Rut Kristjánsdóttir hefur fengið félagaskipti úr Fylki yfir í ÍBV en Eyjamenn ætla að reyna að ganga frá samningi við hana á næstunni.
„Rut hefur verið að leika með okkur undanfarið og líkað vel. Hún ákvað að skipta til okkar og leika með okkur áfram," sagði Jón Óli Daníelsson, íþróttafulltrúi ÍBV við Fótbolta.net í dag.
„Við munum á meðan klára málin okkar á milli og verður vonandi gengið frá því á næstunni."
Rut er 23 ára gömul en hún er miðjumaður. Rut hefur leikið allan sinn feril með Fylki fyrir utan sex leiki á láni hjá Haukum sumarið 2015.
Rut hefur skorað 17 mörk í 101 leik síðan hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2008.
Í fyrra skoraði hún tvö mörk í tíu leikjum í Pepsi-deildinni.
Í leik gegn ÍBV á Hásteinsvelli í fyrra varð Rut fyrir því óláni að missa tönn. Hún fór í kjölfarið beint í tannlæknastólinn hjá Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara og var frá keppni í nokkrar vikur.
Athugasemdir