Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   lau 08. júní 2024 17:33
Brynjar Ingi Erluson
Saliba um Van Dijk: Hann hræðir sóknarmenn
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn William Saliba segir hollenska varnarmanninn Virgil van Dijk hafa sérstaka áru yfir sér á vellinum en hann ræddi um hann og eigið ágæti í viðtali við L'Equipe.

Saliba var einn af bestu mönnum ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð er Arsenal hafnaði í öðru sæti.

Frakkinn hefur tekið miklum framförum á síðustu árum og er í dag með þeim bestu í Evrópu.

Hann er auðvitað í franska landsliðshópnum sem er á leið á Evrópumótið, en hann talaði um hvernig sóknarmenn eru byrjaðir að hræðast hann eins og þeir gera þegar þeir mæta Virgil van Dijk, varnarmanni Liverpool.

„Ég er ekki náunginn sem talar mikið, en ég er byrjaður að taka framförum í að tala meira og meira. Ég er einn af leiðtogunum í vörn Arsenal. Tökum sem dæmi Van Dijk og áruna sem hann hefur. Hann er aðalmaðurinn og skipar öllum fyrir. Manni finnst eins og hann hræði sóknarmenn og ér er byrjaður að finna það hjá sjálfum mér.“

„Ég er farinn að sjá hræðslu sóknarmanna og að það sé ekkert sérstaklega gaman hjá þeim þegar þeir eru í mínu svæði. Síðan lætur það mér líða mjög vel þegar ég fer í einn á einn og leikmaðurinn fer til baka með boltann og ákveðu að flýja einvígið,“
sagði Saliba.
Athugasemdir
banner
banner
banner