Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   lau 08. júní 2024 18:33
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Fáránlegt að vera með jafna stöðu með korter eftir
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans sigraði Dalvík/Reyni 4-3.


Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 Dalvík/Reynir

„Það eru blendnar tilfinningar, ég er ánægður með 90% af leiknum hjá okkur hvað frammistöðu varðar. Þetta er leikur sem við eigum að ganga frá miklu fyrr. Það er ótrúlegt að við erum komnir í 3-3 stöðu í seinni hálfleik, því við áttum að vera búnir að skora miklu fleiri mörk í leiknum. Að sama skapi eigum við að koma í veg fyrir mörkin sem þeir eru að skora, þannig að úti á velli fannst mér við vera miklu betra liðið. Við vorum að skapa mikið af færum og mikið af stöðum. Ég er stoltur af frammistöðunni þar en síðan í teigunum þurfum við að gera betur. Ég er sannfærður um að strákarnir munu breyta því, þrátt fyrir allt þá skorum við fjögur mörk í dag sem er fínt. Ég er viss um að við tökum það góða úr þessum leik og nýtum það í framhaldinu og lögum það sem við getum gert betur."

Afturelding var augljóslega betra liðið á vellinum en að Dalvík nái að jafna leikinn í 3-3 gerði leikinn óþarflega spennandi fyrir heimaliðið.

„Ég hafði alltaf trú á því að við myndum klára þetta. Við erum með frábæra liðsheild og það er mikil trú í hópnum, ég hafði allan tíman trú á því að við myndum ná að klára dæmið sem við gerðum og gerðum vel. En að sjálfsögðu er það að mínu mati fáránlegt að við höfum verið með jafna stöðu þegar það var korter eftir. Það var engin ástæða til þess miðað við gang leiksins og við eigum að gera betur."

Þegar Afturelding kemst í stöðuna 3-1 þá róaðist sóknarleikur þeirra aðeins sem gerði Dalvíkingum kleift að komast aftur inn í leikinn.

„Ég er sammála því að einhverju leiti en mér fannst við samt vera að sækja áfram á þá. Mér fannst við líklegri til að skora fjórða markið heldur en þeir að minnka munin í 3-2 þegar það kemur. Og í rauninni sama í stöðunni 3-2, mér fannst við líklegri til að skora fjórða markið heldur en þeir að jafna leikinn í 3-3. Þannig þetta var bara mjög furðulegur leikur. Ég hef horft á mjög marga fótboltaleiki í gegnum tíðina og þetta er einn sá furðulegasti myndi ég segja af mörgum ástæðum."

Afturelding byrjaði tímabilið illa en þeir hafa núna unnið tvo leiki í röð sem er mikilvægt fyrir liðið sem ætlar sér að berjast á toppnum.

„Við erum að spila betur, mér finnst vera stígandi í okkar leik í síðustu leikjum. Bara í síðustu tveim leikjum finnst mér vera stígandi í okkar leik og við erum að verða betri og betri. Ég held að við séum að koma með stíganda inn í mótið, ég held að við erum bara að verða betri. Ég finn það líka á æfingum og annað að við erum að bæta okkur, dag frá degi og viku frá viku. Við náðum að setja fjögur mörk í dag þó ég hefði viljað hafa þau miklu fleiri. Þá er það allavega jákvætt, við sköpum okkur fullt af færum og spilum góðan fótbolta. Þannig ég er bjartsýnn á framhaldið og við þurfum bara að halda áfram, við viljum meira. Það er bara næsti leikur á móti Þrótti á fimmtudaginn og við verðum klárir í bátana þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner