Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 09. febrúar 2017 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Marcus Solberg jarðaði KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 3 - 0 KR
1-0 Ingimundur Níels Óskarsson ('40)
2-0 Marcus Solberg Mathiasen ('56)
3-0 Marcus Solberg Mathiasen ('74)

Smelltu hér til að skoða textalýsingu frá leiknum

Fjölnir mætir Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins næsta mánudag. Fjölnir var rétt í þessu að leggja KR að velli í undanúrslitum með þremur mörkum gegn engu en Valur hafði betur gegn Víkingi R. eftir vítapsyrnukeppni fyrr í kvöld.

Fjölnismenn voru betri í fyrri hálfleik og komust yfir með marki frá Ingimundi Níelsi Óskarssyni á 40. mínútu.

KR-ingar voru nálægt því að jafna snemma í síðari hálfleik en skömmu síðar tvöfaldaði Marcus Solberg Mathiasen forystu heimamanna með skallamarki eftir laglega fyrirgjöf. KR-ingar heimtuðu að fá rangstöðu dæmda í aðdraganda marksins en fengu ekki.

Bæði lið fengu fín færi áður en Marcus Solberg gerði endanlega út um leikinn með þriðja markinu á 74. mínútu, en Marcus þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið eftir að hafa lent í samstuði við Stefán Loga Magnússon, markvörð KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner