Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   lau 08. júní 2024 15:50
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: ÍBV áfram á botninum eftir tap á heimavelli
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 3 - 4 FHL
0-1 Samantha Rose Smith ('5)
0-2 Emma Hawkins ('9)
1-2 Olga Sevcova ('15)
1-3 Embla Harðardóttir ('24, sjálfsmark)
1-4 Samantha Rose Smith ('32)
2-4 Natalie Viggiano ('59)
3-4 Viktorija Zaicikova ('67)

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  4 FHL

ÍBV tók á móti FHL í gríðarlega spennandi slag í Lengjudeild kvenna þar sem sterkur vindur setti svip sinn á leikinn.

FHL lék með vindi í fyrri hálfleik og tókst að skora fjögur mörk, þannig að staðan var 1-4 í leikhlé.

Samantha Rose Smith var atkvæðamest með tvennu en Emma Hawkins skoraði líka og þá varð Embla Harðardóttir fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Olga Sevcova gerði eina mark heimakvenna í Vestmannaeyjum í fyrri hálfleiknum.

ÍBV lék með vindi í síðari hálfleik og náði að minnka muninn niður í eitt mark á 67. mínútu, eftir mörk frá Natalie Viggiano og Viktorija Zaicikova. Staðan var 3-4 og var gríðarleg spenna og dramatík á lokakaflanum.

Eyjastúlkur áttu líklegast að fá vítaspyrnu á 82. mínútu þegar Olga Sevcova var tekin niður innan vítateigs og vildu svo sjá leikmann FHL fjúka af velli með rautt spjald á lokamínútunum, en boltinn rataði ekki í netið þrátt fyrir mikinn sóknarþunga.

Lokatölur urðu 3-4 og er ÍBV áfram á botni Lengjudeildarinnar, með eitt stig eftir fimm umferðir. FHL hoppar upp um sex sæti í ótrúlega jafnri deild þar sem Austfirðingar deila núna toppsætinu með Aftureldingu.
Athugasemdir
banner
banner