Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segist hafa fengið áskoranir um að bjóða sig fram sem formaður KSÍ.
Eiríkur hefur þó enga ákvörðun tekið um það hvort hann taki slaginn eða ekki.
Eiríkur hefur þó enga ákvörðun tekið um það hvort hann taki slaginn eða ekki.
„Ég hef verið spurður af aðilum úr knattspyrnuhreyfingunni hvort ég hafi velt formannsstarfinu fyrir mér og hvort ég gæti hugsað mér að bjóða mig fram á næsta ársþingi," sagði Eiríkur í samtali við Fótbolta.net í dag.
„Það er mikill heiður og ég er upp með mér að nafn mitt skuli koma til tals í þetta mikilvæga embætti."
„Það væri ábyrgðarlaust annað en að skoða málið alvarlega ef áhugi er fyrir því að ég bjóði mig fram."
Geir Þorsteinsson mun láta af störfum sem formaður á árþsingi KSÍ þann 11. febrúar næstkomandi.
Björn Einarsson og Guðni Bergsson hafa báðir tilkynnt framboð. Í dag tilkynnti Höskuldur Þórhallsson að hann íhugi framboð. Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, útilokaði ekki að bjóða sig fram í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku.
Athugasemdir