Rut Kristjánsdóttir, leikmaður Fylkis í Pepsi-deild kvenna, varð fyrir því óláni að missa tönn í leik gegn ÍBV í gær.
Rut jafnaði metin fyrir Fylki á 77. mínútu, en það dugði skammt í tapi gegn ÍBV í gær. Hún þurfti að fara af velli þegar stutt var eftir, en hún missti tönn.
Rut jafnaði metin fyrir Fylki á 77. mínútu, en það dugði skammt í tapi gegn ÍBV í gær. Hún þurfti að fara af velli þegar stutt var eftir, en hún missti tönn.
Hún þurfti þess vegna að leita til tannlæknis, en það var sjálfur landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sem reddaði málunum enda ansi fær tannlæknir.
„Hún fær olnbogaskot og missir tönn en sem betur fer þá var Heimir Hallgríms á staðnum þannig að hann græjaði hana beint i stólinn," sagði Eiður Benedikt Eiríksson, þjálfari Fylkis, þegar hann var spurður út í Rut eftir leik.
Rut birti svo þessa mynd sem sjá má hér til hliðar á Instagram og skrifaði þar undir:
„Hér erum við Heimir að fara yfir hvernig framtönnin passar best í eftir að hafa dottið úr í heilu lagi (skrýtnasta sem ég hef séð) í miðjum fótboltaleik í Eyjum. Aaaansi heppin að hann var á staðnum 🙌 Tönnin komin í svo eeengar áhyggjur af mér."
Fylkir er eftir tapið gegn ÍBV í gær með tíu stig í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna þegar sjö leikir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir