Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   mán 09. janúar 2017 12:21
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur Þórhalls í formannsframboð hjá KSÍ?
Höskuldur liggur undir feldinum fræga.
Höskuldur liggur undir feldinum fræga.
Mynd: Fótbolti.net/Alþingi
Hösk­uld­ur Þór­halls­son, fyrr­ver­andi þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er að íhuga fram­boð til for­manns Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, KSÍ. Þetta kemur fram á mbl.is.

„Það er rétt að fé­lög utan af landi hafa verið í sam­bandi við mig og ég get staðfest að ég er að skoða það, já. Það er frek­ar stutt­ur aðdrag­andi að þessu og ég er ekki reiðubú­inn að gefa út yf­ir­lýs­ingu um það hvort ég muni sækj­ast eft­ir embætt­inu," sagði Höskuldur við mbl.is.

Höskuldur segist vilja brúa bil sem hafi mynd­ast á milli lands­byggðar­inn­ar og höfuðborg­arsvæðis­ins. Hann hefur beitt sér fyrir jöfnunarsjóði íþróttafélaganna.

„Ég hef velt fyr­ir mér póli­tík­inni í þessu og ég skil aðkomu lands­byggðar­inn­ar að þessu. Þar eru menn áhyggju­full­ir yfir stöðunni og ég held að menn sjái tæki­færi í því að breyta aðeins til og hafa formann sem kem­ur af lands­byggðinni. Það hef­ur mynd­ast viss gjá á milli liða á höfuðborg­ar­svæðinu og úti á landi. Það þarf að minnka þá gjá og ná betra sam­tali þar á milli að mínu mati."

Höskuldur er fyrrum fótboltamaður og lék á sínum tíma með KA og Fram.

Tveir aðilar hafa staðfest framboð til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sem fram fer í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar. Það eru Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsmaður, og Björn Einarsson, formaður Víkings í Reykjavík. Geir Þorsteinsson, sitjandi formaður, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner