkur þetta skítamark eftir fast leikatriði, sem hefur verið, því miður, að gerast svolítið undanfarið og er gríðarlega svekkjandi og náðum bara einhvern veginn ekki að koma okkur upp úr því .“ Þetta sagði Halldór Jón, þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Tindastóll

Tindastóll var betri aðilinn framan af en Þróttur náði að vinna sig inn í leikinn. Hvað breyttist?„Það breytist bara einhverskonar spennustig eða andrúmsloft eða sjálfstraust eða eitthvað. Við erum búin að vera fá á okkur svolítið af mörkum eftir föst leikatriði, sem hefur ekki verið vani þessa liðs undanfarið ár. “

 „Þróttur á sigurinn skilið, voru betra lið stóran hluta af leiknum kannski svona 70 mínútur voru þau betra liðið.

Tindastóll minnkaði muninn í seinni hálfleik en fengu svo mark á sig stuttu seinna „Já aftur, eins og gerðist síðast þá beint eftir mark kemur mark, það gerðist hjá þeim í fyrri hálfleik. Þær skoruðu mark og svo annað, svo skorum við mark og svo skora þær strax eftir það. Þetta eru atriði sem við höfum verið að ræða svolítið og fara yfir, kannski er það vandamálið að við séum að ræða það of mikið.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner