Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   lau 08. júní 2024 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja hvorki selja né lána Álvarez
Mynd: EPA
Argentínski framherjinn Julián Álvarez er afar eftirsóttur eftir að hafa fengið lítinn spiltíma á seinni hluta tímabils með Manchester City.

Álvarez er ekki ánægður með hversu lítinn spiltíma hann fékk með City á tímabilinu og vill fá fleiri tækifæri á næstu leiktíð.

Paris Saint-Germain og Atlético Madrid eru meðal áhugasamra félaga en Man City neitar að selja leikmanninn eða lána hann út.

„Julian Alvarez er samningsbundinn Manchester City og ég býst ekki við að hann muni fara þaðan í sumar," sagði Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, meðal annars.

Alvarez er 24 ára gamall og á fjögur ár eftir af samningi sínum við Man City. Hann kom að 32 mörkum í 54 leikjum á nýliðinni leiktíð - þar sem hann spilaði um 3500 mínútur í heildina.

Það er talsverð aukning frá hans fyrstu leiktíð hjá City þar sem hann spilað um 2500 mínútur og kom að 22 mörkum í 49 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner